Greint var frá því í gær að tekjur Play hafi numið 16,4 milljónum Bandaríkjadala á árinu 2021 en tap ársins numið 22,5 milljónum dala, eða um 2,9 milljörðum íslenskra króna.
Tekjur voru lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 en kostnaður var samkvæmt áætlunum. Félagið gerir ráð fyrir rekstrarhagnaði á síðari hluta ársins 2022 eftir að tengiflugsleiðarkerfið var tekið í gagnið.
Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Play segi bókunarstöðuna hafa verið sterka að undanförnu og mikil uppsöfnuð eftirspurn hafi losnað úr læðingi við afnám sóttvarnatakmarkana víða um heim. Félagið ætli sér að auka starfsemi sína í yfirveguðum skrefum á næstu vikum og telji sig vera að auka framboð sitt á hárréttum tíma eftir að hafa farið sér hægt frá upphafi starfsemi sinnar.
Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.