Njarðvík ekki í neinum vandræðum með Breiðablik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2022 20:10 Njarðvíkurkonur unnu öruggan sigur í kvöld. Vísir/Bára Njarðvík vann einkar sannfærandi 27 stiga sigur á Breiðabliki í fyrsta leik kvöldsins í Subway-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 82-55. Bæði lið léku í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna um liðna helgi. Njarðvík steinlá gegn verðandi meisturum Hauka í undanúrslitum meðan Breiðablik vann stórsigur á Snæfelli en tapaði naumlega gegn Haukum í úrslitum. Virðist sem sá leikur hafi setið í Kópavogsliðinu en það átti aldrei möguleika í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og leiddi með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta. Það hægðist aðeins á sóknarleik heimakvenna í öðrum leikhluta og gestirnir voru aðeins átta stigum undir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Hver svo sem ræða Rúnars Inga Erlingssonar, þjálfara Njarðvíkur, var þá gekk hún fullkomlega upp. Lið hans gjörsamlega kafsigldi gestina í þriðja leikhluta og gekk í raun f´ra leiknum. Staðan að endingu 82-55 og stórsigur Njarðvíkur staðreynd. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 17 stig ásamt því að taka 18 fráköst. Diane Diéné Oumou kom þar á eftir með 15 stig. Hjá Blikum voru Anna Soffía Lárusdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir stigahæstar með 14 stig. Sigurinn þýðir að Njarðvík er nú með 28 stig líkt og bæði Valur og Haukar. Liðin sita í öðru til fjórða sæti deildarinnar. Síðarnefndu liðin leika síðar í kvöld. Breiðablik er sem fyrr í næstneðsta sæti Subway-deildar kvenna með 12 stig að loknum 22 leikjum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Sjá meira
Bæði lið léku í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna um liðna helgi. Njarðvík steinlá gegn verðandi meisturum Hauka í undanúrslitum meðan Breiðablik vann stórsigur á Snæfelli en tapaði naumlega gegn Haukum í úrslitum. Virðist sem sá leikur hafi setið í Kópavogsliðinu en það átti aldrei möguleika í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og leiddi með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta. Það hægðist aðeins á sóknarleik heimakvenna í öðrum leikhluta og gestirnir voru aðeins átta stigum undir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Hver svo sem ræða Rúnars Inga Erlingssonar, þjálfara Njarðvíkur, var þá gekk hún fullkomlega upp. Lið hans gjörsamlega kafsigldi gestina í þriðja leikhluta og gekk í raun f´ra leiknum. Staðan að endingu 82-55 og stórsigur Njarðvíkur staðreynd. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 17 stig ásamt því að taka 18 fráköst. Diane Diéné Oumou kom þar á eftir með 15 stig. Hjá Blikum voru Anna Soffía Lárusdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir stigahæstar með 14 stig. Sigurinn þýðir að Njarðvík er nú með 28 stig líkt og bæði Valur og Haukar. Liðin sita í öðru til fjórða sæti deildarinnar. Síðarnefndu liðin leika síðar í kvöld. Breiðablik er sem fyrr í næstneðsta sæti Subway-deildar kvenna með 12 stig að loknum 22 leikjum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum