Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2022 13:00 Arnar Þór Viðarsson sést hér á æfingu liðsins við hlið fyrirliðans Birkis Bjarnasonar. KSÍ Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. Arnar Þór er orðinn 44 ára gamall en spilaði á sínum tíma 52 landsleiki og alls 391 leik í efstu deild í Belgíu. Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson var meðal annars spurður út í þátttöku landsliðsþjálfarans á blaðamannafundi í gær en jafnframt hvernig Aroni lítist á verkefni þessa landsliðsglugga á móti EM-liði Finna og stórliði Spánverja? „Þetta verður mjög spennandi og flottir leikir að fá. Við fáum tækifæri til æfa okkur og þróa liðið. Við höfum núna viku til þess að æfa vel og undirbúa okkur sem er flott,“ sagði Aron Elís. Team coaches @ work #fyririsland pic.twitter.com/UKUlv4SXDK— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 22, 2022 Aron lék sína fyrstu keppnisleiki síðasta haust og er að reyna að stimpla sig inn í hópinn. „Ég var þvílíkt stoltur að hafa verð valinn í keppnisleiki og svo er það bara undir mér komið að grípa tækifærið þegar þar að kemur. Ég er mjög ánægður með það og núna í framhaldinu ætla ég að reyna að festa mig í hópnum,“ sagði Aron Elís. Aron Elís er að spila aftar á vellinum en hann gerði hjá Víkingum á sínum tíma. Hver er besta staðan hjá Aroni? „Ég myndi segja að ég gæti leyst bæði sexuna og áttuna. Ég hef verið að spila meira í sexu hlutverki síðasta árið og gengið vel. Ég tel mig líka geta leyst áttuna. Ég spila bara þar ég verð látinn spila,“ sagði Aron Elís. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sýndi vissulega flott tilþrif á æfingu íslensku strákanna í vikunni. Þora menn eitthvað að tækla þjálfarinn á æfingum? „Ég missti af fyrstu æfingunni á mánudeginum og frétti þá að hann hefði verið í framherjanum að raða inn mörkunum. Hann þekkir þetta og er búinn að spila fótbolta á góðu getustigi. Ég hef engar áhyggjur af honum þegar hann er með okkur,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Arnar Þór er orðinn 44 ára gamall en spilaði á sínum tíma 52 landsleiki og alls 391 leik í efstu deild í Belgíu. Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson var meðal annars spurður út í þátttöku landsliðsþjálfarans á blaðamannafundi í gær en jafnframt hvernig Aroni lítist á verkefni þessa landsliðsglugga á móti EM-liði Finna og stórliði Spánverja? „Þetta verður mjög spennandi og flottir leikir að fá. Við fáum tækifæri til æfa okkur og þróa liðið. Við höfum núna viku til þess að æfa vel og undirbúa okkur sem er flott,“ sagði Aron Elís. Team coaches @ work #fyririsland pic.twitter.com/UKUlv4SXDK— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 22, 2022 Aron lék sína fyrstu keppnisleiki síðasta haust og er að reyna að stimpla sig inn í hópinn. „Ég var þvílíkt stoltur að hafa verð valinn í keppnisleiki og svo er það bara undir mér komið að grípa tækifærið þegar þar að kemur. Ég er mjög ánægður með það og núna í framhaldinu ætla ég að reyna að festa mig í hópnum,“ sagði Aron Elís. Aron Elís er að spila aftar á vellinum en hann gerði hjá Víkingum á sínum tíma. Hver er besta staðan hjá Aroni? „Ég myndi segja að ég gæti leyst bæði sexuna og áttuna. Ég hef verið að spila meira í sexu hlutverki síðasta árið og gengið vel. Ég tel mig líka geta leyst áttuna. Ég spila bara þar ég verð látinn spila,“ sagði Aron Elís. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sýndi vissulega flott tilþrif á æfingu íslensku strákanna í vikunni. Þora menn eitthvað að tækla þjálfarinn á æfingum? „Ég missti af fyrstu æfingunni á mánudeginum og frétti þá að hann hefði verið í framherjanum að raða inn mörkunum. Hann þekkir þetta og er búinn að spila fótbolta á góðu getustigi. Ég hef engar áhyggjur af honum þegar hann er með okkur,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira