Einhugur hjá Sjálfstæðismönnum þrátt fyrir ólíkar skoðanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. mars 2022 20:00 Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. visir Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni segir lista flokksins starfa af einhug fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor þrátt fyrir ólíkar skoðanir innan hans. Tvær ungar konur voru kjörnar í forystu í prófkjöri um helgina sem marki söguleg tíðindi. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fór fram um helgina og urðu úrslit ljós aðfaranótt sunnudags. Hér má sjá þá sem náðu efstu sætum á lista. Athygli vekur að hópurinn deilir ólíkri sýn á borgarmálin. Sér í lagi þegar kemur að samgöngu- og skipulagsmálum. Svona lýsir íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór fyrsta fundi hópsins en tístið vísar til þeirra ólíku skoðana sem leiðtoginn er sagður hafa miðað við flest flokkssystkini sín á listanum. Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022 Hildur Björnsdóttir blæs á þetta. „Þarna kemur saman ólíkur hópur fólks með allskyns sjónarmið en saman munum við auðvitað reka sjálfstæðisstefnuna. Ég var svo lánsöm að fá mjög skýrt umboð í leiðtogasætið og ég er sannarlega frjálslynd og framsýn og mun setja þau mál á oddinn,“ sagði Hildur Björnsdóttir. En hugsarðu að þú fáir stuðning fyrir þínum málum með þennan lista á bakvið þig? „Já við hópurinn hittumst í dag og það er fullur samhljómur um það að við ætlum að starfa saman af einurð og festu og ætlum okkur stóra hluti í vor og hef engar áhyggjur af öðru en að við munum starfa mjög vel saman.“ Samstaða um öll mál Marta Guðjónsdóttir tekur undir með Hildi. Nýlega var haldið Reykjavíkurþing innan flokksins þar sem stefna hans var ákveðin fyrir kosningarnar í vor. „Það var algjör samstaða um öll helstu málin, um borgarlínu, húsnæðismálin um skuldamálin og þetta eru stærstu málin sem verða í kosningabaráttunni í vor,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. „Við erum stór flokkur. Dýnamíkin inni í okkar flokki er kannski eitthvað sem litlu flokkarnir skilja ekki en við þolum það að setjast saman að borðinu og koma með ólík sjónarmið og koma með lendingu,“ sagði Hildur. Tvær ungar konur í forystu „Stóru tíðindin í þessu prófkjöri sem Twitter og fleiri hafa ekki haft áhuga á að fjalla um er að í forystu þessa lista eru tvær ungar konur og það eru söguleg tíðindi í Sjálfstæðisflokknum og það er eitthvað sem ég er miklu spenntari fyrir að ræða.“ Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fór fram um helgina og urðu úrslit ljós aðfaranótt sunnudags. Hér má sjá þá sem náðu efstu sætum á lista. Athygli vekur að hópurinn deilir ólíkri sýn á borgarmálin. Sér í lagi þegar kemur að samgöngu- og skipulagsmálum. Svona lýsir íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór fyrsta fundi hópsins en tístið vísar til þeirra ólíku skoðana sem leiðtoginn er sagður hafa miðað við flest flokkssystkini sín á listanum. Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022 Hildur Björnsdóttir blæs á þetta. „Þarna kemur saman ólíkur hópur fólks með allskyns sjónarmið en saman munum við auðvitað reka sjálfstæðisstefnuna. Ég var svo lánsöm að fá mjög skýrt umboð í leiðtogasætið og ég er sannarlega frjálslynd og framsýn og mun setja þau mál á oddinn,“ sagði Hildur Björnsdóttir. En hugsarðu að þú fáir stuðning fyrir þínum málum með þennan lista á bakvið þig? „Já við hópurinn hittumst í dag og það er fullur samhljómur um það að við ætlum að starfa saman af einurð og festu og ætlum okkur stóra hluti í vor og hef engar áhyggjur af öðru en að við munum starfa mjög vel saman.“ Samstaða um öll mál Marta Guðjónsdóttir tekur undir með Hildi. Nýlega var haldið Reykjavíkurþing innan flokksins þar sem stefna hans var ákveðin fyrir kosningarnar í vor. „Það var algjör samstaða um öll helstu málin, um borgarlínu, húsnæðismálin um skuldamálin og þetta eru stærstu málin sem verða í kosningabaráttunni í vor,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. „Við erum stór flokkur. Dýnamíkin inni í okkar flokki er kannski eitthvað sem litlu flokkarnir skilja ekki en við þolum það að setjast saman að borðinu og koma með ólík sjónarmið og koma með lendingu,“ sagði Hildur. Tvær ungar konur í forystu „Stóru tíðindin í þessu prófkjöri sem Twitter og fleiri hafa ekki haft áhuga á að fjalla um er að í forystu þessa lista eru tvær ungar konur og það eru söguleg tíðindi í Sjálfstæðisflokknum og það er eitthvað sem ég er miklu spenntari fyrir að ræða.“
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35
Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44