Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 18:07 Höfuðstöðvar Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. Íslenska ríkið fer með 65 prósent hlut í Íslandsbanka og býður Bankasýslan tuttugu prósent af því heildarhlutafé til sölu, eða 400 milljónir hluta. Möguleiki er til staðar á að stækka útboðið og auka við fjölda seldra hluta. Söfnun tilboða er þegar hafin og getur lokið hvenær sem er, með skömmum fyrirvara. Því fer hver fagfjárfestir að verða síðastur að bjóða í hlut í Íslandsbanka. Gert er ráð fyrir að niðurstöður söluferlisins verði tilkynntar á morgun fyrir opnun markaða klukkan 09:30. Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í dag. „Ákvörðun um útboðsgengi og endanlegan fjölda seldra hluta verður rökstudd af Bankasýslu ríkisins en endanleg ákvörðun er í höndum fjármála- og efnahagsráðherra. Þessi ákvörðun verður tekin þegar áætlaðar niðurstöður úr söluferlinu liggja fyrir og að teknu tilliti til meðal annars eftirfarandi þátta, dagslokagengis hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkaði Nasdaq Iceland, markaðsaðstæðna, eftirspurnar ásamt öðrum þáttum,“ segir í tilkynningu um upphaf söluferlis. Að viðskiptum dagsins loknum verða frekari hlutir ríkisins í bankanum ekki seldir í níutíu daga, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Citigroup Global Markets Europe AG, fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka og J.P. Morgan SE hafa sameiginlega umsjón með viðskiptunum. HSBC Continental Europe og Fossar markaðir hf., munu hafa aðkomu að viðskiptunum sem söluráðgjafar. Þá munu ACRO verðbréf hf., Íslensk verðbréf hf., og Landsbankinn jafnframt starfa sem söluaðilar í útboðinu. STJ Advisors Group Limited er ráðgjafi Bankasýslu ríkisins. Lögfræðilegir ráðgjafar Bankasýslu ríkisins eru LOGOS slf. og White & Case LLP. Upphaflega var fullyrt að 400 milljónir hluta væri tuttugu prósent af hlutafjáreign ríkisins í Íslandsbanka en rétt er að um er að ræða tuttugu prósent af heildarhlutafé bankans. Það hefur verið leiðrétt. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Íslenska ríkið fer með 65 prósent hlut í Íslandsbanka og býður Bankasýslan tuttugu prósent af því heildarhlutafé til sölu, eða 400 milljónir hluta. Möguleiki er til staðar á að stækka útboðið og auka við fjölda seldra hluta. Söfnun tilboða er þegar hafin og getur lokið hvenær sem er, með skömmum fyrirvara. Því fer hver fagfjárfestir að verða síðastur að bjóða í hlut í Íslandsbanka. Gert er ráð fyrir að niðurstöður söluferlisins verði tilkynntar á morgun fyrir opnun markaða klukkan 09:30. Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í dag. „Ákvörðun um útboðsgengi og endanlegan fjölda seldra hluta verður rökstudd af Bankasýslu ríkisins en endanleg ákvörðun er í höndum fjármála- og efnahagsráðherra. Þessi ákvörðun verður tekin þegar áætlaðar niðurstöður úr söluferlinu liggja fyrir og að teknu tilliti til meðal annars eftirfarandi þátta, dagslokagengis hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkaði Nasdaq Iceland, markaðsaðstæðna, eftirspurnar ásamt öðrum þáttum,“ segir í tilkynningu um upphaf söluferlis. Að viðskiptum dagsins loknum verða frekari hlutir ríkisins í bankanum ekki seldir í níutíu daga, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Citigroup Global Markets Europe AG, fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka og J.P. Morgan SE hafa sameiginlega umsjón með viðskiptunum. HSBC Continental Europe og Fossar markaðir hf., munu hafa aðkomu að viðskiptunum sem söluráðgjafar. Þá munu ACRO verðbréf hf., Íslensk verðbréf hf., og Landsbankinn jafnframt starfa sem söluaðilar í útboðinu. STJ Advisors Group Limited er ráðgjafi Bankasýslu ríkisins. Lögfræðilegir ráðgjafar Bankasýslu ríkisins eru LOGOS slf. og White & Case LLP. Upphaflega var fullyrt að 400 milljónir hluta væri tuttugu prósent af hlutafjáreign ríkisins í Íslandsbanka en rétt er að um er að ræða tuttugu prósent af heildarhlutafé bankans. Það hefur verið leiðrétt.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira