Ekki sama krafa á Ísland innan NATO og á önnur ríki um hækkun framlaga Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2022 12:53 Katrín Jakobsdóttir segir að alltaf hafi ríkt skilningur á því meðal bandalagsþjóða NATO að ekki væru gerðar sömu kröfur til Íslands sem einu herlausu þjóðarinnar innan bandalagsins um framlög og til hinna ríkjanna. Hér er forsætisráðherra á fundi með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í Brussel 2018. Getty Images/Dursun Aydemir Forsætis- og utanríkisráðherra segja koma til greina að Íslendingar auki framlög sín til NATO þegar komi að verkefnum eins og vörnum gegn netárásum. Alltaf hafi ríkt skilningur á því innan NATO að framlög Íslendinga taki mið af því að þjóðin hafi engan her. Undanfarin misseri hefur verið þrýstingur á aðbandalagsþjóðir Atlantshafsbandalagsins auki framlög sín til hernaðarmála og hefur sá þrýstingur aukist eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þjóðverjar hafa til að mynda ákveðið að verða við kröfunni um að auka framlögin upp í 2 prósent af landsframleiðslu sem verða þá mestu útgjöld þeirra til hermála frá því eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta hafa verið rætt lauslega í ríkisstjórn. „Við erum í raun og veru eina landið þar sem þetta á ekki við. Vegna þess að við erum eina landið (innan NATO) sem er herlaust. En það breytir ekki því að það kann að vera pólitísk ákvörðun að leggja meira í varnartengd verkefni. Sem gætu til að mynda verið netöryggismál, svona nýrri verkefni sem samrýmast því þar sem við höfum eitthvað fram að færa,“ segir Þórdís Kolbrún. Enda væru Íslendingar hvorki að framleiða vopn né fjölga hermönnum. Síðan gætu ýmis verefni eins og viðhaldsverkefni á vegum NATO ratað til Íslands í ljósi aukinna umsvifa bandalagsins sem væri þá ýmist fjármagnað af bandalaginu eða Bandaríkjunum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa ríki NATO ákveðið að auka enn frekar framlög sín til bandalagsins og til aðstoðar Úkraínumönnum.Vísir/AP Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í svipaðan streng. „Innan Atlantshafsbandalagsins hefur alltaf ríkt mikill skilningur á okkar sérstöðu sem herlausrar þjóðar. Það hefur alltaf komið fram á öllum þeim fundum sem ég hef setið og átt með bæði forsvarsmönnum Atlantshafsbandalagsins og á leiðtogafundum. Það ríkir fullur skilningur á þeirri sérstöðu,“ segir forsætisráðherra. Hins vegar hafi Íslendingar lagt sitt að mörkum til bandalagsins en þá alltaf á borgaralegum forsendum. Hún og utanríkisráðherra hafi aftur á móti rætt hvernig mæta mætti því sem kallað væri fjölþátta ógnir. „Þar bera netöryggismálin kannski hæst til að mynda um þessar mundir.Þar sem við höfum aðeins verið að gefa í og höfum áhuga á að gera betur og auka okkar framlög til þessa málaflokks. Væri það í samstarfi við NATO, værum við að leggja eitthvað inn ísambandið sjálft eða erum við bara að hugsa um okkur í þessu samhengi? „Hluti af því væri ísamstarfi við Atlantshafsbandalagið því það rekur auðvitað miðlægar miðstöðvar í netöryggismálum. Þar sem við höfum verið að taka aukinn þátt á síðustu árum og höfum hug á að gera meira af því,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið þrýstingur á aðbandalagsþjóðir Atlantshafsbandalagsins auki framlög sín til hernaðarmála og hefur sá þrýstingur aukist eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þjóðverjar hafa til að mynda ákveðið að verða við kröfunni um að auka framlögin upp í 2 prósent af landsframleiðslu sem verða þá mestu útgjöld þeirra til hermála frá því eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta hafa verið rætt lauslega í ríkisstjórn. „Við erum í raun og veru eina landið þar sem þetta á ekki við. Vegna þess að við erum eina landið (innan NATO) sem er herlaust. En það breytir ekki því að það kann að vera pólitísk ákvörðun að leggja meira í varnartengd verkefni. Sem gætu til að mynda verið netöryggismál, svona nýrri verkefni sem samrýmast því þar sem við höfum eitthvað fram að færa,“ segir Þórdís Kolbrún. Enda væru Íslendingar hvorki að framleiða vopn né fjölga hermönnum. Síðan gætu ýmis verefni eins og viðhaldsverkefni á vegum NATO ratað til Íslands í ljósi aukinna umsvifa bandalagsins sem væri þá ýmist fjármagnað af bandalaginu eða Bandaríkjunum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa ríki NATO ákveðið að auka enn frekar framlög sín til bandalagsins og til aðstoðar Úkraínumönnum.Vísir/AP Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í svipaðan streng. „Innan Atlantshafsbandalagsins hefur alltaf ríkt mikill skilningur á okkar sérstöðu sem herlausrar þjóðar. Það hefur alltaf komið fram á öllum þeim fundum sem ég hef setið og átt með bæði forsvarsmönnum Atlantshafsbandalagsins og á leiðtogafundum. Það ríkir fullur skilningur á þeirri sérstöðu,“ segir forsætisráðherra. Hins vegar hafi Íslendingar lagt sitt að mörkum til bandalagsins en þá alltaf á borgaralegum forsendum. Hún og utanríkisráðherra hafi aftur á móti rætt hvernig mæta mætti því sem kallað væri fjölþátta ógnir. „Þar bera netöryggismálin kannski hæst til að mynda um þessar mundir.Þar sem við höfum aðeins verið að gefa í og höfum áhuga á að gera betur og auka okkar framlög til þessa málaflokks. Væri það í samstarfi við NATO, værum við að leggja eitthvað inn ísambandið sjálft eða erum við bara að hugsa um okkur í þessu samhengi? „Hluti af því væri ísamstarfi við Atlantshafsbandalagið því það rekur auðvitað miðlægar miðstöðvar í netöryggismálum. Þar sem við höfum verið að taka aukinn þátt á síðustu árum og höfum hug á að gera meira af því,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira