Íslenskir firðir eru að verða nýlendur norskra stórfyrirtækja Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar 14. mars 2022 11:00 Við lygnan fjörð í djúpum dal lúrir lítill en litríkur bær austur á fjörðum. Bær þessi sker sig úr að mörgu leyti fyrir sakir fjölbreytts menningarlífs og frjósams jarðvegs til listsköpunar, sem hefur laðað að sér innlenda og erlenda ferðamenn ár hvert. Þar er að finna fyrsta lýðskóla landsins sem hefur vaxið og dafnað og átt stóran þátt í því mikla aðdráttarafli sem bærinn hefur á ungt fólk sem vill búa þar og starfa, enda er skortur á húsnæði í þessum litla bæ. Það er uppselt á Seyðisfirði. Fjörðurinn er þar að auki frábrugðinn mörgum nágrannafjörðum sínum vegna þess að í dag er sjókvíaeldi annaðhvort komið á eða í ferli í flestum þeirra. Íbúar á þessum kynngimagnaða stað eru tæplega 700 talsins, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ríflega helmingur allra bæjarbúa á kosningaaldri hefur skrifað undir skjal til að mótmæla fyrirhuguðu opnu sjókvíaeldi í firðinum þar sem þeir búa. 55% íbúa hafa skrifað undir og ættu það að vera ansi skýr skilaboð. Atriði úr Draumalandinu Í þar síðustu viku fór fram á Seyðisfirði fyrsti íbúafundur sem Fiskeldi Austfjarða efnir til um fyrirhugað sjókvíaeldi í firðinum, þrátt fyrir að undirbúningsvinnan hafi staðið í rúm sjö ár. Íbúafundurinn er því fyrsta vísbending um nokkurt samráð við íbúa, en erindrekar Fiskeldis Austfjarða halda því statt og stöðugt fram að framkvæmdin eigi að vera í sátt og samlyndi við bæjarbúa – bæjarbúa sem hafa að meirihluta hafnað sjókvíaeldinu. Ýmislegt á fundi þessum minnti óþyrmilega á atriði úr kvikmyndinni Draumalandið, byggð á samnefndri bók Andra Snæs. Þrátt fyrir kröftug mótmæli meirihluta íbúa, mættu útsendarar stóriðjunnar kokhraustir og töluðu frá upphafi fundar um fiskeldið fyrirhugaða sem klappað og klárt – að stefnt væri á að setja út kvíar haustið 2023, eins og ófengin leyfi skiptu ekki máli. Á fundinum var gulli og grænum skógum lofað og augljóst er að það er ýmislegt falt á kostnað náttúrunnar, en í skiptum fyrir góðar móttökur eru í boði styrkir til uppbyggingar á innviðum bæjarfélagsins, ný stöðugildi, þó sagan sýni að oft séu þau ekki til frambúðar, jafnvel menntunartækifæri tilvonandi starfsmanna – allt sagt gert til góða samfélaginu og plánetunni sem sárvantar prótein. Fyrirtækin sem standa að baki fyrirhuguðum náttúruspjöllum eru auðvitað að standa í þessu brasi í þágu mannkyns, en ekki fyrir alla þá fjölmörgu milljarða sem áætlaðir eru í hagnað af uppátækinu. Erindrekar Fiskeldis Austfjarða, og þar með útsendarar norskra stórfyrirtækja, þeir Jens Garðar og Elís Hlynur, geta seint talist eiga lítilla hagsmuna að gæta, en sem starfsmenn og/eða hluthafar í fyrirtækjum tengdri starfseminni, geta þeir eflaust átt von á miklum gróða. Með þeim í för var dr. Þorleifur Eiríksson. Án þess að markmiðið sé að kasta rýrð á fræðastörf hans er mér spurn hvernig það geta talist ákjósanlegar aðstæður til öflunar á hlutlausri vísindalegri þekkingu, þegar rannsakendur fá laun sín greidd af hagsmunaaðilum? Áttum við að taka fullt mark á vísindamönnum á snærum tóbaksfyrirtækja sem héldu fram lítilli skaðsemi reykinga, þvert á aðrar rannsóknir? Náttúra á afslætti Það er erfitt fyrir lítið bæjarfélag að standa uppi í hárinu á slíkum hagsmunum, þar sem gróðavon og skammsýni ráða ríkjum, þar sem lærðir vísindamenn á vegum fyrirtækisins halda því fram að mengun og röskun á lífríki hafsins sé lítil sem engin, þvert á fjölmargar rannsóknir og sannanir um hið gagnstæða. Ef litið er út fyrir landsteinana má sjá að Argentína hefur lagt bann við sjókvíaeldi vegna þess umhverfisskaða sem af því hlýst, sem og Washington-fylki en Svíþjóð hefur gert það að hluta til og er bannið í ferli í British Columbia, Kanada. Hvers vegna vilja Norðmenn fjárfesta háum upphæðum á fjörðum austur á landi? Fengu þeir kannski náttúruna á afslætti þar? Þegar forsvarsmenn Fiskeldis Austurlands voru spurðir hvað þeir þyrftu að borga fyrir Seyðisfjörð var fátt um svör, en ljóst má telja að hefði staðsetningin verið til leigu í Noregi hefði upphæðin hlaupið á tugum milljarða íslenskra króna, eins og fram kom á fundinum. Við megum ekki sitja með hendur í skauti og horfa á söguna endurtaka sig enn einu sinni. Það er ekki bara Seyðisfjörður í húfi, heldur hagsmunir lífríkisins um allt land. Á að breyta íslenskum fjörðum í nýlendur erlendra stórfyrirtækja og stofna þannig lífríkinu í hættu fyrir peninga, þar sem íslensk náttúra gengur kaupum og sölum fyrir þá sem hafa bolmagn til að láta sig lög og reglur eða vilja fólksins engu skipta? Við eigum ekki náttúruna. Við berum ábyrgð á að ganga vel um hana fyrir komandi kynslóðir og höfum ekki rétt á að framselja hana í ánauð. Hinir villtu íslensku laxastofnar eru í mikilli hættu, en í Kanada og Noregi eru þeir komnir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, sem rekja má til laxeldis við strendur landanna. Samkvæmt lögum um skipulag hafs- og strandsvæða frá 2018 eiga firðir eins og Seyðisfjörður að undirgangast faglegt skipulagsferli og í því ferli gefst öllum hagsmunaaðilum kostur á að koma með athugasemdir sem geta þá haft áhrif á hvaða svæði munu teljast til nýtingasvæðis fyrir sjókvíaeldi. Fiskeldi Austfjarða hafði hugað að áformunum áður en lögin voru sett og löggjöfin ekki gerð afturvirk . Þess má geta að áform þeirra um fiskeldið voru allt önnur og minni árið 2016 þegar þeir fóru fyrst á stúfana. Síðan þá hafa þau breyst og eru nú öll stærri í sniðinu. Handrit þetta virðist hafa verið löngu skrifað og er nú að raungerast. Hagsmunir fjarðarins, náttúrunnar og fólksins Hvernig má vera að nýútkomið álit Skipulagsstofnunar, sem telur að vænlegasta leiðin til sátta í þessari einstöku stöðu sé að fyrirtækið lúti lögum frá 2018, hafi ekkert vægi? Ófáir tímar sérfræðinga hafa farið í vinnu við það álit og er það vægast sagt neikvætt gagnvart fyrirhuguðu fiskeldi. Aldrei áður hafa viðlíka mótmæli verið við áformum við opnu sjókvíaeldi, en þau virðast lítið hafa að segja - það var augljóst á fundinum að fyrirtækið telur sig vera komið með öll tilskilin leyfi, eins og eftirleikurinn sé aðeins formsatriði. Þannig hefur það í raun verið frá upphafi. Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna hagsmunir fjarðarins, náttúrunnar og fólksins sem þar býr eru ekki hafðir í forgrunni, framar hagsmunum fjársterkra fyrirtækja. Ósnortnir firðir eru einstök náttúruauðlind, en fyrst og fremst er hún sameiginleg auðlind okkar allra sem hér búum. Ég skora á landsmenn alla að láta sig þetta stóra hagsmunamál þjóðarinnar varða – það er ekki of seint að setja náttúruna okkar framar öðru og láta staðar numið í uppbyggingu á sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Höfundur er nýflutt í bæjarfélagið en getur ekki orða bundist vegna yfirgangs af hálfu vellauðugra fyrirtækja sem láta sig hagsmuni náttúrunnar og nærsamfélags engu varða í siðlausu kapphlaupi um peninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Skoðun: Kosningar 2022 Umhverfismál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við lygnan fjörð í djúpum dal lúrir lítill en litríkur bær austur á fjörðum. Bær þessi sker sig úr að mörgu leyti fyrir sakir fjölbreytts menningarlífs og frjósams jarðvegs til listsköpunar, sem hefur laðað að sér innlenda og erlenda ferðamenn ár hvert. Þar er að finna fyrsta lýðskóla landsins sem hefur vaxið og dafnað og átt stóran þátt í því mikla aðdráttarafli sem bærinn hefur á ungt fólk sem vill búa þar og starfa, enda er skortur á húsnæði í þessum litla bæ. Það er uppselt á Seyðisfirði. Fjörðurinn er þar að auki frábrugðinn mörgum nágrannafjörðum sínum vegna þess að í dag er sjókvíaeldi annaðhvort komið á eða í ferli í flestum þeirra. Íbúar á þessum kynngimagnaða stað eru tæplega 700 talsins, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ríflega helmingur allra bæjarbúa á kosningaaldri hefur skrifað undir skjal til að mótmæla fyrirhuguðu opnu sjókvíaeldi í firðinum þar sem þeir búa. 55% íbúa hafa skrifað undir og ættu það að vera ansi skýr skilaboð. Atriði úr Draumalandinu Í þar síðustu viku fór fram á Seyðisfirði fyrsti íbúafundur sem Fiskeldi Austfjarða efnir til um fyrirhugað sjókvíaeldi í firðinum, þrátt fyrir að undirbúningsvinnan hafi staðið í rúm sjö ár. Íbúafundurinn er því fyrsta vísbending um nokkurt samráð við íbúa, en erindrekar Fiskeldis Austfjarða halda því statt og stöðugt fram að framkvæmdin eigi að vera í sátt og samlyndi við bæjarbúa – bæjarbúa sem hafa að meirihluta hafnað sjókvíaeldinu. Ýmislegt á fundi þessum minnti óþyrmilega á atriði úr kvikmyndinni Draumalandið, byggð á samnefndri bók Andra Snæs. Þrátt fyrir kröftug mótmæli meirihluta íbúa, mættu útsendarar stóriðjunnar kokhraustir og töluðu frá upphafi fundar um fiskeldið fyrirhugaða sem klappað og klárt – að stefnt væri á að setja út kvíar haustið 2023, eins og ófengin leyfi skiptu ekki máli. Á fundinum var gulli og grænum skógum lofað og augljóst er að það er ýmislegt falt á kostnað náttúrunnar, en í skiptum fyrir góðar móttökur eru í boði styrkir til uppbyggingar á innviðum bæjarfélagsins, ný stöðugildi, þó sagan sýni að oft séu þau ekki til frambúðar, jafnvel menntunartækifæri tilvonandi starfsmanna – allt sagt gert til góða samfélaginu og plánetunni sem sárvantar prótein. Fyrirtækin sem standa að baki fyrirhuguðum náttúruspjöllum eru auðvitað að standa í þessu brasi í þágu mannkyns, en ekki fyrir alla þá fjölmörgu milljarða sem áætlaðir eru í hagnað af uppátækinu. Erindrekar Fiskeldis Austfjarða, og þar með útsendarar norskra stórfyrirtækja, þeir Jens Garðar og Elís Hlynur, geta seint talist eiga lítilla hagsmuna að gæta, en sem starfsmenn og/eða hluthafar í fyrirtækjum tengdri starfseminni, geta þeir eflaust átt von á miklum gróða. Með þeim í för var dr. Þorleifur Eiríksson. Án þess að markmiðið sé að kasta rýrð á fræðastörf hans er mér spurn hvernig það geta talist ákjósanlegar aðstæður til öflunar á hlutlausri vísindalegri þekkingu, þegar rannsakendur fá laun sín greidd af hagsmunaaðilum? Áttum við að taka fullt mark á vísindamönnum á snærum tóbaksfyrirtækja sem héldu fram lítilli skaðsemi reykinga, þvert á aðrar rannsóknir? Náttúra á afslætti Það er erfitt fyrir lítið bæjarfélag að standa uppi í hárinu á slíkum hagsmunum, þar sem gróðavon og skammsýni ráða ríkjum, þar sem lærðir vísindamenn á vegum fyrirtækisins halda því fram að mengun og röskun á lífríki hafsins sé lítil sem engin, þvert á fjölmargar rannsóknir og sannanir um hið gagnstæða. Ef litið er út fyrir landsteinana má sjá að Argentína hefur lagt bann við sjókvíaeldi vegna þess umhverfisskaða sem af því hlýst, sem og Washington-fylki en Svíþjóð hefur gert það að hluta til og er bannið í ferli í British Columbia, Kanada. Hvers vegna vilja Norðmenn fjárfesta háum upphæðum á fjörðum austur á landi? Fengu þeir kannski náttúruna á afslætti þar? Þegar forsvarsmenn Fiskeldis Austurlands voru spurðir hvað þeir þyrftu að borga fyrir Seyðisfjörð var fátt um svör, en ljóst má telja að hefði staðsetningin verið til leigu í Noregi hefði upphæðin hlaupið á tugum milljarða íslenskra króna, eins og fram kom á fundinum. Við megum ekki sitja með hendur í skauti og horfa á söguna endurtaka sig enn einu sinni. Það er ekki bara Seyðisfjörður í húfi, heldur hagsmunir lífríkisins um allt land. Á að breyta íslenskum fjörðum í nýlendur erlendra stórfyrirtækja og stofna þannig lífríkinu í hættu fyrir peninga, þar sem íslensk náttúra gengur kaupum og sölum fyrir þá sem hafa bolmagn til að láta sig lög og reglur eða vilja fólksins engu skipta? Við eigum ekki náttúruna. Við berum ábyrgð á að ganga vel um hana fyrir komandi kynslóðir og höfum ekki rétt á að framselja hana í ánauð. Hinir villtu íslensku laxastofnar eru í mikilli hættu, en í Kanada og Noregi eru þeir komnir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, sem rekja má til laxeldis við strendur landanna. Samkvæmt lögum um skipulag hafs- og strandsvæða frá 2018 eiga firðir eins og Seyðisfjörður að undirgangast faglegt skipulagsferli og í því ferli gefst öllum hagsmunaaðilum kostur á að koma með athugasemdir sem geta þá haft áhrif á hvaða svæði munu teljast til nýtingasvæðis fyrir sjókvíaeldi. Fiskeldi Austfjarða hafði hugað að áformunum áður en lögin voru sett og löggjöfin ekki gerð afturvirk . Þess má geta að áform þeirra um fiskeldið voru allt önnur og minni árið 2016 þegar þeir fóru fyrst á stúfana. Síðan þá hafa þau breyst og eru nú öll stærri í sniðinu. Handrit þetta virðist hafa verið löngu skrifað og er nú að raungerast. Hagsmunir fjarðarins, náttúrunnar og fólksins Hvernig má vera að nýútkomið álit Skipulagsstofnunar, sem telur að vænlegasta leiðin til sátta í þessari einstöku stöðu sé að fyrirtækið lúti lögum frá 2018, hafi ekkert vægi? Ófáir tímar sérfræðinga hafa farið í vinnu við það álit og er það vægast sagt neikvætt gagnvart fyrirhuguðu fiskeldi. Aldrei áður hafa viðlíka mótmæli verið við áformum við opnu sjókvíaeldi, en þau virðast lítið hafa að segja - það var augljóst á fundinum að fyrirtækið telur sig vera komið með öll tilskilin leyfi, eins og eftirleikurinn sé aðeins formsatriði. Þannig hefur það í raun verið frá upphafi. Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna hagsmunir fjarðarins, náttúrunnar og fólksins sem þar býr eru ekki hafðir í forgrunni, framar hagsmunum fjársterkra fyrirtækja. Ósnortnir firðir eru einstök náttúruauðlind, en fyrst og fremst er hún sameiginleg auðlind okkar allra sem hér búum. Ég skora á landsmenn alla að láta sig þetta stóra hagsmunamál þjóðarinnar varða – það er ekki of seint að setja náttúruna okkar framar öðru og láta staðar numið í uppbyggingu á sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Höfundur er nýflutt í bæjarfélagið en getur ekki orða bundist vegna yfirgangs af hálfu vellauðugra fyrirtækja sem láta sig hagsmuni náttúrunnar og nærsamfélags engu varða í siðlausu kapphlaupi um peninga.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun