Erlent

Fjögur látin í hryðju­verka­á­rás í Ísrael

Árni Sæberg skrifar
Sjúkraliðar þrífa upp blóð fyrir utan verslunarmiðstöð þar sem fjögur létust í hnífsstunguárás.
Sjúkraliðar þrífa upp blóð fyrir utan verslunarmiðstöð þar sem fjögur létust í hnífsstunguárás. AP Photo/Tsafrir Abayov

Árásarmaður ók yfir hjólreiðarmann og stakk fimm manns við verslunarmiðstöð í borginni Bersheeba í Íslrael í dag. Tala látinna er komin í fjóra.

Viðbragðsaðilar í Ísrael greindu fyrst frá því að einn karlmaður og tvær konur hefðu látist í árasinni og að minnst þrír væru slasaðir, einn lífshættulega. Nú hefur fengist staðfest að fernt er látið, að því er segir í frétt Deutsche Welle um málið.

Ísraelski lögregluforinginn Kobi Shabtai segir árásina hafa verið framda af hryðjuverkamanni sem var þekktur af yfirvöldum í Ísrael.

„Svo virðist sem stakur hryðjuverkamaður hafi verið að verki vopnaður eggvopni. Almennur borgari tók frumkvæði og skaut hann til bana,“ segir Eli Levy, talsmaður lögreglu, í viðtali við Stöð 13 í Ísrael.

Forsætisráðherrann Naftalí Bennett segir almenna borgarann hafa verið úrræðagóðan og hugrakkan og komið í veg fyrir frekara mannfall í árásinni.

Að sög ísraelska dagblaðsins Haaretz var árásarmaðurinn ísraelskur Bedúíni með tengsl við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×