Körfubolti

Búningarugl í NBA: Mættu bæði til leiks í hvítu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shai Gilgeous-Alexander fannst búningar Oklahoma City Thunder og Memphis Grizzlies vera full líkir.
Shai Gilgeous-Alexander fannst búningar Oklahoma City Thunder og Memphis Grizzlies vera full líkir.

Ekki var hægt að hefja leik Oklahoma City Thunder og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta vegna búningaruglings.

Bæði lið mættu nefnilega til leiks í hvítum treyjum. Eftir nokkra ringulreið ræddu dómarar leiksins við aðstandendur liðanna og reyndu að komast til botns í málinu.

Oklahoma var á heimavelli og því þurftu leikmenn Memphis að skipta um búninga. Gestirnir fóru í dökkbláa búninga og því gat leikurinn hafist.

Klippa: Mættu bæði hvítklædd til leiks

Fyrir leiki gefur NBA alltaf út hvaða búningum liðin eiga að klæðast. Búningastjóri Memphis virðist hins vegar hafa gleymt að kíkja á það fyrir leikinn í Paycom Center í Oklahoma í nótt.

Þetta er ekki fyrsta búningaruglið sem Oklahoma lendir í. Í leik gegn Atlanta Hawks á síðasta tímabili voru Oklahoma-menn í appelsínum treyjum á meðan Haukarnir voru rauðklæddir. Oklahoma skipti yfir í hvítar treyjur í hálfleik.

Bláklæddir Memphis-menn unnu Oklahoma í leiknum í nótt, 118-125. Þetta var þriðji sigur Memphis í röð en liðið er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Sjö leikmenn Memphis skoruðu ellefu stig eða meira í leiknum í nótt.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×