Breyting klukkunnar gæti heyrt sögunni til á næsta ári Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. mars 2022 10:50 Sumartíminn byrjaði síðastliðinn sunnudag í Bandaríkjunum en öldungadeildin vill að breytingin verði varanleg. Getty/Al Drago Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að festa sumartímann (e. daylight saving time) varanlega í sessi. Verði lagafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeild þingsins og Bandaríkjaforseta gæti breytingin tekið gildi í nóvember 2023, að því er kemur fram í frétt New York Times. Breyting klukkunnar hefur sætt nokkurri gagnrýni í gegnum tíðina í Bandaríkjunum en annan sunnudag marsmánaðar ár hvert er klukkunni flýtt um eina klukkustund og er breytingin yfir í sumartíma í gildi yfir sumarið til að morgunbirtan nýtist best. Staðartími tekur síðan aftur við fyrsta sunnudag nóvembermánaðar, þegar klukkunni er seinkað um eina klukkustund. Marco Rubio, þingmaður Repúblikana, mælti fyrir Sólskinsverndarfrumvarpinu svokallaða (e. Sunshine Protection Act) innan þingsins í gær en hann sagði meirihluta þjóðarinnar vera á móti því að færa klukkuna fram og aftur ár hvert og velti því fyrir sér hvers vegna það væri gert yfir höfuð. Enginn þingmaður mótmælti og heyrðust jafnvel fagnaðarlæti í þingsal. WATCH: Senator Rubio speaks on the Senate floor following the unanimous passage of his Sunshine Protection Act to make Daylight Saving Time permanent. #LocktheClock pic.twitter.com/q3EF9Y8Uy6— Senator Rubio Press (@SenRubioPress) March 15, 2022 Fulltrúadeild þingsins þarf nú að taka frumvarpið fyrir og hvatti öldungadeildin þau til að hafa hraðar hendur. Talsmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, vísaði til ummæla þingmanns Demókrata sem sagðist á Twitter vongóður um að hægt væri að breyta þessu „kjánalega“ kerfi sem fyrst. Samþykki fulltrúadeildin frumvarpið fer það í hendur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Áður komið til tals að breyta kerfinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða er tekin innan þingsins en breyting klukkunnar hefur verið í lýði frá árinu 1918. Ár hvert skapast umræða um málið og vilja sumir meina að breytingin hafi slæm lýðheilsuleg áhrif á ungmenni sem og aðra. Tillagan að breytingunni nú er heldur ekki óumdeild en deilt er um hvort halda eigi í sumartímann eða staðartímann. Vísindamenn hafa bent á að staðartími sé í takt við gang sólarinnar og því beri að halda í hann. Síðast var reynt að binda enda á núverandi kerfi árið 1974 en síðar sama ár var ákveðið að áfram yrði klukkunni breytt tvisvar á ári. Árið 2005 var síðan ákveðið að lengja sumartímann um nokkrar vikur. Fleiri lönd notast við sumartíma en það hefur komið til tals hér á landi að seinka klukkunni. Árið 2020 tilkynnti þáverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að klukkunni yrði ekki breytt eftir skoðun. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30 Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Breyting klukkunnar hefur sætt nokkurri gagnrýni í gegnum tíðina í Bandaríkjunum en annan sunnudag marsmánaðar ár hvert er klukkunni flýtt um eina klukkustund og er breytingin yfir í sumartíma í gildi yfir sumarið til að morgunbirtan nýtist best. Staðartími tekur síðan aftur við fyrsta sunnudag nóvembermánaðar, þegar klukkunni er seinkað um eina klukkustund. Marco Rubio, þingmaður Repúblikana, mælti fyrir Sólskinsverndarfrumvarpinu svokallaða (e. Sunshine Protection Act) innan þingsins í gær en hann sagði meirihluta þjóðarinnar vera á móti því að færa klukkuna fram og aftur ár hvert og velti því fyrir sér hvers vegna það væri gert yfir höfuð. Enginn þingmaður mótmælti og heyrðust jafnvel fagnaðarlæti í þingsal. WATCH: Senator Rubio speaks on the Senate floor following the unanimous passage of his Sunshine Protection Act to make Daylight Saving Time permanent. #LocktheClock pic.twitter.com/q3EF9Y8Uy6— Senator Rubio Press (@SenRubioPress) March 15, 2022 Fulltrúadeild þingsins þarf nú að taka frumvarpið fyrir og hvatti öldungadeildin þau til að hafa hraðar hendur. Talsmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, vísaði til ummæla þingmanns Demókrata sem sagðist á Twitter vongóður um að hægt væri að breyta þessu „kjánalega“ kerfi sem fyrst. Samþykki fulltrúadeildin frumvarpið fer það í hendur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Áður komið til tals að breyta kerfinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða er tekin innan þingsins en breyting klukkunnar hefur verið í lýði frá árinu 1918. Ár hvert skapast umræða um málið og vilja sumir meina að breytingin hafi slæm lýðheilsuleg áhrif á ungmenni sem og aðra. Tillagan að breytingunni nú er heldur ekki óumdeild en deilt er um hvort halda eigi í sumartímann eða staðartímann. Vísindamenn hafa bent á að staðartími sé í takt við gang sólarinnar og því beri að halda í hann. Síðast var reynt að binda enda á núverandi kerfi árið 1974 en síðar sama ár var ákveðið að áfram yrði klukkunni breytt tvisvar á ári. Árið 2005 var síðan ákveðið að lengja sumartímann um nokkrar vikur. Fleiri lönd notast við sumartíma en það hefur komið til tals hér á landi að seinka klukkunni. Árið 2020 tilkynnti þáverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að klukkunni yrði ekki breytt eftir skoðun.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30 Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30
Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24