Vill að umdeilt listaverk til heiðurs samstarfi Rússa og NATO verði fjarlægt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. mars 2022 22:51 Ritari Samtaka hernaðarandstæðinga vill að listaverk fyrir utan Hótel Sögu verði fjarlægt. Verkið er tuttugu ára gamalt og táknar vináttu og samstarf Rússlands við NATO-ríkin. Listaverkið heitir 20 logar og er eftir Huldu Hákon. Það hefur staðið fyrir utan Hótel Sögu í tvo áratugi og er minnisvarði fyrir sögulegan fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna með utanríkisráðherra Rússlands sem var haldinn þar árið 2002. Listaverkið er klárlega eitt það umdeildasta sem við eigum hér á Íslandi og á því hafa nokkrum sinnum verið unnar skemmdir, síðast árið 2018 og þá leit þetta listaverk svona út: Verkið eftir skemmdarverk árið 2018. vísir Hernaðarandstæðingar segjast ekki hafa stolið logunum Og nokkrum árum fyrr höfðu tveimur af tuttugu logum verksins verið stolið. Lengi hefur sá orðrómur verið uppi að Samtök hernaðarandstæðinga hafi staðið að baki stuldinum en því neitar Stefán Pálsson, ritari samtakanna. „Ég veit ekki hverjir hafa gert það en allavega tvívegis hefur verið slett á þetta málningu og einhverjir hafa gert sér að leik að hnupla þessum logum sem þess utan hafa upplitast mikið vegna brennisteins í loftinu. Þannig þetta er svona frekar óheppið listaverk,“ segir hann. Logarnir 20 kulnaðir Og nú vill hann að listaverkið verði fjarlægt. „Ég velti því nú fyrir mér í ljósi síðustu atburða í heimsmálunum hvort það sé í rauninni nokkur sem vilji hafa þetta verk hérna uppi. Ég held að það hljóti að vera hægt að ná nokkuð breiðri samstöðu um það í dag að taka niður þetta verk,“ segir Stefán. Forsendur verksins eru þannig brostnar að mati Stefáns. „Boðskapur þessa verks átti að vera vinátta Rússlands og NATO. Og ég held að það fari nú mjög lítið fyrir þeirri vináttu í dag. Logarnir sem standa upp úr steininum eru 20 talsins. Aðildarríki NATO voru 19 þegar það var sett upp og táknar hver logi eitt NATO-ríki og er einn aukalogi á verkinu fyrir Rússland. Væntanlegt samstarf sem aldrei varð. Logarnir 20 kulnaðir - allavega í bili. Styttur og útilistaverk Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Reykjavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Listaverkið heitir 20 logar og er eftir Huldu Hákon. Það hefur staðið fyrir utan Hótel Sögu í tvo áratugi og er minnisvarði fyrir sögulegan fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna með utanríkisráðherra Rússlands sem var haldinn þar árið 2002. Listaverkið er klárlega eitt það umdeildasta sem við eigum hér á Íslandi og á því hafa nokkrum sinnum verið unnar skemmdir, síðast árið 2018 og þá leit þetta listaverk svona út: Verkið eftir skemmdarverk árið 2018. vísir Hernaðarandstæðingar segjast ekki hafa stolið logunum Og nokkrum árum fyrr höfðu tveimur af tuttugu logum verksins verið stolið. Lengi hefur sá orðrómur verið uppi að Samtök hernaðarandstæðinga hafi staðið að baki stuldinum en því neitar Stefán Pálsson, ritari samtakanna. „Ég veit ekki hverjir hafa gert það en allavega tvívegis hefur verið slett á þetta málningu og einhverjir hafa gert sér að leik að hnupla þessum logum sem þess utan hafa upplitast mikið vegna brennisteins í loftinu. Þannig þetta er svona frekar óheppið listaverk,“ segir hann. Logarnir 20 kulnaðir Og nú vill hann að listaverkið verði fjarlægt. „Ég velti því nú fyrir mér í ljósi síðustu atburða í heimsmálunum hvort það sé í rauninni nokkur sem vilji hafa þetta verk hérna uppi. Ég held að það hljóti að vera hægt að ná nokkuð breiðri samstöðu um það í dag að taka niður þetta verk,“ segir Stefán. Forsendur verksins eru þannig brostnar að mati Stefáns. „Boðskapur þessa verks átti að vera vinátta Rússlands og NATO. Og ég held að það fari nú mjög lítið fyrir þeirri vináttu í dag. Logarnir sem standa upp úr steininum eru 20 talsins. Aðildarríki NATO voru 19 þegar það var sett upp og táknar hver logi eitt NATO-ríki og er einn aukalogi á verkinu fyrir Rússland. Væntanlegt samstarf sem aldrei varð. Logarnir 20 kulnaðir - allavega í bili.
Styttur og útilistaverk Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Reykjavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira