Erlent

Óttast eld­gos á Asóreyjum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Asóreyjar eru vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Asóreyjar eru vinsæll áfangastaður ferðamanna. Getty Images

Mikil skjálftavirkni hefur mælst á Asóreyjum síðustu daga og yfirvöld óttast að virknin kunni að leiða til eldgoss. Grannt er fylgst með stöðunni og ferðamenn eru hvattir til að hætta sér ekki á eyjarnar.

Eyjarnar portúgölsku eru í miðju Atlantshafi og samanstanda af níu eldfjallaeyjum. Ríflega 8.400 manns búa á eyjunni Sao Jorge sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Fjölmargir jarðskjálftar hafa mælst á eyjunum síðustu daga.CIVISA

Rúmlega 1.800 skjálftar hafa mælst á eyjunum síðustu þrjá daga en hafa ekki valdið tjóni. Óttast er að skjálftavirknin kunni að leiða til enn stærri jarðskjálfta eða eldgoss.

Yfirvöld á Asóreyjum hafa virkjað neyðarstig til öryggis en íbúar eyjanna eru hvattir til að halda ró sinni, segir í frétt Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×