Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Breiðablik 88-81 | Haukar bikarmeistarar 2022 Árni Jóhannsson skrifar 19. mars 2022 22:45 Fagnaðarlætin voru mikil. Vísir/Bára Dröfn Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Skiljanlega var pínu spenna í leikmönnum liðanna í upphafi leiks enda mikið undir. Blikar náðu oft að opna vörnina hjá Haukum en í fyrstu tilraununum klikkuðu þær úr sniðskotum á meðan Haukar, reyndara liðið, náði að opna örlítið forskot. Sóknarleikur liðanna varð aðalatriðið i leiknum lengi vel og þegar Blikar náðu löppunum undir sig þá náðu þær að vinna upp forskot Hauka og komast yfir í lok fyrsta leikhluta en þær leiddur 26-21 þegar fyrsti fjórðungur var liðinn. Úr leik kvöldsins.Vísir/Bára Dröfn Blikar héldu áfram að keyra inn í teig Hauka og náð að skora og voru þær komnar átta stigum yfir þegar annar leikhluti var hálfnaður og héldu andstæðingi sínum skefjum þangað til um tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá kviknaði á Haukum í stöðunni 38-32 fyrir Breiðablik og skoruðu þær næstu átta stig og komust yfir þegar mínúta var eftir af hálfleiknum. Michaela Kelly jafnaði af vítalínunni í stöðuna 40-40 og þar við sat í hálfleik. Leikurinn kominn í jafnvægi en þjáflari Breiðabliks var á því að sínar stelpur hefðu misst hausinn örlítið við þetta áhlaup Hauka. Jafnvægið hélt áfram í þriðja leikhluta nema í staðinn fyrir sterkan sóknarleik sýndu liðin að þau geta líka varist sé þess krafist. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 47-46 fyrir Hauka en þá skoruðu Blikar átta stig í röð en þá byrjuðu liðin að skiptast á körfum. Hart barist í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Aftur áttu Haukar síðasta orðið í háfleiknum og náðu að jafna þegar lítið var eftir í stöðuna 63-63. Spennan óbærileg þegar lokaleikhlutinn var eftir. Í slíkri spennu er gott að hafa reynslu og það hafa Haukarnir í bunkum verandi bikarmeistarar síðasta árs líka. Þær náðu að stíga harðar niður í varnarleik sínum þegar um fimm mínútur lifðu af leiknum og staðan fór úr að vera 71-69 í að vera 80-71 þegar um þrjár mínútur voru eftir. Haukar náðu síðan að halda Blikunum frá sér en mikið varð um einstaklingsframtak í sóknarleik Blika sem náðu ekki að brúa bilið og leiknum lauk 88-81 fyrir Hauka sem eru þá bbikarmeistarar undanfarinna tveggja ára. Haukar eru VÍS bikarmeistarar 2022.Vísir/Bára Dröfn Af hverju unnu Haukar? Þær hafa breiðari hóp leikmanna í mjög háum gæðaflokk, þær eru reynslumiklar og hafa eitt stykki Helenu Sverrisdóttur innanborð. Bekkurinn hjá Haukum skilaði 32 stigum á töfluna á móti 10 bekkjarstigum Blika. Þegar það er hægt að rúlla liðinu svona mikið þá eru þær ferskari lok leikja og það skipti máli í kvöld þegar Haukar lokuðu leiknum. Bekkurinn hjá Haukum hvetur samherja sína áfram.Vísir/Bára Dröfn Hvað gekk illa? Haukum gekk illa að hemja sóknarleik Blika lengi vel en þegar þær náðu tökum á þeim þá fór Breiðablik að ganga illa að skora. Hverjar stóður upp úr? Helena Sverrisdóttir var nærrum því með þrefalda tvennu en hún skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Annars skoruðu fjórir leikmenn Hauka yfir 10 stig í kvöld og það skilaði sínu. Hjá Blikum var Michaela Kelly stigahæst en hún skoraði 27 stig og henni næst var Anna Soffía Lárusdóttir með 22 stig. Bjarni: Þessi var sætur maður Bjarni fer yfir málin.Vísir/Bára Dröfn Þjálfari Hauka Bjarni Magnússon var náttúrlega himinlifandi og tjáði blaðamanni að það kæmi ekkert af viti út úr honum þegar hann var tekinn í viðtal eftir sigur Haukar í bikarkeppni KKÍ fyrr í kvöld. Hann var spurður hvað hafi klárað þetta hjá hans konum. „Liðsheil. Klárlega. Þessi var sætur maður,“sagði Bjarni skælbrosandi en Haukar misstu aðalleikstjórnandann sinn, Keiru Robertson, í meiðsli milli leikja og var Bjarni spurður að því hvað hafi farið í gegnum huga hans á milli leikja. „Það var svekkelsi fyrir hennar hönd fyrst og fremst. Hún er búin að vera frábær fyrir okkur. Við komum þá bara saman sem lið en við vissum að við gætum spilað körfubolta án henna þó að hún sé okkur miklvæg á báðum endum vallarins. Hún var á bekknum hérna í kvöld og hjálpaði liðinu í gegnum þetta. Það er frábær karakter í þessu liði. Geggjaður.“ „Ég er alveg sammála þér að við erum með breiðan hóp sem kemur með eitthvað til borðsins. Við erum búin að segja það alltaf í vetur að það er alltaf einhver sem er ekki á deginum sínum og þá stígur einhver alltaf upp. Solla kom sterk inn af bekknum. Jana, 16 ára stelpa, kemur til okkar fyrir tímabilið og fær stórt tækifæri í kvöld í byrjunarliðinu og setur fyrstu körfuna. Ég gæti ekki verið stoltari af henni.“ Bjarni var þá spurður hvort þetta gæfi ekki góð fyrirheit fyrir lokin á tímabilinu. „Það er alltaf einn leikur í einu. Nú fögnum við þessum bara í kvöld. Við erum í þessu til að vinna titla og byrjum svo að undirbúa okkur undir næsta leik á mánudaginn. Það verður gleði í kvöld á Ásvöllum í Ólafssal.“ Ívar: Við gerðum okkar besta Ívar fer yfir málin.Vísir/Bára Dröfn Skiljanlega var þjálfari Breiðabliks, Ívar Ásgrímsson, svekktur með úrslitin en hann var þó stoltur af sínu liði. Hann var spurður að því hvað klikkaði hjá liðinu hans. „Mér fannst við klikka dálítið á hlutunum í lok annars leikhluta. Við fáum dæmda á okkur óíþróttmannslega villu þá, sem líklega var rétt, og þá fannst mér við missa hausinn dálítið. Haukar spila líkamlegan körfubolta og eru grimmari en við í vörn og vinna á því að vera grimmari. Þær taka sóknarfráköstin. Voru örugglega með 20 sóknarfráköst og þar er bara munurinn.“ Breiðablik gaf allt í leikinn.Vísir/Bára Dröfn Ívar var spurður hvort hann væri ekki stoltur af liðinu því það var ýmislegt í leik þeirra sem var mjög gott. „Ég er ekkert svekktur út í mitt lið. Við gerðum okkar besta. Þær gerðu mistök og ég gerði mistök. Það vantaði bara smá hörku hjá okkur og Haukar kunna að vera á þessu sviði. Þar er munurinn.“ Að lokum var Ívar spurður hvað þessi leikur segði honum um liðið hans upp á framtíðina að gera. „Þær læra á þessu og þetta er gríðarleg reynsla fyrir þær. Það er bara upp með hausinn og hugsa um næsta tímabil.“ Myndir Lovísa Björt Henningsdóttir og stöllur hennar sáttar eftir leik.Vísir/Bára Dröfn Ungir Haukar reyna komast nálægt hetjum sínum.Vísir/Bára Dröfn Mikil gleði.Vísir/Bára Dröfn Þjálfarateymið sátt með afrakstur kvöldsins.Vísir/Bára Dröfn Bjarni sáttur.Vísir/Bára Dröfn Fæ ég að eiga þennan?Vísir/Bára Dröfn Haukar elska bikara.Vísir/Bára Dröfn Mikið fagnað.Vísir/Bára Dröfn VÍS-bikarinn Körfubolti Haukar Breiðablik Íslenski körfuboltinn Hafnarfjörður
Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Skiljanlega var pínu spenna í leikmönnum liðanna í upphafi leiks enda mikið undir. Blikar náðu oft að opna vörnina hjá Haukum en í fyrstu tilraununum klikkuðu þær úr sniðskotum á meðan Haukar, reyndara liðið, náði að opna örlítið forskot. Sóknarleikur liðanna varð aðalatriðið i leiknum lengi vel og þegar Blikar náðu löppunum undir sig þá náðu þær að vinna upp forskot Hauka og komast yfir í lok fyrsta leikhluta en þær leiddur 26-21 þegar fyrsti fjórðungur var liðinn. Úr leik kvöldsins.Vísir/Bára Dröfn Blikar héldu áfram að keyra inn í teig Hauka og náð að skora og voru þær komnar átta stigum yfir þegar annar leikhluti var hálfnaður og héldu andstæðingi sínum skefjum þangað til um tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá kviknaði á Haukum í stöðunni 38-32 fyrir Breiðablik og skoruðu þær næstu átta stig og komust yfir þegar mínúta var eftir af hálfleiknum. Michaela Kelly jafnaði af vítalínunni í stöðuna 40-40 og þar við sat í hálfleik. Leikurinn kominn í jafnvægi en þjáflari Breiðabliks var á því að sínar stelpur hefðu misst hausinn örlítið við þetta áhlaup Hauka. Jafnvægið hélt áfram í þriðja leikhluta nema í staðinn fyrir sterkan sóknarleik sýndu liðin að þau geta líka varist sé þess krafist. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 47-46 fyrir Hauka en þá skoruðu Blikar átta stig í röð en þá byrjuðu liðin að skiptast á körfum. Hart barist í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Aftur áttu Haukar síðasta orðið í háfleiknum og náðu að jafna þegar lítið var eftir í stöðuna 63-63. Spennan óbærileg þegar lokaleikhlutinn var eftir. Í slíkri spennu er gott að hafa reynslu og það hafa Haukarnir í bunkum verandi bikarmeistarar síðasta árs líka. Þær náðu að stíga harðar niður í varnarleik sínum þegar um fimm mínútur lifðu af leiknum og staðan fór úr að vera 71-69 í að vera 80-71 þegar um þrjár mínútur voru eftir. Haukar náðu síðan að halda Blikunum frá sér en mikið varð um einstaklingsframtak í sóknarleik Blika sem náðu ekki að brúa bilið og leiknum lauk 88-81 fyrir Hauka sem eru þá bbikarmeistarar undanfarinna tveggja ára. Haukar eru VÍS bikarmeistarar 2022.Vísir/Bára Dröfn Af hverju unnu Haukar? Þær hafa breiðari hóp leikmanna í mjög háum gæðaflokk, þær eru reynslumiklar og hafa eitt stykki Helenu Sverrisdóttur innanborð. Bekkurinn hjá Haukum skilaði 32 stigum á töfluna á móti 10 bekkjarstigum Blika. Þegar það er hægt að rúlla liðinu svona mikið þá eru þær ferskari lok leikja og það skipti máli í kvöld þegar Haukar lokuðu leiknum. Bekkurinn hjá Haukum hvetur samherja sína áfram.Vísir/Bára Dröfn Hvað gekk illa? Haukum gekk illa að hemja sóknarleik Blika lengi vel en þegar þær náðu tökum á þeim þá fór Breiðablik að ganga illa að skora. Hverjar stóður upp úr? Helena Sverrisdóttir var nærrum því með þrefalda tvennu en hún skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Annars skoruðu fjórir leikmenn Hauka yfir 10 stig í kvöld og það skilaði sínu. Hjá Blikum var Michaela Kelly stigahæst en hún skoraði 27 stig og henni næst var Anna Soffía Lárusdóttir með 22 stig. Bjarni: Þessi var sætur maður Bjarni fer yfir málin.Vísir/Bára Dröfn Þjálfari Hauka Bjarni Magnússon var náttúrlega himinlifandi og tjáði blaðamanni að það kæmi ekkert af viti út úr honum þegar hann var tekinn í viðtal eftir sigur Haukar í bikarkeppni KKÍ fyrr í kvöld. Hann var spurður hvað hafi klárað þetta hjá hans konum. „Liðsheil. Klárlega. Þessi var sætur maður,“sagði Bjarni skælbrosandi en Haukar misstu aðalleikstjórnandann sinn, Keiru Robertson, í meiðsli milli leikja og var Bjarni spurður að því hvað hafi farið í gegnum huga hans á milli leikja. „Það var svekkelsi fyrir hennar hönd fyrst og fremst. Hún er búin að vera frábær fyrir okkur. Við komum þá bara saman sem lið en við vissum að við gætum spilað körfubolta án henna þó að hún sé okkur miklvæg á báðum endum vallarins. Hún var á bekknum hérna í kvöld og hjálpaði liðinu í gegnum þetta. Það er frábær karakter í þessu liði. Geggjaður.“ „Ég er alveg sammála þér að við erum með breiðan hóp sem kemur með eitthvað til borðsins. Við erum búin að segja það alltaf í vetur að það er alltaf einhver sem er ekki á deginum sínum og þá stígur einhver alltaf upp. Solla kom sterk inn af bekknum. Jana, 16 ára stelpa, kemur til okkar fyrir tímabilið og fær stórt tækifæri í kvöld í byrjunarliðinu og setur fyrstu körfuna. Ég gæti ekki verið stoltari af henni.“ Bjarni var þá spurður hvort þetta gæfi ekki góð fyrirheit fyrir lokin á tímabilinu. „Það er alltaf einn leikur í einu. Nú fögnum við þessum bara í kvöld. Við erum í þessu til að vinna titla og byrjum svo að undirbúa okkur undir næsta leik á mánudaginn. Það verður gleði í kvöld á Ásvöllum í Ólafssal.“ Ívar: Við gerðum okkar besta Ívar fer yfir málin.Vísir/Bára Dröfn Skiljanlega var þjálfari Breiðabliks, Ívar Ásgrímsson, svekktur með úrslitin en hann var þó stoltur af sínu liði. Hann var spurður að því hvað klikkaði hjá liðinu hans. „Mér fannst við klikka dálítið á hlutunum í lok annars leikhluta. Við fáum dæmda á okkur óíþróttmannslega villu þá, sem líklega var rétt, og þá fannst mér við missa hausinn dálítið. Haukar spila líkamlegan körfubolta og eru grimmari en við í vörn og vinna á því að vera grimmari. Þær taka sóknarfráköstin. Voru örugglega með 20 sóknarfráköst og þar er bara munurinn.“ Breiðablik gaf allt í leikinn.Vísir/Bára Dröfn Ívar var spurður hvort hann væri ekki stoltur af liðinu því það var ýmislegt í leik þeirra sem var mjög gott. „Ég er ekkert svekktur út í mitt lið. Við gerðum okkar besta. Þær gerðu mistök og ég gerði mistök. Það vantaði bara smá hörku hjá okkur og Haukar kunna að vera á þessu sviði. Þar er munurinn.“ Að lokum var Ívar spurður hvað þessi leikur segði honum um liðið hans upp á framtíðina að gera. „Þær læra á þessu og þetta er gríðarleg reynsla fyrir þær. Það er bara upp með hausinn og hugsa um næsta tímabil.“ Myndir Lovísa Björt Henningsdóttir og stöllur hennar sáttar eftir leik.Vísir/Bára Dröfn Ungir Haukar reyna komast nálægt hetjum sínum.Vísir/Bára Dröfn Mikil gleði.Vísir/Bára Dröfn Þjálfarateymið sátt með afrakstur kvöldsins.Vísir/Bára Dröfn Bjarni sáttur.Vísir/Bára Dröfn Fæ ég að eiga þennan?Vísir/Bára Dröfn Haukar elska bikara.Vísir/Bára Dröfn Mikið fagnað.Vísir/Bára Dröfn
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum