Birkir Bjarna: Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 14:50 Birkir Bjarnason á æfingu með íslenska liðinu út á Spáni. KSÍ Birkir Bjarnason og félagar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta horfa bjartir fram á veginn og ætla setja meiri kröfur á liðið að fara vinna fleiri leiki. Íslenska liðið gekk í gegnum hörð og snögg kynslóðaskipti síðasta haust og náði ekki að fylgja eftir góðum árangri síðustu ár. Nú er komið nýtt ár og það bjartsýni í íslenska hópnum ef marka má orð fyrirliðans. Íslenska karlalandsliðið spilar tvo vináttulandsleiki á næstu dögum og sá fyrri er á móti Finnum á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Þetta er kannski búinn að vera erfiður tími hingað til en margt mjög jákvætt sem við höfum gert og margt sem við getum bætt okkur í,“ sagði Birkir Bjarnason, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Við erum búnir að fá rosalega góðan tíma núna og meiri tíma en áður. Við erum að þróa liðið og þróa okkar leik, bæði út á velli sem og inn í fundarsal. Þetta er búið að vera ótrúlega gott fyrir okkur,“ sagði Birkir. Leikurinn á móti Finnum á morgun verður fyrsti leikur íslenska liðsins árinu með fullt lið enda um fyrsta opinbera landsleikjaglugga ársins. „Eins og við höfum verið að ræða innan hóps þá ætlum við að gera meiri kröfur til okkar sjálfra og til liðsins. Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur. Þetta er það sem þetta snýst um og við ætlum að vinna leiki og koma okkur á betri stað,“ sagði Birkir. „Það væri ekkert betra en að geta byrjað árið með sigri,“ sagði Birkir. Birkir vildi hins vegar ekki gera mikið úr árangri Norður Makedóníu í gær með það hvernig sigur þeirra á móti Íslandi speglaði íslenska landsliðið. Norður Makedónía komst einmitt upp úr riðli Íslands og í umspilið. „Við þurfum að gleyma úrslitunum sem voru í síðustu keppni og taka með okkur spilamennskuna. Einbeita okkur að því að gera betur og þróa okkur sem lið og einstaklinga. Við gerum það saman og vonandi eru bjartir tímar fram undan,“ sagði Birkir. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á morgun í Murcia á Spáni og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Íslenska liðið gekk í gegnum hörð og snögg kynslóðaskipti síðasta haust og náði ekki að fylgja eftir góðum árangri síðustu ár. Nú er komið nýtt ár og það bjartsýni í íslenska hópnum ef marka má orð fyrirliðans. Íslenska karlalandsliðið spilar tvo vináttulandsleiki á næstu dögum og sá fyrri er á móti Finnum á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Þetta er kannski búinn að vera erfiður tími hingað til en margt mjög jákvætt sem við höfum gert og margt sem við getum bætt okkur í,“ sagði Birkir Bjarnason, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Við erum búnir að fá rosalega góðan tíma núna og meiri tíma en áður. Við erum að þróa liðið og þróa okkar leik, bæði út á velli sem og inn í fundarsal. Þetta er búið að vera ótrúlega gott fyrir okkur,“ sagði Birkir. Leikurinn á móti Finnum á morgun verður fyrsti leikur íslenska liðsins árinu með fullt lið enda um fyrsta opinbera landsleikjaglugga ársins. „Eins og við höfum verið að ræða innan hóps þá ætlum við að gera meiri kröfur til okkar sjálfra og til liðsins. Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur. Þetta er það sem þetta snýst um og við ætlum að vinna leiki og koma okkur á betri stað,“ sagði Birkir. „Það væri ekkert betra en að geta byrjað árið með sigri,“ sagði Birkir. Birkir vildi hins vegar ekki gera mikið úr árangri Norður Makedóníu í gær með það hvernig sigur þeirra á móti Íslandi speglaði íslenska landsliðið. Norður Makedónía komst einmitt upp úr riðli Íslands og í umspilið. „Við þurfum að gleyma úrslitunum sem voru í síðustu keppni og taka með okkur spilamennskuna. Einbeita okkur að því að gera betur og þróa okkur sem lið og einstaklinga. Við gerum það saman og vonandi eru bjartir tímar fram undan,“ sagði Birkir. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á morgun í Murcia á Spáni og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira