Vonsvikin með að ríkið vilji ekki byggja bílakjallara Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 11:47 Hjólhýsi og tjaldvagnar munu víkja fyrir nýrri heilsugæslustöð. VÍSIR/ÁSGEIR Skipulagsráð Akureyrar hafnaði ósk Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna (FSRE) um að breyting yrði gerð á deiliskipulagi svæðis þar sem fyrirhugað er að reisa nýja heilsugæslu. Samkvæmt gildandi skipulagi er gert ráð fyrir bílakjallara undir nýbyggingunni en FSRE segir ekki gert ráð fyrir slíku í fjárframlögum til framkvæmdarinnar. Skipulagsráð bæjarins segir að bílakjallari sé forsenda fyrir byggingu heilsugæslu á umræddu svæði. Akureyri.net greindi fyrst frá. Til stendur að reisa tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri á næstu árum og á umrædd stöð að rísa á lóðinni við Þingvallastræti 23 sem hefur lengi verið nýtt sem tjaldstæði. Mynd sem birt var þegar breyting á deiluskipulagi fyrir svæðið var auglýst í apríl á síðasta ári. Í bréfi frá FSRE til bæjarstjórnar Akureyrar segir að óskað sé eftir breytingu á deiliskipulaginu þar sem ekki sé gert ráð fyrir bílakjallara í frumkostnaðarmati á framkvæmdinni sem undirritað var 25. mars 2021. „Eins og gefur að skilja er kostnaður við jarðvinnu og byggingu á kjallara töluverður sem ekki er gert ráð fyrir í fjárframlög til verkefnisins.“ Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í síðustu viku lýsir ráðið yfir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að gera ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslunni líkt og miðað hafi verið við frá því að skipulagsvinna hófst árið 2020. Vilja stækka lóðina til að fjölga bílastæðum Fram kemur í bréfi FSRE til bæjarstjórnar að fulltrúar stofnunarinnar hafi óskað eftir að koma með tillögu að breyttri útfærslu á skipulagi lóðarinnar á fundi með skipulagsfulltrúa Akureyrarbæjar þann 15. mars síðastliðinn. Önnur tillagan gerir ráð fyrir stækkun á lóðinni til suðurs þar sem hægt væri að bæta við bílskýli, hjólaskýli og viðbótar bílastæðum. Samtals yrðu 59 bílastæði á lóðinni. Seinni tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja hluta bílastæða, meðal annars fyrir læknabíl, undir þaki og með einhverjum skjólveggjum þar sem það á við. Um væri að ræða opna bílageymslu undir hluta byggingarinnar, samtals um 57 bílastæði innan lóðar. Hvorug tillagan gerir ráð fyrir bílakjallara. FSRE óskar eftir því að bæjarstjórn taki málið fyrir svo ekki verði tafir á framvindu verkefnisins. Skipulagsráð svaraði með því að hvetja hluteigandi eindregið til að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við uppbyggingu heilsugæslunnar til að koma í veg fyrir tafir. Ótækt sé að heilsugæslan búi lengur við núverandi húsnæðiskost en hún er nú í óhentugu húsnæði í Hafnarstræti. Akureyri Heilbrigðismál Bílastæði Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Skipulagsráð bæjarins segir að bílakjallari sé forsenda fyrir byggingu heilsugæslu á umræddu svæði. Akureyri.net greindi fyrst frá. Til stendur að reisa tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri á næstu árum og á umrædd stöð að rísa á lóðinni við Þingvallastræti 23 sem hefur lengi verið nýtt sem tjaldstæði. Mynd sem birt var þegar breyting á deiluskipulagi fyrir svæðið var auglýst í apríl á síðasta ári. Í bréfi frá FSRE til bæjarstjórnar Akureyrar segir að óskað sé eftir breytingu á deiliskipulaginu þar sem ekki sé gert ráð fyrir bílakjallara í frumkostnaðarmati á framkvæmdinni sem undirritað var 25. mars 2021. „Eins og gefur að skilja er kostnaður við jarðvinnu og byggingu á kjallara töluverður sem ekki er gert ráð fyrir í fjárframlög til verkefnisins.“ Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í síðustu viku lýsir ráðið yfir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að gera ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslunni líkt og miðað hafi verið við frá því að skipulagsvinna hófst árið 2020. Vilja stækka lóðina til að fjölga bílastæðum Fram kemur í bréfi FSRE til bæjarstjórnar að fulltrúar stofnunarinnar hafi óskað eftir að koma með tillögu að breyttri útfærslu á skipulagi lóðarinnar á fundi með skipulagsfulltrúa Akureyrarbæjar þann 15. mars síðastliðinn. Önnur tillagan gerir ráð fyrir stækkun á lóðinni til suðurs þar sem hægt væri að bæta við bílskýli, hjólaskýli og viðbótar bílastæðum. Samtals yrðu 59 bílastæði á lóðinni. Seinni tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja hluta bílastæða, meðal annars fyrir læknabíl, undir þaki og með einhverjum skjólveggjum þar sem það á við. Um væri að ræða opna bílageymslu undir hluta byggingarinnar, samtals um 57 bílastæði innan lóðar. Hvorug tillagan gerir ráð fyrir bílakjallara. FSRE óskar eftir því að bæjarstjórn taki málið fyrir svo ekki verði tafir á framvindu verkefnisins. Skipulagsráð svaraði með því að hvetja hluteigandi eindregið til að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við uppbyggingu heilsugæslunnar til að koma í veg fyrir tafir. Ótækt sé að heilsugæslan búi lengur við núverandi húsnæðiskost en hún er nú í óhentugu húsnæði í Hafnarstræti.
Akureyri Heilbrigðismál Bílastæði Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira