Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Nú þegar þrjár vikur eru liðnar frá innrás Rússa í Úkraínu hefur mannfallið, eyðileggingin og hryllingurinn hvergi verið meiri en í hafnarborginni Mariupol. Þar hafa rúmlega fjögur hundruð þúsund manns verið innikróaðir nánast frá upphafi stríðsins, sætt stöðugum loftárásum og nú vofir hungurvofan yfir íbúunum.

Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum og ræðum við Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, um gang friðarviðræðna.

Við heyrum einnig í forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem segir álagið vegna faraldursins gríðarlegt nú þegar tugþúsundir Íslendinga hafa greinst með veiruna á síðustu vikum. Margir séu nokkuð veikir og sér í lagi ung börn sem ekki eru bólusett vegna aldurs.

Þá verðum við í beinni útsendingu með veðurfræðingi sem ætlar að fara yfir miður skemmtilega spá fram undan, kíkjum í gamla kvennaklefa Sundhallarinnar sem hefur verið gerður upp og heyrum í börnum sem sækja vinsæl undirbúningsnámskeið fyrir barnakór Selfosskirkju.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×