Guardian segir frá því að bleikingin verði þegar óeðlilegar aðstæður myndast á svæðinu, til dæmis þegar hitastig sjávar er hærra en vanalega.
Bleiking verður þegar kórallarnir ýta þá frá sér ljóstillífandi þörungum sem leiðir til þess að þeir verða hvítir. Verði aðstæður ekki eðlilegar á ný getur það orðið til þess að bleikingin verði varanleg og velur þannig dauða kórallanna.
Samkvæmt umfjölluninni er þetta í sjötta skiptið sem bleiking verður á svo stóru svæði á rifinu. Vísindamenn eru sérstaklega áhyggjufullir nú í ljósi þess að veðurfyrirbrigðið La Niña er nú ríkjandi á svæðinu en því fylgir lægri sjávarhiti en venjulega.
Því kemur það mönnum í opna skjöldu að enn einu sinni skuli bleiking hafin á rifinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent hóp vísindamanna á svæðið til að rannsaka atvikið nánar og er búist við niðurstöðum á allra næstu dögum.
Fyrst varð vart við bleikingu á Kóralrifinu mikla árið 1998 og svo aftur 2016, 2017, 2020 og nú.
Kóralrifið mikla nær yfir um 2.300 kílómetra svæði undan norðausturströnd Ástralíu og er eitt af þeim svæðum jarðar þar sem fyrir finnst mestur líffræðilegur fjölbreytileiki.