Viðskipti innlent

Árni Alvar til starfa hjá Ís­lands­stofu

Atli Ísleifsson skrifar
Árni Alvar Arason.
Árni Alvar Arason. Íslandsstofa

Árni Alvar Arason hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður fyrir svið útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu.

Í tilkynningu frá Íslandsstofu segir að Árni muni leiða störf sviðsins og stýra uppbyggingu útflutningsþjónustu fyrir íslensk fyrirtæki.

„Árni býr yfir mikilli þekkingu á íslenskum útflutningi og hefur umtalsverða reynslu af því að koma vörum íslenskra framleiðanda á markaði í Evrópu, Asíu og Norður Ameríku. Hann hefur yfir 20 ára reynslu sem framkvæmdastjóri hjá Össuri hf sem er eitt öflugasta útflutningsfyrirtæki landsins. Hann var meðal annars fjármálastjóri félagsins og framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála og viðskiptaþróunar. Þá leiddi hann sókn fyrirtækisins á erlenda markað og var ábyrgur fyrir því að byggja upp markaði í Evrópu, Asíu og Eyjaálfu þar sem Össur hefur nú náð sterkri stöðu. Hann var framkvæmdastjóri Össurar í Asíu á árunum 2006-2018.

Frá árinu 2019 hefur hann starfað í Þýskalandi sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi, meðal annars fyrir íslensk fyrirtæki í uppbyggingarfasa.

Árni er með meistaragráðu í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Trier í Þýskalandi og er með Post graduate diploma í rafrænni stjórnun frá Hyper Island Institute í Singapore,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×