Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglu. Segir ennfremur að ökumaður og farþegi hafi verið vistaðir í fangaklefa.
Á meðal annarra verkefna lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt má nefna að tilkynning hafi borist um börn sem væru að stökkva milli skúra í Hafnarfirði. Ekkert hafi þó verið að sjá þegar lögreglu bar að garði.
Þá var tilkynnt um þjófnað í hverfi 221 í Hafnarfirði og þjófnað úr verslun í hverfi 109 í Reykjavík.
Sömuleiðis var lögregla kölluð út vegna innbrots á heimili í Grafarvogi og er málið í rannsókn.