Fótbolti

Hrikaleg mistök Elíasar á ögurstundu færðu Ísaki og félögum sigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ísak Bergmann lagði upp sigurmarkið.
Ísak Bergmann lagði upp sigurmarkið. vísir/Getty

Íslensku landsliðsmennirnir Elías Rafn Ólafsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru sannarlega í sviðsljósinu í toppslag Midtjylland og FCK í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Elías Rafn stóð á milli stanganna hjá Midtjylland en Ísak hóf leik á varamannabekk FCK.

Ísaki var skipt inná á 86.mínútu í stöðunni 0-0 og náði að láta að sér kveða áður en flautað var til leiksloka. Það kom í kjölfar slæmra mistaka hjá Elíasi í marki Midtjylland á lokamínútu leiksins.

Elías uggði ekki að sér og átti kæruleysislega sendingu frá marki sínu. Ísak Bergmann var afar kraftmikill í pressu sinni og komst inn í sendingu Elíasar; lagði boltann snyrtilega fyrir Khouma Babacar sem kom boltanum framhjá Elíasi, með herkjum þó, og tryggði FCK dramatískan 0-1 sigur.

Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en FCK hefur nú þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×