Álag á bestu kylfingum heims í dag og sigurvegari krýndur í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2022 10:57 Indverska golfstjarnan Anirban Lahiri hefur naumt forskot á fjölda kylfinga. AP Photo/Gerald Herbert Indverjinn Anirban Lahiri fer með naumt forskot inn í lokadag The Players en til stendur að ljúka þriðja og fjórða hring mótsins í dag, áður en of dimmt verður til að spila í Flórída. Veðrið í Flórída hefur sett stórt strik í reikninginn á mótinu og reynt hefur á færustu kylfinga heims við erfiðar aðstæður. Enginn af þeim 71 kylfingi sem eftir standa náði að ljúka þriðja hring í gær og því hefst keppni að nýju klukkan 12 að íslenskum tíma, og er sýnt frá mótinu á Stöð 2 Golf. Keppni á lokahringnum á svo að hefjast klukkan 17. Lahiri er búinn með ellefu holur á þriðja hring og hefur samtals leikið á -9 höggum. Fast á hæla hans koma Bandaríkjamennirnir Tom Hoge og Harold Varner sem leikið hafa á -8 höggum og eru tveimur holum á eftir Lahiri. Staðan á mótinu Á milli 1. og 31. sætis er aðeins fimm högga munur en á meðal kylfinganna í 18.-31. sæti er Justin Thomas sem á sjö holur eftir á þriðja hring. Kólumbíumaðurinn Sebastian Munoz hafði leikið fjórtán holur á -6 höggum þegar keppni var hætt í gær, og er samtals á -7 höggum ásamt Paul Casey og Sam Burns sem eiga seinni níu holurnar eftir á þriðja hring í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 12 á Stöð 2 Golf og áætlað er að keppni á lokahringnum hefjist þar klukkan 17 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Veðrið í Flórída hefur sett stórt strik í reikninginn á mótinu og reynt hefur á færustu kylfinga heims við erfiðar aðstæður. Enginn af þeim 71 kylfingi sem eftir standa náði að ljúka þriðja hring í gær og því hefst keppni að nýju klukkan 12 að íslenskum tíma, og er sýnt frá mótinu á Stöð 2 Golf. Keppni á lokahringnum á svo að hefjast klukkan 17. Lahiri er búinn með ellefu holur á þriðja hring og hefur samtals leikið á -9 höggum. Fast á hæla hans koma Bandaríkjamennirnir Tom Hoge og Harold Varner sem leikið hafa á -8 höggum og eru tveimur holum á eftir Lahiri. Staðan á mótinu Á milli 1. og 31. sætis er aðeins fimm högga munur en á meðal kylfinganna í 18.-31. sæti er Justin Thomas sem á sjö holur eftir á þriðja hring. Kólumbíumaðurinn Sebastian Munoz hafði leikið fjórtán holur á -6 höggum þegar keppni var hætt í gær, og er samtals á -7 höggum ásamt Paul Casey og Sam Burns sem eiga seinni níu holurnar eftir á þriðja hring í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 12 á Stöð 2 Golf og áætlað er að keppni á lokahringnum hefjist þar klukkan 17 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira