„Við erum með þingmeirihluta sem treystir ekki þjóðinni“ Fanndís Birna Logadóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 21. mars 2022 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er einn flutningsmaður tillögunnar en hún segir nauðsynlegt að þjóðin segi Alþingi frekar til. Vísir Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa lagt fram tillögu um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Formaður Viðreisnar segir mikilvæga hagsmuni í húfi en þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir vilja Alþingis til aðildarumsóknar liggja fyrir. Formaður Viðreisnar segir það miður að þingmeirihluti treysti ekki þjóðinni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og einn flutningsmaður tillögunnar, segir að umræðan í kringum aðild Íslands að ESB hafi verið viðvarandi í gegnum tíðina og bendir á að það hafi verið eitt af hennar fyrstu þingmálum. Hún segir þó heimsmyndina breytta og því þurfi að taka málið upp á ný. „Það eru gríðarlega miklir hagsmunir í húfi, efnahagslegir og varnalega, en fyrst og síðast viljum við verja þá hagsmuni með því að standa vörð um þau gildi sem við trúum á, lýðræði, frelsi og mannréttindi,“ sagði Þorgerður í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það sem er best fyrir okkur að gera er að láta hagsmunarmat fara fram og treysta þjóðinni til að leiðbeina okkur um næstu skref,“ sagði hún enn fremur og bætti við að þjóðin þyrfti nú að segja þeim til í auknum mæli en áður. Vendingar í öryggis- og varnamálum breyti engu Samkvæmt könnun Gallup sem var birt fyrr í mánuðinum er tæpur helmingur landsmanna hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu en þriðjungur mótfallinn. Fleiri eru hlynntir aðild nú en síðast þegar spurt var fyrir átta árum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist opin fyrir því að taka umræðuna innan þingsins. Vísir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sömuleiðis til tals í kvöldfréttum en hún er á öndverðum meiði. Hún sagði flutningsmenn tillögunnar vera fyrir sig að þeir séu að fylgja eftir vilja Alþingis en að það færi ekki á milli mála hver vilji Alþingis til aðildarumsóknar að ESB væri. „Vendingar í öryggis- og varnamálum breytir bara engu þar um, við erum með varnarsamning við Bandaríkin og við erum aðilar að NATO sem er sterkasta varnabandalag í heimi og Evrópusambandið er með undir 20 prósent af getu NATO,“ sagði Diljá og vísaði þar til skoðunarkönnunar Gallup. Hún sagðist þó opin fyrir því að taka umræðuna innan þingsins, þó að hún virtist ekki hlynnt því að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. „Þá getum við meðal annars rætt af hverju við ættum að ganga í sambandið, á hverju aðildarviðræðurnar strönduðu, sem var að sjálfsögðu af því að við vildum ekki afsala okkur auðlindinni,“ sagði Diljá og bætti við að hún hlakkaði til þess að taka umræðuna. Þorgerður var ekki par sátt með þessi ummæli Diljár. „Við erum alla með það á hreinu að við erum með þingmeirihluta sem að treystir ekki þjóðinni og mér finnst það miður,“ sagði Þorgerður. Samkvæmt tillögunni á þjóðaratkvæðagreiðsla að fara fram fyrir árslok. Fari atkvæðagreiðslan fram munu landsmenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort Ísland eigi að taka upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gerður verði aðildarsamningur sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar. Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. 12. mars 2022 13:35 Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32 Hátt í helmingur hlynntur ESB-aðild Íslands og þriðjungur mótfallinn Hátt í helmingur landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) en þriðjungur mótfallinn. Umtalsvert fleiri eru hlynntir ESB-aðild nú en þegar spurt var fyrir átta árum síðan. 10. mars 2022 10:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og einn flutningsmaður tillögunnar, segir að umræðan í kringum aðild Íslands að ESB hafi verið viðvarandi í gegnum tíðina og bendir á að það hafi verið eitt af hennar fyrstu þingmálum. Hún segir þó heimsmyndina breytta og því þurfi að taka málið upp á ný. „Það eru gríðarlega miklir hagsmunir í húfi, efnahagslegir og varnalega, en fyrst og síðast viljum við verja þá hagsmuni með því að standa vörð um þau gildi sem við trúum á, lýðræði, frelsi og mannréttindi,“ sagði Þorgerður í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það sem er best fyrir okkur að gera er að láta hagsmunarmat fara fram og treysta þjóðinni til að leiðbeina okkur um næstu skref,“ sagði hún enn fremur og bætti við að þjóðin þyrfti nú að segja þeim til í auknum mæli en áður. Vendingar í öryggis- og varnamálum breyti engu Samkvæmt könnun Gallup sem var birt fyrr í mánuðinum er tæpur helmingur landsmanna hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu en þriðjungur mótfallinn. Fleiri eru hlynntir aðild nú en síðast þegar spurt var fyrir átta árum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist opin fyrir því að taka umræðuna innan þingsins. Vísir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sömuleiðis til tals í kvöldfréttum en hún er á öndverðum meiði. Hún sagði flutningsmenn tillögunnar vera fyrir sig að þeir séu að fylgja eftir vilja Alþingis en að það færi ekki á milli mála hver vilji Alþingis til aðildarumsóknar að ESB væri. „Vendingar í öryggis- og varnamálum breytir bara engu þar um, við erum með varnarsamning við Bandaríkin og við erum aðilar að NATO sem er sterkasta varnabandalag í heimi og Evrópusambandið er með undir 20 prósent af getu NATO,“ sagði Diljá og vísaði þar til skoðunarkönnunar Gallup. Hún sagðist þó opin fyrir því að taka umræðuna innan þingsins, þó að hún virtist ekki hlynnt því að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. „Þá getum við meðal annars rætt af hverju við ættum að ganga í sambandið, á hverju aðildarviðræðurnar strönduðu, sem var að sjálfsögðu af því að við vildum ekki afsala okkur auðlindinni,“ sagði Diljá og bætti við að hún hlakkaði til þess að taka umræðuna. Þorgerður var ekki par sátt með þessi ummæli Diljár. „Við erum alla með það á hreinu að við erum með þingmeirihluta sem að treystir ekki þjóðinni og mér finnst það miður,“ sagði Þorgerður. Samkvæmt tillögunni á þjóðaratkvæðagreiðsla að fara fram fyrir árslok. Fari atkvæðagreiðslan fram munu landsmenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort Ísland eigi að taka upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gerður verði aðildarsamningur sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar.
Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. 12. mars 2022 13:35 Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32 Hátt í helmingur hlynntur ESB-aðild Íslands og þriðjungur mótfallinn Hátt í helmingur landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) en þriðjungur mótfallinn. Umtalsvert fleiri eru hlynntir ESB-aðild nú en þegar spurt var fyrir átta árum síðan. 10. mars 2022 10:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. 12. mars 2022 13:35
Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32
Hátt í helmingur hlynntur ESB-aðild Íslands og þriðjungur mótfallinn Hátt í helmingur landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) en þriðjungur mótfallinn. Umtalsvert fleiri eru hlynntir ESB-aðild nú en þegar spurt var fyrir átta árum síðan. 10. mars 2022 10:20