Lögmál leiksins: Philly á ekki séns á titli og LeBron endar stigahæstur í sögunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. mars 2022 23:31 Það var létt yfir mönnum í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld. Stöð 2 Sport 2 „Nei eða já. Við elskum þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins í seinasta þætti af Lögmál leiksins. Leikurinn „Nei eða já“ er afar einfaldur. Kjartan Atli ber fram fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins segja nei eða já við henni, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Fyrsta fullyrðing Kjartans fjallaði um það að Philadelphia 76ers ætti ekki möguleika á titli í vor. Tómas Steindórsson sagði í upphafi að miði væri möguleiki, sérstaklega ef lykilmenn liðsins myndu stíga upp og spila sinn allra besta leik í úrslitakeppninni. Hann dró þó í land eftir stutta umhugsun. „Spurningin er: „Philly á ekk möguleika á titli í ár.“ Nei, þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Tómas. Hörður Unnsteinsson var sammála Tómasi, en Sigurður Orri Kristjánsson gaf þeim að lokum níu prósent möguleika á sigri. Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju LeBron bætir stigametið, en mögulega ekki í treyju Los Angeles Lakers Að lokum var einn besti körfuboltamaður allra tíma, LeBron James, til umræðu. LeBron varð á dögunum næst stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, en hann er nú 1.440 stigum á eftir Kareem Abdul-Jabbar sem trónir á toppnum. Allir voru þeir sammála um það að LeBron mun á endanum bæta stigamet Kareems Abdul-Jabbar, en ekki voru allir sammála um það hvaða litur yrði á treyjunni hans þegar það myndi gerast. Hörður og Tómas voru reyndar á því að LeBron yrði í fagurgulri Lakers treyju þegar metið yrði slegið, en Sigurður tók aðra nálgun á málið. „Nei, það gengur ekki upp. Það verða einhver svona gömlu karla meiðsli þannig að hann nær þessu ekki á næsta ári heldur þarnæsta og þá verðu hann kominn í búning Pistons. Já hann klárar þetta hjá Pistons í Little Caesars-höllinni,“ sagði Sigurður léttur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins Körfubolti NBA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Leikurinn „Nei eða já“ er afar einfaldur. Kjartan Atli ber fram fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins segja nei eða já við henni, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Fyrsta fullyrðing Kjartans fjallaði um það að Philadelphia 76ers ætti ekki möguleika á titli í vor. Tómas Steindórsson sagði í upphafi að miði væri möguleiki, sérstaklega ef lykilmenn liðsins myndu stíga upp og spila sinn allra besta leik í úrslitakeppninni. Hann dró þó í land eftir stutta umhugsun. „Spurningin er: „Philly á ekk möguleika á titli í ár.“ Nei, þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Tómas. Hörður Unnsteinsson var sammála Tómasi, en Sigurður Orri Kristjánsson gaf þeim að lokum níu prósent möguleika á sigri. Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju LeBron bætir stigametið, en mögulega ekki í treyju Los Angeles Lakers Að lokum var einn besti körfuboltamaður allra tíma, LeBron James, til umræðu. LeBron varð á dögunum næst stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, en hann er nú 1.440 stigum á eftir Kareem Abdul-Jabbar sem trónir á toppnum. Allir voru þeir sammála um það að LeBron mun á endanum bæta stigamet Kareems Abdul-Jabbar, en ekki voru allir sammála um það hvaða litur yrði á treyjunni hans þegar það myndi gerast. Hörður og Tómas voru reyndar á því að LeBron yrði í fagurgulri Lakers treyju þegar metið yrði slegið, en Sigurður tók aðra nálgun á málið. „Nei, það gengur ekki upp. Það verða einhver svona gömlu karla meiðsli þannig að hann nær þessu ekki á næsta ári heldur þarnæsta og þá verðu hann kominn í búning Pistons. Já hann klárar þetta hjá Pistons í Little Caesars-höllinni,“ sagði Sigurður léttur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins Körfubolti NBA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira