Vill að fólk fætt 2010 og seinna fái aldrei að kaupa nikótín Árni Sæberg skrifar 15. mars 2022 22:31 Nái ráðherrann fram vilja sínum mun fólk ekki mega reykja í Danmörku þrátt fyrir háan aldur eftir nokkra áratugi. Finn Winkler/Getty Heilbrigðisráðherra Danmerkur kynnti í dag áætlun sem ætlað er að koma í veg fyrir að einstaklingar fæddir árið 2010 og seinna nái nokkurn tímann tilskildum aldri til kaupa á vörum sem innihalda nikótín. Í síðustu viku birti embætti landlæknis Danmerkur skýrslu þar sem kom fram að Danir væru langt frá því markmiði sínu um að koma í veg fyrir nikótínneyslu barna og ungmenna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, kynnti í dag heilbrigðisáætlun sem ætlað er að ná þessu markmiði. Einn liður áætlunarinnar er ansi áhugaverður en ráðherrann leggur til að nikótínkaupaaldur hækki í nítján ár árið 2028 og hækki um eitt ár á hverju ári eftir það. Það gerir það að verkum að árgangurinn fæddur 2010 mun aldrei ná tilskildum aldri til að kaupa sígarettur, munntóbak, nikótínpúða eða hvaðeina sem inniheldur nikótín. Þannig mun staðan vera sú árið 2050, til dæmis, að fertugur einstaklingur þurfi að redda sér fölsuðum skilríkjum, ætli hann að kaupa sér rettur, eða fá 41 árs gamlan vin sinn til að kaupa þær fyrir sig. Bjóði upp á skondna stöðu í framtíðinni Tillagan er ekki óumdeild og leggst danski Íhaldsflokkurinn, meðal annarra, gegn henni. „Við þurfum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að börn og ungmenni byrji að reykja. En þessi tillaga snertir einnig fullorðið fólk, vegna þess að börn fullorðnast auðvitað á einhverjum tímapunkti,“ segir Per Larsen, heilbrigðisfulltrúi Íhaldsflokksins. „Það fylgja því ýmis vandkvæði að ætla að setja bönn á fullorðið fólk. Í sumum kynslóðum snertir þetta fertugt, fimmtugt og sextugt fólk. Það yrðu skemmtilegar aðstæður eftir nokkra áratugi þar sem 65 ára gömul kona má ekki kaupa sígarettur en 66 ára gamall eiginmaður hennar má það, segir Stinus Lindgren, heilbrigðisfulltrúi Róttæka vinstriflokksins. Áfengiskaupaaldur hækki sömuleiðis Í áætlun heilbrigðisráðherrans er einnig minnst á áfengisneyslu ungs fólks í Danmörku, en danskir unglingar eru meðal þeirra unglinga sem drekka hvað mest áfengi í Evrópu. Ráðherrann vill stemma stigu við því með því að hækka áfengiskaupaaldur í átján ár, óháð styrkleika áfengra drykkja. Nú mega dönsk ungmenni kaupa áfengi frá sextán ára aldri, sé hlutfall áfengis ekki hærra en 16,5 prósent. Vilji þau stekara vín þurfa þau að hafa náð átján ára aldri. Danmörk Áfengi og tóbak Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í síðustu viku birti embætti landlæknis Danmerkur skýrslu þar sem kom fram að Danir væru langt frá því markmiði sínu um að koma í veg fyrir nikótínneyslu barna og ungmenna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, kynnti í dag heilbrigðisáætlun sem ætlað er að ná þessu markmiði. Einn liður áætlunarinnar er ansi áhugaverður en ráðherrann leggur til að nikótínkaupaaldur hækki í nítján ár árið 2028 og hækki um eitt ár á hverju ári eftir það. Það gerir það að verkum að árgangurinn fæddur 2010 mun aldrei ná tilskildum aldri til að kaupa sígarettur, munntóbak, nikótínpúða eða hvaðeina sem inniheldur nikótín. Þannig mun staðan vera sú árið 2050, til dæmis, að fertugur einstaklingur þurfi að redda sér fölsuðum skilríkjum, ætli hann að kaupa sér rettur, eða fá 41 árs gamlan vin sinn til að kaupa þær fyrir sig. Bjóði upp á skondna stöðu í framtíðinni Tillagan er ekki óumdeild og leggst danski Íhaldsflokkurinn, meðal annarra, gegn henni. „Við þurfum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að börn og ungmenni byrji að reykja. En þessi tillaga snertir einnig fullorðið fólk, vegna þess að börn fullorðnast auðvitað á einhverjum tímapunkti,“ segir Per Larsen, heilbrigðisfulltrúi Íhaldsflokksins. „Það fylgja því ýmis vandkvæði að ætla að setja bönn á fullorðið fólk. Í sumum kynslóðum snertir þetta fertugt, fimmtugt og sextugt fólk. Það yrðu skemmtilegar aðstæður eftir nokkra áratugi þar sem 65 ára gömul kona má ekki kaupa sígarettur en 66 ára gamall eiginmaður hennar má það, segir Stinus Lindgren, heilbrigðisfulltrúi Róttæka vinstriflokksins. Áfengiskaupaaldur hækki sömuleiðis Í áætlun heilbrigðisráðherrans er einnig minnst á áfengisneyslu ungs fólks í Danmörku, en danskir unglingar eru meðal þeirra unglinga sem drekka hvað mest áfengi í Evrópu. Ráðherrann vill stemma stigu við því með því að hækka áfengiskaupaaldur í átján ár, óháð styrkleika áfengra drykkja. Nú mega dönsk ungmenni kaupa áfengi frá sextán ára aldri, sé hlutfall áfengis ekki hærra en 16,5 prósent. Vilji þau stekara vín þurfa þau að hafa náð átján ára aldri.
Danmörk Áfengi og tóbak Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira