Erlent

Rússar sprengdu leik­hús í Maríu­pól sem notað var sem neyðar­skýli

Smári Jökull Jónsson skrifar
Eyðileggingin í Maríupól er gríðarleg.
Eyðileggingin í Maríupól er gríðarleg. Vísir/AP

Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið.

Talið er að á bilinu 1000-1200 manns hafi verið í leikhúsinu þegar sprengjan féll en engar fregnir hafa borist af mannfalli. Talið er ólíklegt að um slys hafi verið að ræða en íbúar borgarinnar hafa leitað skjóls í leikhúsinu eftir að hafa flúið heimili sín.

Hersveitir Rússa hafa setið um Maríupól í um tvær vikur og hafa gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á borgina. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir hafa varað við gífurlega slæmu ástandi í borginni og eru hundruð og jafnvel þúsundir almennra borgara sagðir hafa dáið.

Í Vaktinni hér á Vísi er hægt að fylgjast með nýjustu fréttum frá Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×