Liðsfélagarnir sjá miklar framfarir hjá yngsta Íslendingnum í bestu deild heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 16:00 Andri Már Rúnarsson ræðir hér við Guðjón Guðmundsson en Gaupi vildi frá að vita hvernig handboltalífið hans gengi hjá Styuttgart í Þýskalandi. Stöð 2 Sport Andri Már Rúnarsson sló í gegn með Fram í Olís deild karla á síðustu leiktíð. Það vakti mikla athygli þegar hann samdi við þýska úrvalsdeildarliðið Stuttgart þar sem honum var hent beint í djúpu laugina. Guðjón Guðmundsson ræddi við yngsta atvinnumann Íslands í bestu handbolta deild heims en Anton Már tók stökkið síðasta sumar. „Þetta er allt annað en þegar maður var hérna heima. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir þegar ég var að venjast nýju umhverfi og nýju liði. Ég kunni tungumálið og það hjálpaði mér mjög mikið. Þetta er sterkasta deild í heimi og maður finnur alveg fyrir því, bæði á æfingum sem og í leikjum,“ sagði Andri Már Rúnarsson. „Ég spilaði miklu meira í byrjun en ég bjóst við og fékk þá mjög dýrmætar mínútur. Þær eru aðeins búnar að minnka upp á síðkastið en ég er ennþá með hlutverk og það gengur vel,“ sagði Andri Már. Gaupi vildi fá að vita hvort að Andra hafi fundist honum hlaupa á vegg þegar hann kom inn í þýsku deildina eftir að hafa spilað í Olís deildinni. Klippa: Ræddi við yngsta Íslendinginn í bestu deild heims „Nei ég myndi ekki segja það. Ég vissi sirka út í hvað ég væri að fara. Ég fór líka í æfingabúðir hjá þeim og fékk þá að vera á æfingum þegar þeir vildu skoða mig. Þá fann ég alveg fyrir gæðunum á æfingunum og allt svoleiðis. Svo er ég búinn að vera að fylgjast með þessari deild síðan ég var lítill,“ sagði Andri Már. Í Þýskalandi er mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Ég hef alveg fundið fyrir því að menn eru stórir og sterki í þessar deild. Maður vinnur núna í því markvisst. Ég tek þessar aukaæfingar og lyfti vel en samt ekki of mikið. Ég verð að gera þetta skref fyrir skref. Það er klárlega á dagskránni að bæta líkamlegan styrk og verða betri,“ sagði Andri Már. Hvar sér Andri sjálfan sig vera að spila eftir tvö til þrjú ár? „Það er góð spurning. Bara í stærra hlutverki, búinn að koma mér inn í deildina, vera í góðu hlutverki og spila mikið,“ sagði Andri Már. En er hann ekki líka að horfa á A-landslið karla? „Jú auðvitað. Það er alltaf draumur að spila fyrir A-landsliðið og það er eitt af mínu stóru markmiðunum akkúrat núna. Ég vinn markvisst að því,“ sagði Andri Már. Þjálfararnir hans sjá framfarir hjá kappanum. „Já þeir segja það þjálfararnir og leikmenn í kringum mig. Ég finn ekki mikið fyrir því en ég og þjálfarinn tóku gott spjall um áramótin. Leikmennirnir hafa sagt að frá því að ég kom fyrst í ágúst þá sjá þeir miklar framfarir,“ sagði Andri Már. Það má horfa á allt viðtalið við Andra Már hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Sjá meira
Guðjón Guðmundsson ræddi við yngsta atvinnumann Íslands í bestu handbolta deild heims en Anton Már tók stökkið síðasta sumar. „Þetta er allt annað en þegar maður var hérna heima. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir þegar ég var að venjast nýju umhverfi og nýju liði. Ég kunni tungumálið og það hjálpaði mér mjög mikið. Þetta er sterkasta deild í heimi og maður finnur alveg fyrir því, bæði á æfingum sem og í leikjum,“ sagði Andri Már Rúnarsson. „Ég spilaði miklu meira í byrjun en ég bjóst við og fékk þá mjög dýrmætar mínútur. Þær eru aðeins búnar að minnka upp á síðkastið en ég er ennþá með hlutverk og það gengur vel,“ sagði Andri Már. Gaupi vildi fá að vita hvort að Andra hafi fundist honum hlaupa á vegg þegar hann kom inn í þýsku deildina eftir að hafa spilað í Olís deildinni. Klippa: Ræddi við yngsta Íslendinginn í bestu deild heims „Nei ég myndi ekki segja það. Ég vissi sirka út í hvað ég væri að fara. Ég fór líka í æfingabúðir hjá þeim og fékk þá að vera á æfingum þegar þeir vildu skoða mig. Þá fann ég alveg fyrir gæðunum á æfingunum og allt svoleiðis. Svo er ég búinn að vera að fylgjast með þessari deild síðan ég var lítill,“ sagði Andri Már. Í Þýskalandi er mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Ég hef alveg fundið fyrir því að menn eru stórir og sterki í þessar deild. Maður vinnur núna í því markvisst. Ég tek þessar aukaæfingar og lyfti vel en samt ekki of mikið. Ég verð að gera þetta skref fyrir skref. Það er klárlega á dagskránni að bæta líkamlegan styrk og verða betri,“ sagði Andri Már. Hvar sér Andri sjálfan sig vera að spila eftir tvö til þrjú ár? „Það er góð spurning. Bara í stærra hlutverki, búinn að koma mér inn í deildina, vera í góðu hlutverki og spila mikið,“ sagði Andri Már. En er hann ekki líka að horfa á A-landslið karla? „Jú auðvitað. Það er alltaf draumur að spila fyrir A-landsliðið og það er eitt af mínu stóru markmiðunum akkúrat núna. Ég vinn markvisst að því,“ sagði Andri Már. Þjálfararnir hans sjá framfarir hjá kappanum. „Já þeir segja það þjálfararnir og leikmenn í kringum mig. Ég finn ekki mikið fyrir því en ég og þjálfarinn tóku gott spjall um áramótin. Leikmennirnir hafa sagt að frá því að ég kom fyrst í ágúst þá sjá þeir miklar framfarir,“ sagði Andri Már. Það má horfa á allt viðtalið við Andra Már hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Sjá meira