Viðskipti innlent

Tekur við stöðu for­stöðu­manns Hag­fræði­deildar Lands­bankans

Atli Ísleifsson skrifar
Una Jónsdóttir.
Una Jónsdóttir. Landsbankinn

Una Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Hagfræðideildar Landsbankans.

Í tilkynningu á vef bankans segir að Una hafi starfað í Hagfræðideild bankans frá árinu 2019 og meðal annars borið ábyrgð á greiningum og spám um þróun fasteignamarkaðar og einkaneyslu. 

„Áður starfaði hún hjá Íbúðalánasjóði sem deildarstjóri Leigumarkaðsdeildar og í Hagdeild Alþýðusambands Íslands. Una er með M.Sc. gráðu í hagfræði og stjórnun frá Humboldt-háskóla í Berlín og B.S. gráðu frá Háskóla Íslands.

Una hefur þegar tekið við starfinu og þar með hlutverki aðalhagfræðings Landsbankans,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×