„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. mars 2022 06:57 Heiðar Örn Sigfinnsson var nýlega ráðinn fréttastjóri RÚV en hann hefur starfað á RÚV frá árinu 2005. Heiðar viðurkennir að spennan sem fréttamenn upplifa í starfi getur fyrir marga orðið eins og fíkn og gert það að verkum að fólki finnst erfitt að hætta að starfa fyrir fjölmiðla. Hann sér þó ekki fyrir sér að vera fréttastjóri út starfsævina sína en segist enn eiga margt ógert enn og er mjög spenntur fyrir nýju hlutverki. Vísir/Vilhelm „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. „Eins og til dæmis þegar eitthvað stórt gerist. Sem getur verið eldgos, jarðskjálfti jafnvel stríð. Þá mæta allir hingað, hvenær sem er sólarhrings. Aukaútsendingar eru skipulagðar og hlutirnir gerast hratt. Á þessum stundum flæðir adrenalínið hvað mest en það er einmitt á þessum stundum sem allir vilja vera með og leggja hönd á plóg.“ Í nóvember síðastliðnum tilkynnti Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, að hún hefði sagt starfi sínu lausu. Um miðjan febrúar 2022 var síðan tilkynnt að Heiðar Örn Sigurfinnsson hefði verið ráðinn sem fréttastjóri, en Heiðar hefur starfað á fréttastofunni frá árinu 2005. Við þekkjum hann öll af skjánum. Prúðbúinn, rólegur í fasi og vel að máli farinn. En hvað vitum við meira um manninn og hvers vegna ákvað hann að sækja um þetta starf? Lítill bókaormur í Garðabæ Heiðar er fæddur 12. júní árið 1978. Ræturnar liggja norður, nánar til tekið í Skagafjörðinn. Þar býr amma hans enn, nú 95 ára. „Tengdafjölskyldan mín býr á Akureyri og ég reyni að heimsækja ömmu á ferðum okkar þangað,“ segir Heiðar, en sjálfur flutti hann með fjölskyldu sinni frá Sauðárkróki og í Garðabæ þegar hann var sex ára. „Það var húsnæðisskortur þá eins og nú er og því tilviljun sem réði því að við enduðum í Garðabæ því þar fengu mamma og pabbi leiguíbúð í kjallara á Arnarnesi. Sumir af mínum bestu vinum í dag eru strákar sem ég kynntist í fyrsta bekk í Garðabæ.“ Heiðar segir æskuna í Garðabæ hafa verið góða. Stundum verið að spila fótbolta en oftar verið að stelast niður í fjöru. „Ég æfði reyndar aldrei neina sérstaka íþrótt,“ segir Heiðar en bætir brosandi við: „Ég var eiginlega frekar svona bókaormur.“ Heiðar kláraði stúdentinn í Verzlunarskóla Íslands. Hann segir valið á skólanum fyrst og fremst skýrast af því að þangað var hann elta vini sína. Það var ekki bara álag á íslenska fjölmiðla árið 2010 þegar Eyjafjallagosið hófst því þá rataði Ísland svo sannarlega í heimsfréttirnar og vel það. Heiðar segir vinnudaginn oft geta verið langan enda aldrei hægt að spá fyrir það hvað gerist eða hvenær. Heiðar viðurkennir að til þess að taka sér fyrir alvöru frí frá vinnu, eru ferðir erlendis bestar og það þá helst ef hann er ekki með síma á sér.Getty Images/Signý Ásta Guðmundsdóttir Útlandaþráin sterk Með skóla starfaði Heiðar í þessum dæmigerðu störfum sem ungt fólk í námi sinnir oft á sumrin og í fríum. Til dæmis starfaði hann í byggingavinnu og síðar í verslun sem seldi tjöld og útilegubúnað. Þegar Heiðar var í Versló kviknaði áhuginn á útlöndum fyrir alvöru. „Mig langaði alltaf mikið til útlanda og þegar að ég var í Versló fór ég eitt ár sem skiptinemi til Austurríkis. Ég myndi segja að útlandabakterían hafi kviknað þá og áhuginn á að ferðast og kynnast nýrri menningu. Þegar að ég var í háskólanáminu síðar, fór ég líka eina önn í skiptinám til Helsinki.“ Eftir stúdentinn byrjaði Heiðar í lögfræði í Háskóla Íslands. En fann sig ekki í því námi. „Ég féll reyndar og hefði þurft að taka stóra prófið aftur. Og man að ég velti því mikið fyrir mér hvað ég ætti að gera. En á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að lögfræðin væri hreinlega ekki það sem mig langaði til að gera,“ segir Heiðar. Heiðar lauk síðar stjórnmálafræðinni í Háskóla Íslands en fór til Bretlands í nám eftir það og lauk þar prófi í alþjóðasamskiptum frá University of Nottingham í Bretlandi. Það var árið 2004. Eiginkona Heiðars er Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, mannauðstjóri Hrafnistuheimilanna. Heiðar segir Bretland hafa orðið fyrir valinu vegna þess að Heiðar og Jakobína voru þá þegar tekin saman og völdu námið erlendis svolítið út frá stað þar sem þau gætu bæði haldið áfram í námi. Enn í dag hefur Heiðar mikinn áhuga á að ferðast og sækja önnur lönd heim. Reyndar segir konan mín að það séu einu fríin þar sem ég er fyrir alvöru í fríi. Það þurfi hreinlega að fara með mig til útlanda og taka af mér símann svo ég fari í frí,“ segir Heiðar og hlær. En sem dæmi um ævintýralega ferð sem fjölskyldan hefur farið í má nefna sex vikna ferð sem Heiðar og Jakobína fóru í með börnin til Asíu árið 2019. „Við stoppuðum í Singapore, fórum þaðan til Borneo í Malasíu og sigldum inn í frumskóginn þar sem við skoðuðum dýralífið. Heimsóttum furstadæmið Brunei og vorum svo í nokkrar vikur á Balí. Komum svo við í Qatar á leiðinni heim. Létum börnin læra á hverjum degi og nutum þess að vera saman. Þetta var æðislegt.“ Heiðar viðurkennir að heima fyrir mætti hann vera duglegri en segir honum þó treyst fyrir þvottinum! Heiðar viðurkennir að hann er pabbinn sem er að banna krökkunum sínum að vera svona mikið í símanum en er síðan sjálfur alltaf límdur við hann. Að vinna enn betur að jafnvægi vinnu og einkalífs með fréttafólkinu á RÚV er eitt af þeim verkefnum sem Heiðari finnst mikilvægt að ná árangri í sem fréttastjóri. Stundum sé álagið svo mikið á fréttamönnum að þeir þurfa aðstoð til að lenda ekki á slæmum stað.Vísir/Vilhelm Allt í uppnámi á fréttastofunni Þegar Heiðar og Jakobína komu heim frá Bretlandi tók við atvinnuleit. „Ég sendi ferilskránna mína hingað og þangað en það leið dágóður tími þar til ég fékk vinnu. Það var starf hjá Baldri Þórhallssyni prófessor sem var að vinna að rannsóknum og ég fór að starfa við þær hjá honum.“ Í mars árið 2005 fékk Heiðar óvænt símtal. „Þá hringdu þeir í mig frá RÚV, sögðust muna eftir ferilskránni minni og buðu mér sumarafleysingarstarf.“ Ráðningin tafðist þó. Því um svipað leyti fór allt í uppnám á fréttastofu RÚV. Það var í kjölfar þess að Markús Antonsson, þáverandi útvarpsstjóri, réði Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra fréttastofunnar sem Félag fréttamanna á RÚV mótmælti harðlega og sagði ráðninguna ekki standast skoðun; Fimm aðrir og hæfari umsækjendur hefðu verið sniðgengnir. Fréttastjóramálið 2005 var um tíma mikið hitamál í fjölmiðlum. Þar sem allt var dregið fram. Til dæmis ungur aldur Auðuns eða pólitískar tengingar. Í frétt Vísis frá þessum tíma segir meðal annars: Hvað það varðar að Auðun Georg er sagður Framsóknarmaður þá hafi helst verið sagt því til stuðnings að afi hans væri Hannes Jónsson fyrrverandi sendiherra og blaðafulltrúi ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar um það leyti sem Auðun hefði fæðst. Þá þyki það tortryggilegt að hann umgangist Steingrím J. Ólafsson, fyrrverandi fréttamann á Stöð 2, sem er í dag upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Í fréttinni segir einnig að útvarpsstjóri hafi rökstutt ráðningu ungs manns í fréttastjórastarfið með því að benda á aðra unga forstjóra. Til dæmis Ragnhildi Geirsdóttur sem þetta ár var ráðin forstjóri Flugleiða og Bjarni Ármanns sem þá var bankastjóri Glitnis, sem síðar varð Íslandsbanki. Loks náðust sættir. Auðunn Georg vék en Óðinn Jónsson var skipaður fréttastjóri. Í kjölfarið hringdi Óðinn í Heiðar og gekk frá ráðningunni. „Ég var því fyrsti fréttamaðurinn sem Óðinn réði sem fréttastjóri,“ segir Heiðar. Heiðar var þingfréttaritari RÚV þegar bankahrunið og búsáhaldabyltingin var, sem þýddi að hann var meira og minna inni í þinghúsi þegar mótmælin voru fyrir utan. Heiðar segir að aldrei muni hann gleyma þessum tíma né þessu andrúmslofti sem þá ríkti. Bankahrunið sé án efa erfiðasta tímabilið á hans sautján ára ferli sem fréttamaður en ekki er laust við að sumt í fréttastarfi þess tíma minni einna helst á kafla í spennusögu þar sem jafnvel var setið fyrir utan stofnanir þar sem fréttamennirnir vöktu heilu næturnar.Getty Images/Haraldur Jónasson Bankahrunið mjög erfitt Heiðar segir starfsþróunina hjá RÚV hafa verið nokkuð hefðbundna. Þar sem eitt leiddi af öðru, fólk hætti eða fór í frí og hann á endanum orðinn fastráðinn. Tímabilið 2007 til 2009 var Heiðar þingfréttaritari. „Þetta þýddi að ég var alla daga niður á Alþingi og því meira með fólkinu þar en kollegum mínum hér.“ Á þessum tíma segir Heiðar að nokkrir aðrir fjölmiðlar hafi líka verið með þingfréttamenn á staðnum. Ólíkt því sem nú er, þegar því starfi gegnir aðeins fréttamaður frá RÚV. En bíðum nú aðeins við…. Að vera staddur á þingi alla daga tímabilið 2007 til 2009 þýðir bara eitt: Bankahrun og búsáhaldabylting. Já, ég var staddur inni í þinghúsinu þegar búsáhaldabyltingin var og fólk stóð fyrir utan að mótmæla. Þetta var ótrúlega sögulegur tími og mjög átakanlegur. Að upplifa andrúmsloftið sem þarna var er ekki eitthvað sem maður mun nokkurn tíma gleyma um ævina.“ Talið berst betur að bankahruninu og því tímabili sem í kjölfarið fylgdi. Heiðar viðurkennir að þegar hann lítur til baka yfir þau 17 ár sem hann hefur starfað á fréttastofunni, stendur bankahrunið upp sem erfiðasti tíminn. Þetta var rosalega erfitt. Að færa þjóðinni fréttir um að bankarnir væru að hrynja og farnir á hausinn. Enginn vissi hvað myndi gerast og allir voru hræddir. Líka við fréttamennirnir því auðvitað erum við líka bara fólk. Að sitja og reyna að vera rólegur og flytja þjóðinni þau tíðindi sem þarna voru tók hreinlega á.“ Heiðar segir bankahrunið og tímabilið sem fylgdi á eftir hafa reynst mörgum fréttamönnum erfitt því þetta var tími þar sem enginn vissi hvað myndi gerast. „Enginn vissi hvað myndi gerast og allir voru hræddir. Líka við fréttamennirnir því auðvitað erum við líka bara fólk,“ segir Heiðar. Þúsundir misstu heimilin sín í kjölfar bankahrunsins.Getty Images/Haraldur Jónasson Heiðar segir reyndar sumt broslegt í minningunni og nefnir þar eina sögu sérstaklega. Þannig var að á þessum tíma var Jakobína eiginkonan hans mannauðsstjóri FME. „Ég var í þinginu þegar Alþingi samþykkti neyðarlögin seint um kvöld og fékk pata af því að FME tæki yfir stjórn Landsbankans um nóttina. Þá fór ég og sótti bíl sem fréttastofan átti og lagði fyrir utan FME og beið þar alla nóttina eftir að eitthvað gerðist, fylgdist með hverjir komu og fóru og sagði svo fréttir af því um morguninn. Ég hélt auðvitað að konan mín væri heima sofandi en hún var hins vegar á fullu í vinnunni hjá FME,“ segir Heiðar og bætir við: Jakobína sagði mér seinna að þessa nótt var starfsfólk varað við fréttamanni sem sæti fyrir utan húsið. Það mætti alls ekki tala við hann. Hún vissi auðvitað ekki að þetta væri ég. Svo hittumst við bara heima klukkan 9 um morguninn, bæði að koma úr vinnunni óafvitandi af hinu.“ Milliríkjadeilur vegna innistæðureikninga Landsbankans í Hollandi og Bretlandi, Icesave, leiddu til þess að Íslendingar kusu tvisvar um hvort Íslendingar ættu að greiða fyrir Icesave. Fyrri þjóðaratkvæðagreiðslan var árið 2010 en sú síðari árið 2011. Í báðum tilvikum synjaði meirihluti þjóðarinnar og endaði málið hjá EFTA dómstólnum. Heiðar var staddur í Lúxemborg þegar EFTA dómstóllinn sýknaði Ísland og til að tryggja að RÚV yrði fyrst með fréttirnar, átti hann að senda SMS til fréttastofunnar: A, B eða C og láta þannig vita hvaða frétt ætti að fara í loftið. Annar eftirminnilegur tími var árið 2013 þegar Icesave málið náði hámæli. Heiðar var þá staddur fyrir hönd RÚV í Lúxemborg en þann 28.janúar birti RÚV langþráða frétt þar sem sagði: „EFTA dómstóllinn hafnaði öllum kröfum ESA í Icesave málinu en dómur var kveðinn upp í Lúxemborg klukkan hálf ellefu. Ísland vann því Icesave-málið fyrir EFTA dómstólnum.“ Fyrir þá sem ekki upplifðu Icesave eins og þeir eldri snerist Icesave deilan um innlánsreikninga á netinu sem Landsbanki Íslands hafði boðið upp á í Bretlandi og í Hollandi. Þegar bankarnir hrundu urðu reikningarnir óaðgengilegir sem þýddi að um 350 þúsund erlendir viðskiptavinir töpuðu peningunum sínum, að undanskilinni þeirri upphæð sem þeirra eigin stjórnvöld reiddu fram og greiddu sem innlánstryggingu. Í kjölfarið þróaðist milliríkjadeila á milli Íslands annars vegar og Bretlands og Hollands hins vegar. Og ekkert síður var deilt um málið hér heima, því tvisvar gekk þjóðin til kosninga um endurgreiðslusamning við Breta og Hollendinga og felldi þá báða. Fór sem fór að ekkert annað dugði til en að málið færi fyrir dómstól EFTA. Þar sem Ísland var loks sýknað af öllum liðum málsins í janúar 2013. Muna margir þann tíma þegar Íslendingar upplifðu að vera ekki vinsælir víða í útlöndum. En það var ekki allt því þótt ekki sé svo langt liðið, rifjar Heiðar líka upp hvernig tæknin var ekki orðin jafn þróuð og nú. Þurftu þá fjölmiðlar að grípa til ýmissa ráða. Til að reyna að tryggja að við yrðum fyrst með fréttina var búið að skrifa þrjár útgáfur af fréttinni eftir því hver niðurstaðan yrði. Ég var svo í dómssal og sendi sms með bókstafnum A, B eða C á fréttastofuna og þau birtu þá viðkomandi frétt. Bloomberg var líka með blaðamann á staðnum en sá blaðamaður byrjaði á að birta ranga frétt sem svo var leiðrétt. Í millitíðinni svitnuðu félagar mínir á fréttastofunni því þau vissu ekki hvor fréttin var röng!“ Fyrsta aðkoma Heiðars að blaðamennsku var í grunnskóla og síðar í Versló þar sem hann tók þátt í skólablöðunum. Afi Heiðars var líka landskunnur blaðamaður og í dag eru þeir þrír bræðrasynirnir í blaðamennskunni og það í þremur löndum! Heiðar var fyrst ráðinn til RÚV sem sumarafleysingarmaður vorið 2005. Sú ráðning tafðist þó vegna uppnáms á fréttastofunni sem varð að miklu hitamáli á sínum tíma. Óðinn Jónsson var síðan ráðinn sem fréttastjóri RÚV og var Heiðar fyrsti starfsmaðurinn sem hann réði.Vísir/Vilhelm Afi var blaðamaður En hvers vegna að starfa við fréttir? Hvers vegna ekki að fara í pólitík eða eitthvað annað? „Afi var reyndar blaðamaður. Ég gæti trúað að mögulega hafi ég fengið áhuga á þessu starfi vegna þess að ég þekkti blaðamannastarfið aðeins í gegnum hann.“ Afi Heiðars var Sigurjón Valdimarsson blaðamaður en hann starfaði við blaðamennsku frá árinu 1980 og allt þar til hann lést í október árið 2016. Sigurjón var meðal annars ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings og ritstjóri Brimfaxa, Félags landssambands smábátaeigenda. Sigurjón var líka einn af stofnendum hestamannablaðsins Eiðfaxa og fyrsti ritstjóri þess tímarits. Í skóla hafði Heiðar líka komið aðeins að blaðamennsku því hann var frekar virkur í ýmsu félagsstarfi, þar á meðal að taka þátt í skólablöðum. Reyndar má nefna að fleiri í fjölskyldu Heiðar starfa við blaða- og fréttamennsku. Til dæmis er föðurbróðir Heiðars fréttatökumaður í Svíþjóð, sonur hans blaðamaður í Svíþjóð og annar sonarsonur afa Heiðars er blaðamaður í Finnlandi. „Við erum því þrír bræðrasynir í blaðamennsku í þremur löndum.“ En þar sem Heiðar er lærður stjórnmálafræðingur, starfaði sem þingfréttaritari 2007-2009 og sem kosningaritstjóri fréttastofu í sex ár, er ekki úr vegi að spyrja: Hefur þig einhvern tíma langað í stjórnmálin sjálfur? „Nei.“ Svarið er stutt og skorinort og ekkert hik sem liggur í því. En eins og í öllu máli Heiðars er hann varfærin í tali og hugsaði sig því aðeins um, áður en hann svaraði. Að verða fréttastjóri Heiðar hefur sinnt ýmsum verkefnum á fréttastofunni. Þau sem hér hafa áður verið nefnd en einnig að vera vakstjóri á fréttastofunni og síðar varafréttastjóri í tíð Rakelar. Heiðar segir vaktstjórastarfið snúast um að halda utan um og skipuleggja allar fréttir sem eru þann daginn sem þú ert á vakt. Sjá til þess að allt skili sér örugglega í fréttir. Að vera varafréttastjóri færir þig hins vegar nær rekstri fréttastofunnar. Þar komi inn öðruvísi verkefni. Allt frá því að vera stefnumótun yfir í einstaka hagræðingarverkefni, áætlanagerð, mönnun og fleira. Hvað varð til þess að þú varðst varafréttastjóri? „Árið 2016 var ég farin að kíkja aðeins í kringum mig og velta fyrir mér að hætta. Rakel vissi af því og þegar að Sigríður Hagalín vildi hætta sem annar af tveimur varafréttastjórum, talaði Rakel við mig,“ segir Heiðar. En vissir þú af því fyrirfram síðastliðið haust að Rakel ætlaði að hætta? „Já.“ Varstu strax ákveðin í að sækja þá um fréttastjórastarfið? „Nei.“ Hvers vegna ekki? Kannski vegna þess að ég þekki starfið. Ég vissi fyrirfram að þetta er 24/7 starf og mikið álagsstarf. Þannig að ég hugsaði þetta vel og vandlega og var alls ekkert 100% viss strax. Niðurstaðan mín var þó sú að mér fyndist tækifærin í starfinu það spennandi að ég gæti ekki setið hjá,“ svarar Heiðar. Rauð viðvörun Nokkur óþreyja ríkti eftir að Rakel tilkynnti um fyrirhuguð starfslok og ekki laust við að útvarpsstjóri RÚV, Stefán Eiríksson, þyrfti að svara fjölmiðlum nokkrum sinnum hvers vegna ekki væri búið að auglýsa starfið. Það var síðan auglýst í janúar og í febrúar birtist nafnalisti umsækjenda í fjölmiðlum. Þeir sem sóttu um starfið auk Heiðars voru: Valgeir Örn Ragnarsson, fréttamaður, Þór Jónsson, sviðsstjóri og Þórir Guðmundsson, fv. ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Varstu strax vongóður um að fá starfið? „Nei ekkert sérstaklega því þegar að ég sá nöfnin á listanum sá ég að þarna voru mjög öflugir umsækjendur. Reyndar svo miklir fagmenn að mér fannst sjálfur að þeir kæmu allir til greina.“ Hagvangur sá um ráðninguna og kom loks að því að Heiðar var kallaður í viðtal. Hann viðurkennir að það hafi verið nokkuð sérstök upplifun. Varstu stressaður? „Já,“ svarar Heiðar íbygginn og bætir við: „Ég verð bara að viðurkenna það að ég var svolítið stressaður.“ Í atvinnuviðtölunum hitti hann fyrir Sverri Briem, ráðningafulltrúa Hagvangs, Stefán Eiríksson útvarpsstjóra og Hildi Sigurðardóttur mannauðstjóra RÚV. „Þetta var auðvitað svolítið skrýtið enda þekkti ég bæði Stefán og Hildi en var samt í formlegu viðtali. Ég fór í tvö viðtöl og við þurftum líka að leysa verkefni en sem betur fer tók þetta skamman tíma en það var einmitt það sem ég óttaðist mest,“ segir Heiðar og skýrir út að fyrra viðtalið hafi verið á þriðjudegi, það síðara á föstudegi en tilkynningin um ráðninguna á miðvikudeginum á eftir. Eiginkona Heiðars er sjálf þrautreynd mannaráðningum því um árabil var hún sviðstjóri ráðninga hjá Capacent en nú mannauðstjóri Hrafnistuheimila. Það er því ekki laust við að spyrja Heiðar, hvort eiginkonan hafi gefið honum einhver góð ráð fyrir viðtölin. Svona einhver leynitrix úr bókinni? „Jú, jú,“ segir Heiðar og hlær. Það var reyndar þannig að við ætluðum að taka okkur tíma á sunnudagseftirmiðdegi. Hún að leiðbeina mér og ég að undirbúa mig. En þá brestur á rauð veðurviðvörun og áður en ég vissi af var ég komin á veðurvakt að kalla út og skipuleggja mönnun og fólksflutninga fyrir vaktina og fréttir vegna óveðursins. Þannig fór nú þessi eftirmiðdagur.“ Eiginkona Heiðars heitir Jakobína Hólmfríður Árnadóttir og hún hefur starfað við mannaráðningar og mannauðsmál um árabil. Þegar Heiðar sótti um sem fréttastjóri RÚV ákváðu þau hjónin að taka frá eitt sunnudagssíðdegi þar sem eiginkonan myndi leiðbeina Heiðari fyrir möguleg atvinnuviðtöl og Heiðar undirbúa sig. Fór ekki betur en það að enn ein rauða viðvörunin var gefin út þennan dag og því fór síðdegið hjá Heiðari í að skipuleggja veðurvakt á fréttastofunni. Pabbinn sem er alltaf í símanum En lífið er ekki bara vinna. Enda segist Heiðar sjálfur leggja mikla áherslu á að reyna að finna betur þennan gullna meðalveg einkalífs og vinnu. „Við höfum síðustu misseri verið að bæta vinnumhverfið hér á fréttastofunni heilmikið og reyna að gera það fjölskylduvænna. Til dæmis með því að stytta vaktir og reyna að tryggja að stundum geti fjölskyldufólk hætt að vinna klukkan fjögur eða sex, en ekki alltaf klukkan átta þegar kvöldfréttirnar eru búnar,“ segir Heiðar. „En betur má ef duga skal því fréttastarfinu fylgir mikið álag og stundum þarf fréttafólk hreinlega aðstoð við að vinna sig út úr álaginu til þess að lenda ekki á slæmum stað. Við höfum stóraukið við þá aðstoð miðað við það sem áður var. Þegar ég var að byrja voru svona hlutir til dæmis ekki einu sinni ræddir,“ segir Heiðar. Hann segir vinnustaðagreiningar gott verkfæri að styðjast við. Þær sýni þó alltaf að of mikið álag er á fréttastarfinu og það sé því eitt af verkefnunum hans í nýju starfi, að reyna að finna enn frekari leiðir til að draga úr því. Heiðar og Jakobína keyptu sína fyrstu íbúð í vesturbænum. Það var árið 2004. Þau eignuðust son árið 2009 og dóttur árið 2012. Skömmu síðar fluttu þau í Garðabæinn þar sem þau búa. „Við vorum í blokkaríbúð í Vesturbænum og fjölskyldan að stækka. Íbúðarverðið þar var þó ekki að henta nógu vel þannig að við keyptum í Garðabænum og sáum líka þann kostinn við það að vera þá nær foreldrum mínum og þar af leiðandi nær því baklandi sem við höfum þar.“ En hvernig ætli Heiðar standi sig þá heima fyrir? Hvað myndu börnin hans til dæmis segja ef þau yrðu spurð hvernig pabbi þeirra væri? Nú hlær Heiðar og ekki er laust við að smá roði færist í kinnar. Ætli þau myndu ekki segja að ég sé pabbinn sem er alltaf að banna þeim eða að reyna að takmarka skjátímann þeirra, en er síðan sjálfur alltaf í símanum!“ Þá segist Heiðar verða að viðurkenna að það sem snýr að heimili, börnum og stórfjölskyldunni hvíli meira á herðum Jakobínu en hans. „Ég get víst ekki logið öðru,“ segir Heiðar og kímir. Heiðar viðurkennir líka að starfinu fylgi að vera alltaf að fylgjast með fréttum og umræðu. Fyrir vikið viðurkennir hann að hann hitti vini sína sjaldnar en hann myndi vilja og er kannski ekki eins duglegur heima fyrir og hann helst ætti að vera. „En ég er reyndar fínn í þvottinum.“ Bæði að setja í þvottavél og brjóta saman þvott? „Já, já. Það má alveg segja að þvottaherbergið sé mitt svæði á heimilinu. Mér er treyst fyrir því!“ Heiðar segir að fólk muni sjá breytingar fljótlega á RÚV. Bæði sé RÚV á mikilli stafrænni vegferð en eins er fréttastofan að búa sig undir að fara í gegnum kynslóðaskipti því nú fer að líða að því að reyndir menn eins og Bogi Ágústsson og Broddi Broddason fara að setjast í helgan stein. Þetta segir Heiðar vera mikla áskorun. Fréttastofan þurfi að bæta upp þekkingu og öðlast nýja, án þess þó að draga úr gæðum eða trausti. Vísir/Vilhelm Fólk mun sjá breytingar á RÚV Heiðar viðurkennir að sem nýráðinn fréttastjóri fylgi vinnudögunum extra skammtur af adrenalíni alla daga. Hugmyndirnar eru margar, markmiðin fjölbreytt og mörg verkefni í gangi nú þegar. Við erum til dæmis í miðjum kynslóðaskiptum. Því nú líður að því að verðmætir reynsluboltar eins og Bogi Ágústsson og Broddi Broddason fari að setjast í helgan stein. Stóra verkefnið er þá hvernig ætlum við að fara í gegnum þetta tímabil, byggja upp reynslu og bæta upp þá þekkingu sem við erum að missa en samt að viðhalda gæðum,“ segir Heiðar og er greinilega nokkuð mikið niður fyrir. „Varðandi annað kynslóðartengt erum við líka á sama stað og aðrir fjölmiðlar, sem allir eru að keppast við að yngja upp áhorfendur, hlustendur og lesendur. Þetta er áskorun sem ég tel alla fjölmiðla standa frammi fyrir núna.“ Þá segir Heiðar RÚV á mikilli stafrænni vegferð. Fólk muni því ekki komast hjá því að sjá margar breytingar hjá RÚV. Til dæmis er verið að vinna að nýrri vefsíðu ruv.is, sem verður byltingarkennd breyting þegar að henni kemur. Þegar talið berst að verkefnum framundan kemur glampi í augun og nokkuð ljóst að mikill metnaður býr í nýráðnum fréttastjóra. „Allra mikilvægast er auðvitað það verkefni að standa vörð um traustið og trúverðugleikann sem fréttastofan hefur og við viljum halda óbreyttu þrátt fyrir allar breytingar sem við viljum gera.“ En hvað heldur þú að þú værir að gera ef þú værir ekki fréttamaður eða fréttastjóri? „Tja ….. þegar stórt er spurt,“ segir fréttastjórinn og verður mjög hugsi um stund. „Ætli ég hefði ekki á einhverjum tímapunkti skoðað að starfa erlendis. En margir vinir mínir úr námi starfa líka innan stjórnsýslunnar. Mögulega hefði það verið vettvangur sem ég hefði horft til.“ En hafandi verið í fréttum RÚV í heil sautján ár, er ekki einhver skemmtileg saga eða atvik sem þú getur deilt með okkur? „Það er auðvitað fullt af fyndnum atvikum sem hafa komið upp því öll gerum við mistök. Ég man reyndar eftir einu sem gerðist á fyrstu árunum mínum og ég hlæ enn af. Ég var að lesa tíufréttir og byrjaði á að biðjast afsökunar á því að fréttatímanum hefði seinkað. En skýrði út sérstaklega að það hefði verið vegna landsleiksins sem hefði verið um kvöldið. Eftir fréttirnar hringdi Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður í mig og spurði um hvaða landsleik ég hefði verið að tala. Því það var enginn landsleikur á dagskrá hjá okkur þetta kvöld!“ En hvernig sérðu fyrir þér næstu árin. Sérðu fyrir þér að vera í þessu starfi lengi? „Ég veit það ekki. Þegar að ég byrjaði sá ég fyrir mér að vera hérna í kannski fimm til sjö ár. En síðan er alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi handan við hornið og þá tímir maður ekki að hætta,“ svarar Heiðar en bætir við: „Ég sé svo sem ekki fyrir mér að starfa aldrei fyrir neinn annan en RÚV. En á meðan ég hef enn einhver markmið að stefna að og finnst ég enn eiga eftir sitthvað ógert, líður mér bara mjög vel að vera hér.“ Starfsframi Fjölmiðlar Vinnustaðurinn Stjórnun Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00 Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01 „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Eins og til dæmis þegar eitthvað stórt gerist. Sem getur verið eldgos, jarðskjálfti jafnvel stríð. Þá mæta allir hingað, hvenær sem er sólarhrings. Aukaútsendingar eru skipulagðar og hlutirnir gerast hratt. Á þessum stundum flæðir adrenalínið hvað mest en það er einmitt á þessum stundum sem allir vilja vera með og leggja hönd á plóg.“ Í nóvember síðastliðnum tilkynnti Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, að hún hefði sagt starfi sínu lausu. Um miðjan febrúar 2022 var síðan tilkynnt að Heiðar Örn Sigurfinnsson hefði verið ráðinn sem fréttastjóri, en Heiðar hefur starfað á fréttastofunni frá árinu 2005. Við þekkjum hann öll af skjánum. Prúðbúinn, rólegur í fasi og vel að máli farinn. En hvað vitum við meira um manninn og hvers vegna ákvað hann að sækja um þetta starf? Lítill bókaormur í Garðabæ Heiðar er fæddur 12. júní árið 1978. Ræturnar liggja norður, nánar til tekið í Skagafjörðinn. Þar býr amma hans enn, nú 95 ára. „Tengdafjölskyldan mín býr á Akureyri og ég reyni að heimsækja ömmu á ferðum okkar þangað,“ segir Heiðar, en sjálfur flutti hann með fjölskyldu sinni frá Sauðárkróki og í Garðabæ þegar hann var sex ára. „Það var húsnæðisskortur þá eins og nú er og því tilviljun sem réði því að við enduðum í Garðabæ því þar fengu mamma og pabbi leiguíbúð í kjallara á Arnarnesi. Sumir af mínum bestu vinum í dag eru strákar sem ég kynntist í fyrsta bekk í Garðabæ.“ Heiðar segir æskuna í Garðabæ hafa verið góða. Stundum verið að spila fótbolta en oftar verið að stelast niður í fjöru. „Ég æfði reyndar aldrei neina sérstaka íþrótt,“ segir Heiðar en bætir brosandi við: „Ég var eiginlega frekar svona bókaormur.“ Heiðar kláraði stúdentinn í Verzlunarskóla Íslands. Hann segir valið á skólanum fyrst og fremst skýrast af því að þangað var hann elta vini sína. Það var ekki bara álag á íslenska fjölmiðla árið 2010 þegar Eyjafjallagosið hófst því þá rataði Ísland svo sannarlega í heimsfréttirnar og vel það. Heiðar segir vinnudaginn oft geta verið langan enda aldrei hægt að spá fyrir það hvað gerist eða hvenær. Heiðar viðurkennir að til þess að taka sér fyrir alvöru frí frá vinnu, eru ferðir erlendis bestar og það þá helst ef hann er ekki með síma á sér.Getty Images/Signý Ásta Guðmundsdóttir Útlandaþráin sterk Með skóla starfaði Heiðar í þessum dæmigerðu störfum sem ungt fólk í námi sinnir oft á sumrin og í fríum. Til dæmis starfaði hann í byggingavinnu og síðar í verslun sem seldi tjöld og útilegubúnað. Þegar Heiðar var í Versló kviknaði áhuginn á útlöndum fyrir alvöru. „Mig langaði alltaf mikið til útlanda og þegar að ég var í Versló fór ég eitt ár sem skiptinemi til Austurríkis. Ég myndi segja að útlandabakterían hafi kviknað þá og áhuginn á að ferðast og kynnast nýrri menningu. Þegar að ég var í háskólanáminu síðar, fór ég líka eina önn í skiptinám til Helsinki.“ Eftir stúdentinn byrjaði Heiðar í lögfræði í Háskóla Íslands. En fann sig ekki í því námi. „Ég féll reyndar og hefði þurft að taka stóra prófið aftur. Og man að ég velti því mikið fyrir mér hvað ég ætti að gera. En á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að lögfræðin væri hreinlega ekki það sem mig langaði til að gera,“ segir Heiðar. Heiðar lauk síðar stjórnmálafræðinni í Háskóla Íslands en fór til Bretlands í nám eftir það og lauk þar prófi í alþjóðasamskiptum frá University of Nottingham í Bretlandi. Það var árið 2004. Eiginkona Heiðars er Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, mannauðstjóri Hrafnistuheimilanna. Heiðar segir Bretland hafa orðið fyrir valinu vegna þess að Heiðar og Jakobína voru þá þegar tekin saman og völdu námið erlendis svolítið út frá stað þar sem þau gætu bæði haldið áfram í námi. Enn í dag hefur Heiðar mikinn áhuga á að ferðast og sækja önnur lönd heim. Reyndar segir konan mín að það séu einu fríin þar sem ég er fyrir alvöru í fríi. Það þurfi hreinlega að fara með mig til útlanda og taka af mér símann svo ég fari í frí,“ segir Heiðar og hlær. En sem dæmi um ævintýralega ferð sem fjölskyldan hefur farið í má nefna sex vikna ferð sem Heiðar og Jakobína fóru í með börnin til Asíu árið 2019. „Við stoppuðum í Singapore, fórum þaðan til Borneo í Malasíu og sigldum inn í frumskóginn þar sem við skoðuðum dýralífið. Heimsóttum furstadæmið Brunei og vorum svo í nokkrar vikur á Balí. Komum svo við í Qatar á leiðinni heim. Létum börnin læra á hverjum degi og nutum þess að vera saman. Þetta var æðislegt.“ Heiðar viðurkennir að heima fyrir mætti hann vera duglegri en segir honum þó treyst fyrir þvottinum! Heiðar viðurkennir að hann er pabbinn sem er að banna krökkunum sínum að vera svona mikið í símanum en er síðan sjálfur alltaf límdur við hann. Að vinna enn betur að jafnvægi vinnu og einkalífs með fréttafólkinu á RÚV er eitt af þeim verkefnum sem Heiðari finnst mikilvægt að ná árangri í sem fréttastjóri. Stundum sé álagið svo mikið á fréttamönnum að þeir þurfa aðstoð til að lenda ekki á slæmum stað.Vísir/Vilhelm Allt í uppnámi á fréttastofunni Þegar Heiðar og Jakobína komu heim frá Bretlandi tók við atvinnuleit. „Ég sendi ferilskránna mína hingað og þangað en það leið dágóður tími þar til ég fékk vinnu. Það var starf hjá Baldri Þórhallssyni prófessor sem var að vinna að rannsóknum og ég fór að starfa við þær hjá honum.“ Í mars árið 2005 fékk Heiðar óvænt símtal. „Þá hringdu þeir í mig frá RÚV, sögðust muna eftir ferilskránni minni og buðu mér sumarafleysingarstarf.“ Ráðningin tafðist þó. Því um svipað leyti fór allt í uppnám á fréttastofu RÚV. Það var í kjölfar þess að Markús Antonsson, þáverandi útvarpsstjóri, réði Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra fréttastofunnar sem Félag fréttamanna á RÚV mótmælti harðlega og sagði ráðninguna ekki standast skoðun; Fimm aðrir og hæfari umsækjendur hefðu verið sniðgengnir. Fréttastjóramálið 2005 var um tíma mikið hitamál í fjölmiðlum. Þar sem allt var dregið fram. Til dæmis ungur aldur Auðuns eða pólitískar tengingar. Í frétt Vísis frá þessum tíma segir meðal annars: Hvað það varðar að Auðun Georg er sagður Framsóknarmaður þá hafi helst verið sagt því til stuðnings að afi hans væri Hannes Jónsson fyrrverandi sendiherra og blaðafulltrúi ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar um það leyti sem Auðun hefði fæðst. Þá þyki það tortryggilegt að hann umgangist Steingrím J. Ólafsson, fyrrverandi fréttamann á Stöð 2, sem er í dag upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Í fréttinni segir einnig að útvarpsstjóri hafi rökstutt ráðningu ungs manns í fréttastjórastarfið með því að benda á aðra unga forstjóra. Til dæmis Ragnhildi Geirsdóttur sem þetta ár var ráðin forstjóri Flugleiða og Bjarni Ármanns sem þá var bankastjóri Glitnis, sem síðar varð Íslandsbanki. Loks náðust sættir. Auðunn Georg vék en Óðinn Jónsson var skipaður fréttastjóri. Í kjölfarið hringdi Óðinn í Heiðar og gekk frá ráðningunni. „Ég var því fyrsti fréttamaðurinn sem Óðinn réði sem fréttastjóri,“ segir Heiðar. Heiðar var þingfréttaritari RÚV þegar bankahrunið og búsáhaldabyltingin var, sem þýddi að hann var meira og minna inni í þinghúsi þegar mótmælin voru fyrir utan. Heiðar segir að aldrei muni hann gleyma þessum tíma né þessu andrúmslofti sem þá ríkti. Bankahrunið sé án efa erfiðasta tímabilið á hans sautján ára ferli sem fréttamaður en ekki er laust við að sumt í fréttastarfi þess tíma minni einna helst á kafla í spennusögu þar sem jafnvel var setið fyrir utan stofnanir þar sem fréttamennirnir vöktu heilu næturnar.Getty Images/Haraldur Jónasson Bankahrunið mjög erfitt Heiðar segir starfsþróunina hjá RÚV hafa verið nokkuð hefðbundna. Þar sem eitt leiddi af öðru, fólk hætti eða fór í frí og hann á endanum orðinn fastráðinn. Tímabilið 2007 til 2009 var Heiðar þingfréttaritari. „Þetta þýddi að ég var alla daga niður á Alþingi og því meira með fólkinu þar en kollegum mínum hér.“ Á þessum tíma segir Heiðar að nokkrir aðrir fjölmiðlar hafi líka verið með þingfréttamenn á staðnum. Ólíkt því sem nú er, þegar því starfi gegnir aðeins fréttamaður frá RÚV. En bíðum nú aðeins við…. Að vera staddur á þingi alla daga tímabilið 2007 til 2009 þýðir bara eitt: Bankahrun og búsáhaldabylting. Já, ég var staddur inni í þinghúsinu þegar búsáhaldabyltingin var og fólk stóð fyrir utan að mótmæla. Þetta var ótrúlega sögulegur tími og mjög átakanlegur. Að upplifa andrúmsloftið sem þarna var er ekki eitthvað sem maður mun nokkurn tíma gleyma um ævina.“ Talið berst betur að bankahruninu og því tímabili sem í kjölfarið fylgdi. Heiðar viðurkennir að þegar hann lítur til baka yfir þau 17 ár sem hann hefur starfað á fréttastofunni, stendur bankahrunið upp sem erfiðasti tíminn. Þetta var rosalega erfitt. Að færa þjóðinni fréttir um að bankarnir væru að hrynja og farnir á hausinn. Enginn vissi hvað myndi gerast og allir voru hræddir. Líka við fréttamennirnir því auðvitað erum við líka bara fólk. Að sitja og reyna að vera rólegur og flytja þjóðinni þau tíðindi sem þarna voru tók hreinlega á.“ Heiðar segir bankahrunið og tímabilið sem fylgdi á eftir hafa reynst mörgum fréttamönnum erfitt því þetta var tími þar sem enginn vissi hvað myndi gerast. „Enginn vissi hvað myndi gerast og allir voru hræddir. Líka við fréttamennirnir því auðvitað erum við líka bara fólk,“ segir Heiðar. Þúsundir misstu heimilin sín í kjölfar bankahrunsins.Getty Images/Haraldur Jónasson Heiðar segir reyndar sumt broslegt í minningunni og nefnir þar eina sögu sérstaklega. Þannig var að á þessum tíma var Jakobína eiginkonan hans mannauðsstjóri FME. „Ég var í þinginu þegar Alþingi samþykkti neyðarlögin seint um kvöld og fékk pata af því að FME tæki yfir stjórn Landsbankans um nóttina. Þá fór ég og sótti bíl sem fréttastofan átti og lagði fyrir utan FME og beið þar alla nóttina eftir að eitthvað gerðist, fylgdist með hverjir komu og fóru og sagði svo fréttir af því um morguninn. Ég hélt auðvitað að konan mín væri heima sofandi en hún var hins vegar á fullu í vinnunni hjá FME,“ segir Heiðar og bætir við: Jakobína sagði mér seinna að þessa nótt var starfsfólk varað við fréttamanni sem sæti fyrir utan húsið. Það mætti alls ekki tala við hann. Hún vissi auðvitað ekki að þetta væri ég. Svo hittumst við bara heima klukkan 9 um morguninn, bæði að koma úr vinnunni óafvitandi af hinu.“ Milliríkjadeilur vegna innistæðureikninga Landsbankans í Hollandi og Bretlandi, Icesave, leiddu til þess að Íslendingar kusu tvisvar um hvort Íslendingar ættu að greiða fyrir Icesave. Fyrri þjóðaratkvæðagreiðslan var árið 2010 en sú síðari árið 2011. Í báðum tilvikum synjaði meirihluti þjóðarinnar og endaði málið hjá EFTA dómstólnum. Heiðar var staddur í Lúxemborg þegar EFTA dómstóllinn sýknaði Ísland og til að tryggja að RÚV yrði fyrst með fréttirnar, átti hann að senda SMS til fréttastofunnar: A, B eða C og láta þannig vita hvaða frétt ætti að fara í loftið. Annar eftirminnilegur tími var árið 2013 þegar Icesave málið náði hámæli. Heiðar var þá staddur fyrir hönd RÚV í Lúxemborg en þann 28.janúar birti RÚV langþráða frétt þar sem sagði: „EFTA dómstóllinn hafnaði öllum kröfum ESA í Icesave málinu en dómur var kveðinn upp í Lúxemborg klukkan hálf ellefu. Ísland vann því Icesave-málið fyrir EFTA dómstólnum.“ Fyrir þá sem ekki upplifðu Icesave eins og þeir eldri snerist Icesave deilan um innlánsreikninga á netinu sem Landsbanki Íslands hafði boðið upp á í Bretlandi og í Hollandi. Þegar bankarnir hrundu urðu reikningarnir óaðgengilegir sem þýddi að um 350 þúsund erlendir viðskiptavinir töpuðu peningunum sínum, að undanskilinni þeirri upphæð sem þeirra eigin stjórnvöld reiddu fram og greiddu sem innlánstryggingu. Í kjölfarið þróaðist milliríkjadeila á milli Íslands annars vegar og Bretlands og Hollands hins vegar. Og ekkert síður var deilt um málið hér heima, því tvisvar gekk þjóðin til kosninga um endurgreiðslusamning við Breta og Hollendinga og felldi þá báða. Fór sem fór að ekkert annað dugði til en að málið færi fyrir dómstól EFTA. Þar sem Ísland var loks sýknað af öllum liðum málsins í janúar 2013. Muna margir þann tíma þegar Íslendingar upplifðu að vera ekki vinsælir víða í útlöndum. En það var ekki allt því þótt ekki sé svo langt liðið, rifjar Heiðar líka upp hvernig tæknin var ekki orðin jafn þróuð og nú. Þurftu þá fjölmiðlar að grípa til ýmissa ráða. Til að reyna að tryggja að við yrðum fyrst með fréttina var búið að skrifa þrjár útgáfur af fréttinni eftir því hver niðurstaðan yrði. Ég var svo í dómssal og sendi sms með bókstafnum A, B eða C á fréttastofuna og þau birtu þá viðkomandi frétt. Bloomberg var líka með blaðamann á staðnum en sá blaðamaður byrjaði á að birta ranga frétt sem svo var leiðrétt. Í millitíðinni svitnuðu félagar mínir á fréttastofunni því þau vissu ekki hvor fréttin var röng!“ Fyrsta aðkoma Heiðars að blaðamennsku var í grunnskóla og síðar í Versló þar sem hann tók þátt í skólablöðunum. Afi Heiðars var líka landskunnur blaðamaður og í dag eru þeir þrír bræðrasynirnir í blaðamennskunni og það í þremur löndum! Heiðar var fyrst ráðinn til RÚV sem sumarafleysingarmaður vorið 2005. Sú ráðning tafðist þó vegna uppnáms á fréttastofunni sem varð að miklu hitamáli á sínum tíma. Óðinn Jónsson var síðan ráðinn sem fréttastjóri RÚV og var Heiðar fyrsti starfsmaðurinn sem hann réði.Vísir/Vilhelm Afi var blaðamaður En hvers vegna að starfa við fréttir? Hvers vegna ekki að fara í pólitík eða eitthvað annað? „Afi var reyndar blaðamaður. Ég gæti trúað að mögulega hafi ég fengið áhuga á þessu starfi vegna þess að ég þekkti blaðamannastarfið aðeins í gegnum hann.“ Afi Heiðars var Sigurjón Valdimarsson blaðamaður en hann starfaði við blaðamennsku frá árinu 1980 og allt þar til hann lést í október árið 2016. Sigurjón var meðal annars ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings og ritstjóri Brimfaxa, Félags landssambands smábátaeigenda. Sigurjón var líka einn af stofnendum hestamannablaðsins Eiðfaxa og fyrsti ritstjóri þess tímarits. Í skóla hafði Heiðar líka komið aðeins að blaðamennsku því hann var frekar virkur í ýmsu félagsstarfi, þar á meðal að taka þátt í skólablöðum. Reyndar má nefna að fleiri í fjölskyldu Heiðar starfa við blaða- og fréttamennsku. Til dæmis er föðurbróðir Heiðars fréttatökumaður í Svíþjóð, sonur hans blaðamaður í Svíþjóð og annar sonarsonur afa Heiðars er blaðamaður í Finnlandi. „Við erum því þrír bræðrasynir í blaðamennsku í þremur löndum.“ En þar sem Heiðar er lærður stjórnmálafræðingur, starfaði sem þingfréttaritari 2007-2009 og sem kosningaritstjóri fréttastofu í sex ár, er ekki úr vegi að spyrja: Hefur þig einhvern tíma langað í stjórnmálin sjálfur? „Nei.“ Svarið er stutt og skorinort og ekkert hik sem liggur í því. En eins og í öllu máli Heiðars er hann varfærin í tali og hugsaði sig því aðeins um, áður en hann svaraði. Að verða fréttastjóri Heiðar hefur sinnt ýmsum verkefnum á fréttastofunni. Þau sem hér hafa áður verið nefnd en einnig að vera vakstjóri á fréttastofunni og síðar varafréttastjóri í tíð Rakelar. Heiðar segir vaktstjórastarfið snúast um að halda utan um og skipuleggja allar fréttir sem eru þann daginn sem þú ert á vakt. Sjá til þess að allt skili sér örugglega í fréttir. Að vera varafréttastjóri færir þig hins vegar nær rekstri fréttastofunnar. Þar komi inn öðruvísi verkefni. Allt frá því að vera stefnumótun yfir í einstaka hagræðingarverkefni, áætlanagerð, mönnun og fleira. Hvað varð til þess að þú varðst varafréttastjóri? „Árið 2016 var ég farin að kíkja aðeins í kringum mig og velta fyrir mér að hætta. Rakel vissi af því og þegar að Sigríður Hagalín vildi hætta sem annar af tveimur varafréttastjórum, talaði Rakel við mig,“ segir Heiðar. En vissir þú af því fyrirfram síðastliðið haust að Rakel ætlaði að hætta? „Já.“ Varstu strax ákveðin í að sækja þá um fréttastjórastarfið? „Nei.“ Hvers vegna ekki? Kannski vegna þess að ég þekki starfið. Ég vissi fyrirfram að þetta er 24/7 starf og mikið álagsstarf. Þannig að ég hugsaði þetta vel og vandlega og var alls ekkert 100% viss strax. Niðurstaðan mín var þó sú að mér fyndist tækifærin í starfinu það spennandi að ég gæti ekki setið hjá,“ svarar Heiðar. Rauð viðvörun Nokkur óþreyja ríkti eftir að Rakel tilkynnti um fyrirhuguð starfslok og ekki laust við að útvarpsstjóri RÚV, Stefán Eiríksson, þyrfti að svara fjölmiðlum nokkrum sinnum hvers vegna ekki væri búið að auglýsa starfið. Það var síðan auglýst í janúar og í febrúar birtist nafnalisti umsækjenda í fjölmiðlum. Þeir sem sóttu um starfið auk Heiðars voru: Valgeir Örn Ragnarsson, fréttamaður, Þór Jónsson, sviðsstjóri og Þórir Guðmundsson, fv. ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Varstu strax vongóður um að fá starfið? „Nei ekkert sérstaklega því þegar að ég sá nöfnin á listanum sá ég að þarna voru mjög öflugir umsækjendur. Reyndar svo miklir fagmenn að mér fannst sjálfur að þeir kæmu allir til greina.“ Hagvangur sá um ráðninguna og kom loks að því að Heiðar var kallaður í viðtal. Hann viðurkennir að það hafi verið nokkuð sérstök upplifun. Varstu stressaður? „Já,“ svarar Heiðar íbygginn og bætir við: „Ég verð bara að viðurkenna það að ég var svolítið stressaður.“ Í atvinnuviðtölunum hitti hann fyrir Sverri Briem, ráðningafulltrúa Hagvangs, Stefán Eiríksson útvarpsstjóra og Hildi Sigurðardóttur mannauðstjóra RÚV. „Þetta var auðvitað svolítið skrýtið enda þekkti ég bæði Stefán og Hildi en var samt í formlegu viðtali. Ég fór í tvö viðtöl og við þurftum líka að leysa verkefni en sem betur fer tók þetta skamman tíma en það var einmitt það sem ég óttaðist mest,“ segir Heiðar og skýrir út að fyrra viðtalið hafi verið á þriðjudegi, það síðara á föstudegi en tilkynningin um ráðninguna á miðvikudeginum á eftir. Eiginkona Heiðars er sjálf þrautreynd mannaráðningum því um árabil var hún sviðstjóri ráðninga hjá Capacent en nú mannauðstjóri Hrafnistuheimila. Það er því ekki laust við að spyrja Heiðar, hvort eiginkonan hafi gefið honum einhver góð ráð fyrir viðtölin. Svona einhver leynitrix úr bókinni? „Jú, jú,“ segir Heiðar og hlær. Það var reyndar þannig að við ætluðum að taka okkur tíma á sunnudagseftirmiðdegi. Hún að leiðbeina mér og ég að undirbúa mig. En þá brestur á rauð veðurviðvörun og áður en ég vissi af var ég komin á veðurvakt að kalla út og skipuleggja mönnun og fólksflutninga fyrir vaktina og fréttir vegna óveðursins. Þannig fór nú þessi eftirmiðdagur.“ Eiginkona Heiðars heitir Jakobína Hólmfríður Árnadóttir og hún hefur starfað við mannaráðningar og mannauðsmál um árabil. Þegar Heiðar sótti um sem fréttastjóri RÚV ákváðu þau hjónin að taka frá eitt sunnudagssíðdegi þar sem eiginkonan myndi leiðbeina Heiðari fyrir möguleg atvinnuviðtöl og Heiðar undirbúa sig. Fór ekki betur en það að enn ein rauða viðvörunin var gefin út þennan dag og því fór síðdegið hjá Heiðari í að skipuleggja veðurvakt á fréttastofunni. Pabbinn sem er alltaf í símanum En lífið er ekki bara vinna. Enda segist Heiðar sjálfur leggja mikla áherslu á að reyna að finna betur þennan gullna meðalveg einkalífs og vinnu. „Við höfum síðustu misseri verið að bæta vinnumhverfið hér á fréttastofunni heilmikið og reyna að gera það fjölskylduvænna. Til dæmis með því að stytta vaktir og reyna að tryggja að stundum geti fjölskyldufólk hætt að vinna klukkan fjögur eða sex, en ekki alltaf klukkan átta þegar kvöldfréttirnar eru búnar,“ segir Heiðar. „En betur má ef duga skal því fréttastarfinu fylgir mikið álag og stundum þarf fréttafólk hreinlega aðstoð við að vinna sig út úr álaginu til þess að lenda ekki á slæmum stað. Við höfum stóraukið við þá aðstoð miðað við það sem áður var. Þegar ég var að byrja voru svona hlutir til dæmis ekki einu sinni ræddir,“ segir Heiðar. Hann segir vinnustaðagreiningar gott verkfæri að styðjast við. Þær sýni þó alltaf að of mikið álag er á fréttastarfinu og það sé því eitt af verkefnunum hans í nýju starfi, að reyna að finna enn frekari leiðir til að draga úr því. Heiðar og Jakobína keyptu sína fyrstu íbúð í vesturbænum. Það var árið 2004. Þau eignuðust son árið 2009 og dóttur árið 2012. Skömmu síðar fluttu þau í Garðabæinn þar sem þau búa. „Við vorum í blokkaríbúð í Vesturbænum og fjölskyldan að stækka. Íbúðarverðið þar var þó ekki að henta nógu vel þannig að við keyptum í Garðabænum og sáum líka þann kostinn við það að vera þá nær foreldrum mínum og þar af leiðandi nær því baklandi sem við höfum þar.“ En hvernig ætli Heiðar standi sig þá heima fyrir? Hvað myndu börnin hans til dæmis segja ef þau yrðu spurð hvernig pabbi þeirra væri? Nú hlær Heiðar og ekki er laust við að smá roði færist í kinnar. Ætli þau myndu ekki segja að ég sé pabbinn sem er alltaf að banna þeim eða að reyna að takmarka skjátímann þeirra, en er síðan sjálfur alltaf í símanum!“ Þá segist Heiðar verða að viðurkenna að það sem snýr að heimili, börnum og stórfjölskyldunni hvíli meira á herðum Jakobínu en hans. „Ég get víst ekki logið öðru,“ segir Heiðar og kímir. Heiðar viðurkennir líka að starfinu fylgi að vera alltaf að fylgjast með fréttum og umræðu. Fyrir vikið viðurkennir hann að hann hitti vini sína sjaldnar en hann myndi vilja og er kannski ekki eins duglegur heima fyrir og hann helst ætti að vera. „En ég er reyndar fínn í þvottinum.“ Bæði að setja í þvottavél og brjóta saman þvott? „Já, já. Það má alveg segja að þvottaherbergið sé mitt svæði á heimilinu. Mér er treyst fyrir því!“ Heiðar segir að fólk muni sjá breytingar fljótlega á RÚV. Bæði sé RÚV á mikilli stafrænni vegferð en eins er fréttastofan að búa sig undir að fara í gegnum kynslóðaskipti því nú fer að líða að því að reyndir menn eins og Bogi Ágústsson og Broddi Broddason fara að setjast í helgan stein. Þetta segir Heiðar vera mikla áskorun. Fréttastofan þurfi að bæta upp þekkingu og öðlast nýja, án þess þó að draga úr gæðum eða trausti. Vísir/Vilhelm Fólk mun sjá breytingar á RÚV Heiðar viðurkennir að sem nýráðinn fréttastjóri fylgi vinnudögunum extra skammtur af adrenalíni alla daga. Hugmyndirnar eru margar, markmiðin fjölbreytt og mörg verkefni í gangi nú þegar. Við erum til dæmis í miðjum kynslóðaskiptum. Því nú líður að því að verðmætir reynsluboltar eins og Bogi Ágústsson og Broddi Broddason fari að setjast í helgan stein. Stóra verkefnið er þá hvernig ætlum við að fara í gegnum þetta tímabil, byggja upp reynslu og bæta upp þá þekkingu sem við erum að missa en samt að viðhalda gæðum,“ segir Heiðar og er greinilega nokkuð mikið niður fyrir. „Varðandi annað kynslóðartengt erum við líka á sama stað og aðrir fjölmiðlar, sem allir eru að keppast við að yngja upp áhorfendur, hlustendur og lesendur. Þetta er áskorun sem ég tel alla fjölmiðla standa frammi fyrir núna.“ Þá segir Heiðar RÚV á mikilli stafrænni vegferð. Fólk muni því ekki komast hjá því að sjá margar breytingar hjá RÚV. Til dæmis er verið að vinna að nýrri vefsíðu ruv.is, sem verður byltingarkennd breyting þegar að henni kemur. Þegar talið berst að verkefnum framundan kemur glampi í augun og nokkuð ljóst að mikill metnaður býr í nýráðnum fréttastjóra. „Allra mikilvægast er auðvitað það verkefni að standa vörð um traustið og trúverðugleikann sem fréttastofan hefur og við viljum halda óbreyttu þrátt fyrir allar breytingar sem við viljum gera.“ En hvað heldur þú að þú værir að gera ef þú værir ekki fréttamaður eða fréttastjóri? „Tja ….. þegar stórt er spurt,“ segir fréttastjórinn og verður mjög hugsi um stund. „Ætli ég hefði ekki á einhverjum tímapunkti skoðað að starfa erlendis. En margir vinir mínir úr námi starfa líka innan stjórnsýslunnar. Mögulega hefði það verið vettvangur sem ég hefði horft til.“ En hafandi verið í fréttum RÚV í heil sautján ár, er ekki einhver skemmtileg saga eða atvik sem þú getur deilt með okkur? „Það er auðvitað fullt af fyndnum atvikum sem hafa komið upp því öll gerum við mistök. Ég man reyndar eftir einu sem gerðist á fyrstu árunum mínum og ég hlæ enn af. Ég var að lesa tíufréttir og byrjaði á að biðjast afsökunar á því að fréttatímanum hefði seinkað. En skýrði út sérstaklega að það hefði verið vegna landsleiksins sem hefði verið um kvöldið. Eftir fréttirnar hringdi Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður í mig og spurði um hvaða landsleik ég hefði verið að tala. Því það var enginn landsleikur á dagskrá hjá okkur þetta kvöld!“ En hvernig sérðu fyrir þér næstu árin. Sérðu fyrir þér að vera í þessu starfi lengi? „Ég veit það ekki. Þegar að ég byrjaði sá ég fyrir mér að vera hérna í kannski fimm til sjö ár. En síðan er alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi handan við hornið og þá tímir maður ekki að hætta,“ svarar Heiðar en bætir við: „Ég sé svo sem ekki fyrir mér að starfa aldrei fyrir neinn annan en RÚV. En á meðan ég hef enn einhver markmið að stefna að og finnst ég enn eiga eftir sitthvað ógert, líður mér bara mjög vel að vera hér.“
Starfsframi Fjölmiðlar Vinnustaðurinn Stjórnun Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00 Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01 „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00
Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00
Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01
„Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01
Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00