Vörum bænda hent í gáma við verslanir eftir síðasta söludag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2022 13:03 Kjöt frá bændum á kæli í sláturhúsi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagsmenn í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar hafa verulegar áhyggjur af matarsóun í verslunum landsins, sem lýsir því sér að vörum bænda sé hent í gáma og þar með í ruslið ef þær seljast ekki. Í Bændablaðinu, sem kom út í vikunni er m.a. sagt frá ályktun Búnaðarsambands Eyjafjarðar þar sem talað er um ólíðandi viðskiptahætti verslana, sem oft og tíðum henda vörum, ekki síst landbúnaðarvörum þegar þær eru komnar á síðasta söludag. Þær fari beint í ruslagáma við verslanirnar. Sigurgeir Hreinsson er framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. „Ályktunin snýst um það að ýta á, bæði matvöruverslanir og afurðastöðvar að hafa ábyrgð á innsetningu á vörum, sem eru í verslunum til þess að það nýtist sem best,“ segir hann. Sigurgeir segir það lensku hjá verslunum að fylla öll kæliborð af matvöru svo þau líti vel út, sem þýðir það að töluvert af vörunni fer yfir á síðasta söludag. „Og því miður hefur verið henni hent og það hafa verið samningar þannig að afurðastöðvarnar hafa verið skyldugar að taka þetta til baka. Það er eitthvað sem þarf að breyta til þess að minnka matarsóun,“ segir Sigurgeir. En þetta hlýtur að vera fúlt fyrir bændur og búalið að vera að framleiða úrvalsvöru og svo er henni kannski bara hent, eða hvað? „Það er bara djöfullegt eins og maður segir.“ Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem segir djöfullegt ef vörum bænda er hent úr veslunum séu þær komnar á síðasta söludag. Hann segir verslanir panta alltof mikið af vörum til að láta kæliborðin líta vel út.AÐSEND Sigurgeir segir að það þurfa að breyta samningnum þannig að afurðastöðvarnar þurfi ekki að taka vörur til baka, heldur séu þær á ábyrgð verslunarinnar og þá myndi þær hugsa betur um vörurnar sínar. „Nú væri bara gott að fjölmiðlarnir hefðu daglega vakt á gámum í kringum verslanir og athuga hvort það sé verið að henda vöru,“ segir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Ályktunin, sem samþykkt var á aðalfundinum: Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel. Eyjafjarðarsveit Akureyri Landbúnaður Verslun Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Í Bændablaðinu, sem kom út í vikunni er m.a. sagt frá ályktun Búnaðarsambands Eyjafjarðar þar sem talað er um ólíðandi viðskiptahætti verslana, sem oft og tíðum henda vörum, ekki síst landbúnaðarvörum þegar þær eru komnar á síðasta söludag. Þær fari beint í ruslagáma við verslanirnar. Sigurgeir Hreinsson er framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. „Ályktunin snýst um það að ýta á, bæði matvöruverslanir og afurðastöðvar að hafa ábyrgð á innsetningu á vörum, sem eru í verslunum til þess að það nýtist sem best,“ segir hann. Sigurgeir segir það lensku hjá verslunum að fylla öll kæliborð af matvöru svo þau líti vel út, sem þýðir það að töluvert af vörunni fer yfir á síðasta söludag. „Og því miður hefur verið henni hent og það hafa verið samningar þannig að afurðastöðvarnar hafa verið skyldugar að taka þetta til baka. Það er eitthvað sem þarf að breyta til þess að minnka matarsóun,“ segir Sigurgeir. En þetta hlýtur að vera fúlt fyrir bændur og búalið að vera að framleiða úrvalsvöru og svo er henni kannski bara hent, eða hvað? „Það er bara djöfullegt eins og maður segir.“ Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem segir djöfullegt ef vörum bænda er hent úr veslunum séu þær komnar á síðasta söludag. Hann segir verslanir panta alltof mikið af vörum til að láta kæliborðin líta vel út.AÐSEND Sigurgeir segir að það þurfa að breyta samningnum þannig að afurðastöðvarnar þurfi ekki að taka vörur til baka, heldur séu þær á ábyrgð verslunarinnar og þá myndi þær hugsa betur um vörurnar sínar. „Nú væri bara gott að fjölmiðlarnir hefðu daglega vakt á gámum í kringum verslanir og athuga hvort það sé verið að henda vöru,“ segir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Ályktunin, sem samþykkt var á aðalfundinum: Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel.
Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel.
Eyjafjarðarsveit Akureyri Landbúnaður Verslun Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira