Engin mál hjá lögreglu vegna grunsamlegs blás sendibíls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2022 17:17 Hinn umtalaði bíll á götum Reykjavíkur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur engin mál á borði sínu vegna karlmanns sem ekur um á bláum sendibíl í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan veit þó um hvern ræðir og segir hann einn af stórum hópi skutlara sem vaði uppi vegna ástandsins á leigubílamarkaðnum. Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum þar sem hópur fólks, að stærstum hluta konur, hefur lýst yfir áhyggjum af umræddum bíl. Lýsingarnar eru á þá leið að viðkomandi aki um miðbæinn og reyni að lokka ölvaðar stelpur upp í bílinn, helst einar á ferð. Dæmi um ummæli úr fjölmennum Facebook-hópi þar sem bíllinn er til umræðu. DV hefur fjallað um málið og rætt við nokkrar konur, enga þó undir nafni. Þar lýsa þær óþægilegum bílferðum með viðkomandi. Viðkomandi bjóði þeim fíkniefni, fari skrýtnar leiðir á áfangastað og sé heilt yfir með óþægilega nærveru. Þá fullyrðir kona nokkur á Twitter að viðkomandi hafi verið handtekinn á fimmtudaginn. Á föstudeginum hafi hann verið kominn aftur á rúntinn í miðbænum að næturlagi. Leigubílstjóri nokkur segist hafa orðið var við að lögreglan stoppi bílinn og ræði við ökumann. Eitthvað grunsamlegt sé á ferðinni. Önnur ummæli um viðkomandi. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, kannast við að viðkomandi einstaklingur hafi verið stöðvaður á dögunum. „Það er fullt af svona skutlurum núna. Eins og ástandið er á leigubílamarkaðnum. Fólk á djamminu er að bíða í einn til einn og hálfan tíma. Alls konar fuglar að skutla fólki heim úr bænum,“ segir Jóhann Karl. Lögum samkvæmt er ólöglegt að aka gegn gjaldi nema viðkomandi sé í leigubílarekstri. Slík mál fari sína leið í kerfinu en geti þó verið erfið viðfangs fyrir lögreglu. Ef bæði bílstjóri og farþegi segist vera vinir þá geti lögregla lítið gert. „Ég veit ekki hvort þessi sé að gera neitt meira. Það hefur allavega ekkert komið til okkar,“ segir Jóhann Karl. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum þar sem hópur fólks, að stærstum hluta konur, hefur lýst yfir áhyggjum af umræddum bíl. Lýsingarnar eru á þá leið að viðkomandi aki um miðbæinn og reyni að lokka ölvaðar stelpur upp í bílinn, helst einar á ferð. Dæmi um ummæli úr fjölmennum Facebook-hópi þar sem bíllinn er til umræðu. DV hefur fjallað um málið og rætt við nokkrar konur, enga þó undir nafni. Þar lýsa þær óþægilegum bílferðum með viðkomandi. Viðkomandi bjóði þeim fíkniefni, fari skrýtnar leiðir á áfangastað og sé heilt yfir með óþægilega nærveru. Þá fullyrðir kona nokkur á Twitter að viðkomandi hafi verið handtekinn á fimmtudaginn. Á föstudeginum hafi hann verið kominn aftur á rúntinn í miðbænum að næturlagi. Leigubílstjóri nokkur segist hafa orðið var við að lögreglan stoppi bílinn og ræði við ökumann. Eitthvað grunsamlegt sé á ferðinni. Önnur ummæli um viðkomandi. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, kannast við að viðkomandi einstaklingur hafi verið stöðvaður á dögunum. „Það er fullt af svona skutlurum núna. Eins og ástandið er á leigubílamarkaðnum. Fólk á djamminu er að bíða í einn til einn og hálfan tíma. Alls konar fuglar að skutla fólki heim úr bænum,“ segir Jóhann Karl. Lögum samkvæmt er ólöglegt að aka gegn gjaldi nema viðkomandi sé í leigubílarekstri. Slík mál fari sína leið í kerfinu en geti þó verið erfið viðfangs fyrir lögreglu. Ef bæði bílstjóri og farþegi segist vera vinir þá geti lögregla lítið gert. „Ég veit ekki hvort þessi sé að gera neitt meira. Það hefur allavega ekkert komið til okkar,“ segir Jóhann Karl.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira