Innlent

Beit mann í kinnina á veitingastað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð til á veitingastað í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan tvö í nótt þar sem kona hafði ráðist á mann og bitið hann.

Að því er fram kemur í dagbók lögreglu hlaut maðurinn stórt sár á andliti sem blæddi úr. Konan hljóp af vettvangi og engar upplýsingar er að finna um að hún hafi verið handtekin.

Fyrr um kvöldið hafði lögregla haft afskipti af ölvuðum einstaklingi sem var að ónáða gesti og starfsfólk á veitingastað í hverfi 108. Maðurinn neitaði að yfirgefa staðinn þangað til að lögregla kom.

Þegar lögregla fór af vettvangi fór maðurinn aftur inn á veitingastaðinn. Var maðurinn þá handtekinn og kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.


Tengdar fréttir

Tekinn tvisvar á 25 mínútum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í tvígang á 25 mínútna kafla í nótt að hafa afskipti af ökumanni í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×