Þingmenn vilja að Ásmundur rannsaki aðstæður barna innan trúfélaga á Íslandi Sunna Valgerðardóttir skrifar 28. mars 2022 16:46 Eva Dögg (V), Orri Páll (V), Bjarkey (V), Jódís (V), Guðbrandur (C), Dagbjartur (C), Andrés Ingi (P), Jóhann Páll (S) og Sigmar (C). Hópur þingmanna þvert á flokka hefur óskað eftir skýrslu frá Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu barna innan trúfélaga. Skýrslubeiðnin er sett fram vegna fjölda þeirra sem hafa stigið fram í fjölmiðlum og lýst reynslu sinni í sértrúarsöfnuðum á Íslandi. Skýrslubeiðnin er í fimm liðum. Ráðherra skal tilgreina stöðu barna innan trúfélaga með tilliti til trúfrelsis í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þá er þess óskað að Ásmundur Einar láti skoða áhrif þess að alast upp við afmarkaða menningu innan trú- eða lífsskoðunarfélags, sem geti takmarkað samfélagslega þátttöku vegna trúarlegra áherslna. Í þriðja lagi á að tilgreina þær félagslegu hindranir sem börn og ungmenni kunni að mæta óski þau að yfirgefa trú- eða lífsskoðunarfélög. Í fjórða lagi hvort tilefni sé til að halda sérstaklega utan um kvartanir og tilkynningar vegna atvika sem eiga sér stað innan trú- og lífsskoðunarfélaga hjá umboðsmanni barna, sýslumanni, félags- og skólaþjónustunni og/eða öllum/öðrum þeim aðilum sem sjá um slíka vöktun. Að lokum er þess óskað að ráðherra skoði hvort ástæða sé til þess að haldið sé sérstaklega utan um eftirlit sem lýtur að æskulýðsstarfi innan trú- og lífsskoðunarfélaga með börnum og ungmennum. Níu þingmenn úr fjórum flokkum Þingmennirnir eru níu og koma úr fjórum flokkum. Það eru þau Eva Dögg Davíðsdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Jódís Skúladóttir frá VG. Jóhann Páll Jóhannsson úr Samfylkingu. Guðbrandur Einarsson, Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson og Sigmar Guðmundsson frá Viðreisn og Andrés Ingi Jónsson Pírati. Yfirgnæfandi meirihluti barna undir 18 ára aldri er skráður í trú- og lífsskoðunarfélög. Fram kemur í greinargerð þingmannanna að tæplega 80 þúsund börn hafi verið skráð í slík félgö 1. janúar 2021. Þar af voru rúmlega 12 þúsund skráð í félög sem höfðu fengið leyfi ráðherra önnur en Þjóðkirkjuna, en um 14 þúsund í óskráðum félögum. Utan trú- og lífsskoðunarfélaga stóðu rúmlega 4.000 börn. Tilefnið er umfjöllum fjölmiðla Kompás og fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur fjallað mikið um trúarofbeldi innan kristinna sértrúarsafnaða á Íslandi. Þar hefur meðal annars verið lýst því mikla ofbeldi sem fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva verða fyrir eftir að hafa verið útskúfað og sömuleiðis því andlega og líkamlega ofbeldi sem börn eru beitt í söfnuðinum. Þá hafa fyrrverandi meðlimir annarra safnaða líka sagt sögu sína og greint frá miklum fordómum, andlegu og líkamlegu ofbeldi, kynþáttaníð og kúgun í kirkjustarfinu. Síðasti þáttur Kompáss um trúarofbeldi í íslenskum sértrúarsöfnuðum „Á síðustu árum hefur fjöldi fyrrverandi meðlima ýmissa trú- og lífsskoðunarfélaga stigið fram og sagt sögu sína. Þar er dregin upp dökk mynd sem varðar misbeitingu valds innan trú- og lífsskoðunarfélaga. Í mörgum tilfellum er um börn og ungmenni að ræða. Tilefni þessarar skýrslubeiðni er því ærið,“ segir í greinargerð þingmannanna. „Mikilvægt er að trúfrelsi verði ekki að skálkaskjóli sem ógnar almennri velferð og öryggi barna. Hér er vísað til þeirrar almennu reglu að frelsisréttindi takmarkist af réttindum annarra manna. Rétt er að árétta að beiðni þessari er ekki beint að tilteknum trú- eða lífsskoðunarfélögum heldur er um að ræða ríka almannahagsmuni og hlutverk ríkisvaldsins með tilliti til velferðar og öryggis barna.“ Umboðsmaður hefur ekki skoðað málið Fréttastofa sendi fyrirspurn til embættis umboðsmanns barna í síðustu viku varðandi börn innan sértrúarsafnaða á Íslandi og hvort umboðsmaður ætli að skoða þau mál. Svar barst í dag frá Salvöru Nordal, umboðsmanni barna, þar sem hún sagði að embættið hafi ekki skoðað þau mál sérstaklega og engin ákvörðun hafi verið tekin um að gera slíkt. Í því samhengi er rétt að benda á að í greinargerð þingmannanna er vitnað í vef umboðsmanns barna, þar sem barnasáttmálinn hefur verið einfaldaður. „Börn eiga rétt á frjálsri hugsun og að velja sér trúarbrögð og eigin hugmyndir, svo lengi sem það hindrar ekki aðra í að njóta réttinda sinna. Í uppeldi geta foreldrar leiðbeint börnum sínum um hvernig megi nýta þessi réttindi að fullu.“ Þrátt fyrir skýr lagaákvæði um trúfrelsi barna telja skýrslubeiðendur ástæðu til að kannað verði hvort til staðar séu hindranir sem skerði réttindi ungmenna og barna í þessu tilliti. Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Þá telja þingmennirnir mikilvægt að kanna áhrif þess á börn að alast upp við afmarkaða menningu innan trú- og lífsskoðunarfélaga með tilliti til félagslegrar einangrunar og almennrar velferðar þeirra. Aftur er vitnað til Umboðsmanns barna og telja þingmennirnir eðlilegt að kanna hvort félagslegar hindranir (svo sem ógnarstjórn og ótti við útskúfun) og sálfræðileg áhrif geti valdið því að börn skrái sig ekki úr trú- og lífsskoðunarfélögum. „Mikilvægt er að skoða hvort umgjörð, verkferlar og verkfæri yfirvalda nái utan um umfang kvartana, tilkynninga um brot eða misjafnt atferli innan trú- og lífsskoðunarfélaga til þess að varpa ljósi á umfang þess og áhrif á börn og ungmenni og hvort og þá hvernig bregðast þurfi við.“ Þrátt fyrir að stór hluti þeirra sem skráð eru í trúfélög séu ekki reglulegir iðkendur eða þátttakendur í starfi trú- eða lífsskoðunarfélaga er umfang æskulýðsstarfs umtalsvert. Mikilvægt er að metið verði hvort þörf sé á að gera úttektir sem varða gæði starfsins og hvort eðlilegt sé að gera ríkari kröfur til æskulýðsstarfs sem byggist á andlegum grunni. Kompás Trúmál Alþingi Réttindi barna Tengdar fréttir Mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir útskúfunarmál í söfnuði Votta Jehóva, sem gerð voru skil í Kompás í gær, vekja þingheim til umhugsunar. 15. mars 2022 13:30 Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. 19. mars 2022 09:37 Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 „Eruð þið að pína barnið til að segja þetta?“ Malín Brand, fyrrverandi Vottur Jehóva, segist hafa sagt skilið við allt nema geðheisluna þegar hún yfirgaf söfnuðinn árið 2004. Malín er á meðal fyrrverandi Votta sem stigið hafa fram undanfarna daga í kjölfar umfjöllunar fréttastofu um trúmál og lýst því trúarofbeldi. 17. mars 2022 14:38 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Sjá meira
Skýrslubeiðnin er í fimm liðum. Ráðherra skal tilgreina stöðu barna innan trúfélaga með tilliti til trúfrelsis í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þá er þess óskað að Ásmundur Einar láti skoða áhrif þess að alast upp við afmarkaða menningu innan trú- eða lífsskoðunarfélags, sem geti takmarkað samfélagslega þátttöku vegna trúarlegra áherslna. Í þriðja lagi á að tilgreina þær félagslegu hindranir sem börn og ungmenni kunni að mæta óski þau að yfirgefa trú- eða lífsskoðunarfélög. Í fjórða lagi hvort tilefni sé til að halda sérstaklega utan um kvartanir og tilkynningar vegna atvika sem eiga sér stað innan trú- og lífsskoðunarfélaga hjá umboðsmanni barna, sýslumanni, félags- og skólaþjónustunni og/eða öllum/öðrum þeim aðilum sem sjá um slíka vöktun. Að lokum er þess óskað að ráðherra skoði hvort ástæða sé til þess að haldið sé sérstaklega utan um eftirlit sem lýtur að æskulýðsstarfi innan trú- og lífsskoðunarfélaga með börnum og ungmennum. Níu þingmenn úr fjórum flokkum Þingmennirnir eru níu og koma úr fjórum flokkum. Það eru þau Eva Dögg Davíðsdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Jódís Skúladóttir frá VG. Jóhann Páll Jóhannsson úr Samfylkingu. Guðbrandur Einarsson, Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson og Sigmar Guðmundsson frá Viðreisn og Andrés Ingi Jónsson Pírati. Yfirgnæfandi meirihluti barna undir 18 ára aldri er skráður í trú- og lífsskoðunarfélög. Fram kemur í greinargerð þingmannanna að tæplega 80 þúsund börn hafi verið skráð í slík félgö 1. janúar 2021. Þar af voru rúmlega 12 þúsund skráð í félög sem höfðu fengið leyfi ráðherra önnur en Þjóðkirkjuna, en um 14 þúsund í óskráðum félögum. Utan trú- og lífsskoðunarfélaga stóðu rúmlega 4.000 börn. Tilefnið er umfjöllum fjölmiðla Kompás og fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur fjallað mikið um trúarofbeldi innan kristinna sértrúarsafnaða á Íslandi. Þar hefur meðal annars verið lýst því mikla ofbeldi sem fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva verða fyrir eftir að hafa verið útskúfað og sömuleiðis því andlega og líkamlega ofbeldi sem börn eru beitt í söfnuðinum. Þá hafa fyrrverandi meðlimir annarra safnaða líka sagt sögu sína og greint frá miklum fordómum, andlegu og líkamlegu ofbeldi, kynþáttaníð og kúgun í kirkjustarfinu. Síðasti þáttur Kompáss um trúarofbeldi í íslenskum sértrúarsöfnuðum „Á síðustu árum hefur fjöldi fyrrverandi meðlima ýmissa trú- og lífsskoðunarfélaga stigið fram og sagt sögu sína. Þar er dregin upp dökk mynd sem varðar misbeitingu valds innan trú- og lífsskoðunarfélaga. Í mörgum tilfellum er um börn og ungmenni að ræða. Tilefni þessarar skýrslubeiðni er því ærið,“ segir í greinargerð þingmannanna. „Mikilvægt er að trúfrelsi verði ekki að skálkaskjóli sem ógnar almennri velferð og öryggi barna. Hér er vísað til þeirrar almennu reglu að frelsisréttindi takmarkist af réttindum annarra manna. Rétt er að árétta að beiðni þessari er ekki beint að tilteknum trú- eða lífsskoðunarfélögum heldur er um að ræða ríka almannahagsmuni og hlutverk ríkisvaldsins með tilliti til velferðar og öryggis barna.“ Umboðsmaður hefur ekki skoðað málið Fréttastofa sendi fyrirspurn til embættis umboðsmanns barna í síðustu viku varðandi börn innan sértrúarsafnaða á Íslandi og hvort umboðsmaður ætli að skoða þau mál. Svar barst í dag frá Salvöru Nordal, umboðsmanni barna, þar sem hún sagði að embættið hafi ekki skoðað þau mál sérstaklega og engin ákvörðun hafi verið tekin um að gera slíkt. Í því samhengi er rétt að benda á að í greinargerð þingmannanna er vitnað í vef umboðsmanns barna, þar sem barnasáttmálinn hefur verið einfaldaður. „Börn eiga rétt á frjálsri hugsun og að velja sér trúarbrögð og eigin hugmyndir, svo lengi sem það hindrar ekki aðra í að njóta réttinda sinna. Í uppeldi geta foreldrar leiðbeint börnum sínum um hvernig megi nýta þessi réttindi að fullu.“ Þrátt fyrir skýr lagaákvæði um trúfrelsi barna telja skýrslubeiðendur ástæðu til að kannað verði hvort til staðar séu hindranir sem skerði réttindi ungmenna og barna í þessu tilliti. Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Þá telja þingmennirnir mikilvægt að kanna áhrif þess á börn að alast upp við afmarkaða menningu innan trú- og lífsskoðunarfélaga með tilliti til félagslegrar einangrunar og almennrar velferðar þeirra. Aftur er vitnað til Umboðsmanns barna og telja þingmennirnir eðlilegt að kanna hvort félagslegar hindranir (svo sem ógnarstjórn og ótti við útskúfun) og sálfræðileg áhrif geti valdið því að börn skrái sig ekki úr trú- og lífsskoðunarfélögum. „Mikilvægt er að skoða hvort umgjörð, verkferlar og verkfæri yfirvalda nái utan um umfang kvartana, tilkynninga um brot eða misjafnt atferli innan trú- og lífsskoðunarfélaga til þess að varpa ljósi á umfang þess og áhrif á börn og ungmenni og hvort og þá hvernig bregðast þurfi við.“ Þrátt fyrir að stór hluti þeirra sem skráð eru í trúfélög séu ekki reglulegir iðkendur eða þátttakendur í starfi trú- eða lífsskoðunarfélaga er umfang æskulýðsstarfs umtalsvert. Mikilvægt er að metið verði hvort þörf sé á að gera úttektir sem varða gæði starfsins og hvort eðlilegt sé að gera ríkari kröfur til æskulýðsstarfs sem byggist á andlegum grunni.
Kompás Trúmál Alþingi Réttindi barna Tengdar fréttir Mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir útskúfunarmál í söfnuði Votta Jehóva, sem gerð voru skil í Kompás í gær, vekja þingheim til umhugsunar. 15. mars 2022 13:30 Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. 19. mars 2022 09:37 Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 „Eruð þið að pína barnið til að segja þetta?“ Malín Brand, fyrrverandi Vottur Jehóva, segist hafa sagt skilið við allt nema geðheisluna þegar hún yfirgaf söfnuðinn árið 2004. Malín er á meðal fyrrverandi Votta sem stigið hafa fram undanfarna daga í kjölfar umfjöllunar fréttastofu um trúmál og lýst því trúarofbeldi. 17. mars 2022 14:38 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Sjá meira
Mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir útskúfunarmál í söfnuði Votta Jehóva, sem gerð voru skil í Kompás í gær, vekja þingheim til umhugsunar. 15. mars 2022 13:30
Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. 19. mars 2022 09:37
Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01
„Eruð þið að pína barnið til að segja þetta?“ Malín Brand, fyrrverandi Vottur Jehóva, segist hafa sagt skilið við allt nema geðheisluna þegar hún yfirgaf söfnuðinn árið 2004. Malín er á meðal fyrrverandi Votta sem stigið hafa fram undanfarna daga í kjölfar umfjöllunar fréttastofu um trúmál og lýst því trúarofbeldi. 17. mars 2022 14:38