Endaði landsliðsferillinn sinn á því að klikka á vítaspyrnu á úrslitastundu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 16:46 Burak Yilmaz eftir vítaklúðrið sitt í Portúgal í gær. AP/Luis Vieira Það var enginn draumaendir fyrir tyrknesku knattspyrnugoðsögnina Burak Yilmaz í gær í umspili fyrir HM í Katar. Yilmaz átti þá möguleika á að tryggja Tyrkjum framlengingu í umspilsleiknum á móti Portúgal þegar Tyrkland fékk víti í stöðunni 2-1 undir lok leiks. Hann klúðraði hins vegar vítaspyrnunni, skaut lang yfir markið. Portúgalar enduðu á því að skora þriðja markið í framhaldinu og tryggja sér sæti í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í nóvember. Burak Yilmaz misses an 85th-minute penalty with Turkey 2-1 down to Portugal pic.twitter.com/LPgtGXpGMf— GOAL (@goal) March 24, 2022 Burak Yilmaz var reyndasti leikmaður tyrkneska landsliðsins og hefur verið landsliðsmaður í sextán ár. Hann var í áfalli í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn. „Ég er í sjokki að hafa klúðrað þessu víti. Þjóðin okkar er í áfalli. Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Þetta var HM-möguleikinn minn en nú er þetta búið,“ sagði Burak Yilmaz eftir leik. Hann hafði minnkað muninn í 2-1 með marki á 55. mínútu. „Ég vildi ekki hætta eftir svona leik en ég tel að það sé rétt fyrir alla að halda ekki áfram með landsliðinu, sagði Burak. BURAK YILMAZ MISSES THE PK TO SAVE TURKEY'S WORLD CUP DREAMS pic.twitter.com/T7oRjv8XQj— International Champions Cup (@IntChampionsCup) March 24, 2022 „Þjóðin þarf nú að leyfa yngri mönnum að taka við keflinu. Nú þarf ný kynslóð að koma inn og byggja upp nýtt lið. Það er það rétta í stöðunni. Ákvörðun mín tengist ekki vonbrigðunum með vítaspyrnuna,“ sagði Burak sem er að leika með franska liðinu Lille. Hann lék alls 77 landsleiki og skoraði í þeim 31 mark. HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Yilmaz átti þá möguleika á að tryggja Tyrkjum framlengingu í umspilsleiknum á móti Portúgal þegar Tyrkland fékk víti í stöðunni 2-1 undir lok leiks. Hann klúðraði hins vegar vítaspyrnunni, skaut lang yfir markið. Portúgalar enduðu á því að skora þriðja markið í framhaldinu og tryggja sér sæti í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í nóvember. Burak Yilmaz misses an 85th-minute penalty with Turkey 2-1 down to Portugal pic.twitter.com/LPgtGXpGMf— GOAL (@goal) March 24, 2022 Burak Yilmaz var reyndasti leikmaður tyrkneska landsliðsins og hefur verið landsliðsmaður í sextán ár. Hann var í áfalli í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn. „Ég er í sjokki að hafa klúðrað þessu víti. Þjóðin okkar er í áfalli. Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Þetta var HM-möguleikinn minn en nú er þetta búið,“ sagði Burak Yilmaz eftir leik. Hann hafði minnkað muninn í 2-1 með marki á 55. mínútu. „Ég vildi ekki hætta eftir svona leik en ég tel að það sé rétt fyrir alla að halda ekki áfram með landsliðinu, sagði Burak. BURAK YILMAZ MISSES THE PK TO SAVE TURKEY'S WORLD CUP DREAMS pic.twitter.com/T7oRjv8XQj— International Champions Cup (@IntChampionsCup) March 24, 2022 „Þjóðin þarf nú að leyfa yngri mönnum að taka við keflinu. Nú þarf ný kynslóð að koma inn og byggja upp nýtt lið. Það er það rétta í stöðunni. Ákvörðun mín tengist ekki vonbrigðunum með vítaspyrnuna,“ sagði Burak sem er að leika með franska liðinu Lille. Hann lék alls 77 landsleiki og skoraði í þeim 31 mark.
HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira