Náði holu í höggi en ekki fimmu frá öllum Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2022 14:59 Viktor Hovland með teighögg á The Players. Hann er í 3. sæti heimslistans í golfi. AP/Lynne Sladky Indverjinn Anirban Lahiri er enn með eins höggs forskot fyrir lokahringinn á The Players mótinu í golfi í dag en fjórir kylfingar koma fast á hæla honum. Lahiri lauk þriðja hring í dag á -5 höggum og er efstur á samtals -9 höggum. Kólumbíumaðurinn Sebastián Munoz átti enn betri hring, lék á -7 höggum, og er samtals á -8 höggum líkt og Doug Ghim, Paul Casey og Sam Burns. Norðmaðurinn Viktor Hovland á veika von fyrir lokahringinn þrátt fyrir að hafa náð holu í höggi á 17. brautinni á þriðja hringnum fyrr í dag. Hovland fagnaði högginu að sjálfsögðu með viðstöddum en þegar kom að því að gefa Kevin Streelman fimmu tókst það ekki þar sem að Streelman ákvað að stríða þeim norska, eins og sjá má á myndskeiðinu: HOLE-IN-ONE HOVLAND Ace on the par-3 8th. pic.twitter.com/Y7bOJMyfut— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Streelman er nær toppnum en Hovland eða á -6 höggum en Hovland er á -4 höggum samtals. Báðir voru þeir samtals á pari eftir fyrri tvo hringi mótsins. Keppni á The Players, sem stundum er kallað „fimmta risamótið“, dróst yfir á fimmta keppnisdag vegna slæms veðurs framan af móti. Kylfingarnir hefja lokahringinn því núna klukkan 17 að íslenskum tíma og ættu úrslitin að ráðast í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Lahiri lauk þriðja hring í dag á -5 höggum og er efstur á samtals -9 höggum. Kólumbíumaðurinn Sebastián Munoz átti enn betri hring, lék á -7 höggum, og er samtals á -8 höggum líkt og Doug Ghim, Paul Casey og Sam Burns. Norðmaðurinn Viktor Hovland á veika von fyrir lokahringinn þrátt fyrir að hafa náð holu í höggi á 17. brautinni á þriðja hringnum fyrr í dag. Hovland fagnaði högginu að sjálfsögðu með viðstöddum en þegar kom að því að gefa Kevin Streelman fimmu tókst það ekki þar sem að Streelman ákvað að stríða þeim norska, eins og sjá má á myndskeiðinu: HOLE-IN-ONE HOVLAND Ace on the par-3 8th. pic.twitter.com/Y7bOJMyfut— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Streelman er nær toppnum en Hovland eða á -6 höggum en Hovland er á -4 höggum samtals. Báðir voru þeir samtals á pari eftir fyrri tvo hringi mótsins. Keppni á The Players, sem stundum er kallað „fimmta risamótið“, dróst yfir á fimmta keppnisdag vegna slæms veðurs framan af móti. Kylfingarnir hefja lokahringinn því núna klukkan 17 að íslenskum tíma og ættu úrslitin að ráðast í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira