Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2022 06:31 Úkraínskur hermaður fylgist grannt með. AP/Rodrigo Abd Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. Viðræður milli Úkraínu og Rússlands halda áfram í dag. Fulltrúar beggja ríkja hafa gefið vonir um að samkomulag geti verið í sjónmáli en Vladimir Pútín Rússlandsforseti var hins vegar enn harðorður í gær og ítrekaði nauðsyn þess að „af-nasistavæða“ Úkraínu. Rússar urðu einnig æfir í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Pútín „stríðsglæpamann“ og sögðu ummælin óásættanleg og ófyrirgefanleg. Stríðsrekstur Rússa gengur hins vegar ekki jafn vel og þeir höfðu vonað og nú segja Bandaríkjamenn meira en 7 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum í Úkraínu. Úkraínumenn segja fjöldann tvöfalt meiri. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði Rússland „hryðjuverkaríki“ í daglegu ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Kallaði hann eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum, þar sem ljóst væri að þeir gætu enn fjármagnað „stríðsmaskínu“ sína. Selenskí fordæmdi umsátur Rússa um Maríupól og bar það saman við umsátrið um Leníngrad í seinni heimstyrjöldinni. Þá vísaði hann til árása innrásarhersins á leikhús borgarinnar, þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Hann biðlaði einnig aftur til rússneskra hermanna sem Rússar hefðu „kastað á bál þessa stríðs“ um að leggja niður vopna og eygja þannig von á því að lifa. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Viðræður milli Úkraínu og Rússlands halda áfram í dag. Fulltrúar beggja ríkja hafa gefið vonir um að samkomulag geti verið í sjónmáli en Vladimir Pútín Rússlandsforseti var hins vegar enn harðorður í gær og ítrekaði nauðsyn þess að „af-nasistavæða“ Úkraínu. Rússar urðu einnig æfir í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Pútín „stríðsglæpamann“ og sögðu ummælin óásættanleg og ófyrirgefanleg. Stríðsrekstur Rússa gengur hins vegar ekki jafn vel og þeir höfðu vonað og nú segja Bandaríkjamenn meira en 7 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum í Úkraínu. Úkraínumenn segja fjöldann tvöfalt meiri. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði Rússland „hryðjuverkaríki“ í daglegu ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Kallaði hann eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum, þar sem ljóst væri að þeir gætu enn fjármagnað „stríðsmaskínu“ sína. Selenskí fordæmdi umsátur Rússa um Maríupól og bar það saman við umsátrið um Leníngrad í seinni heimstyrjöldinni. Þá vísaði hann til árása innrásarhersins á leikhús borgarinnar, þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Hann biðlaði einnig aftur til rússneskra hermanna sem Rússar hefðu „kastað á bál þessa stríðs“ um að leggja niður vopna og eygja þannig von á því að lifa.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira