Vaktin: Flugu með kjarnorkuvopn inn í lofthelgi Svíþjóðar Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 30. mars 2022 16:25 Orrustuþoturnar tvær í bakgrunni á myndinni hér að neðan eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn. Flugher Svíþjóðar Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskum orrustuþotum var fyrr í mánuðinum flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn, samkvæmt fjölmiðlum í Svíþjóð. Utanríkisráðherra Rússlands segir að Rússar, Kínverjar og bandamenn þeirra muni skapa nýja, „réttláta“ og „lýðræðislega“ heimsskipan. Bandaríkjamenn telja ráðgjafa Pútins hafa sagt honum ósatt um stöðuna í Úkraínu af ótta við forsetann. Talið er að þrátt fyrir að Rússar hyggist senda meirihluta herafla síns til austurhluta Úkraínu muni þeir halda árásum áfram á öðrum stöðum. Til að mynda heyrðust sprengingar í Kænugarði í gærkvöldi, þrátt fyrir að Rússar hefðu sagst ætla að draga úr aðgerðum þar. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum virðast fullir efasemda um yfirlýsingar Rússa og meintan árangur af friðarviðræðunum í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti var meðal þeirra sem sagðist vilja bíða og sjá hvað gerðist næstu daga. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virtist á sama máli í ávarpi sínu í nótt og sagðist ekki sjá ástæðu til þess að treysta orðum fulltrúa ríkis sem væri á sama tíma að reyna að tortíma Úkraínu. Úkraínumenn væru ekki kjánar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er kominn til Kína til að mæta á röð funda um Afganistan. Á fundunum verða sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskum orrustuþotum var fyrr í mánuðinum flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn, samkvæmt fjölmiðlum í Svíþjóð. Utanríkisráðherra Rússlands segir að Rússar, Kínverjar og bandamenn þeirra muni skapa nýja, „réttláta“ og „lýðræðislega“ heimsskipan. Bandaríkjamenn telja ráðgjafa Pútins hafa sagt honum ósatt um stöðuna í Úkraínu af ótta við forsetann. Talið er að þrátt fyrir að Rússar hyggist senda meirihluta herafla síns til austurhluta Úkraínu muni þeir halda árásum áfram á öðrum stöðum. Til að mynda heyrðust sprengingar í Kænugarði í gærkvöldi, þrátt fyrir að Rússar hefðu sagst ætla að draga úr aðgerðum þar. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum virðast fullir efasemda um yfirlýsingar Rússa og meintan árangur af friðarviðræðunum í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti var meðal þeirra sem sagðist vilja bíða og sjá hvað gerðist næstu daga. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virtist á sama máli í ávarpi sínu í nótt og sagðist ekki sjá ástæðu til þess að treysta orðum fulltrúa ríkis sem væri á sama tíma að reyna að tortíma Úkraínu. Úkraínumenn væru ekki kjánar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er kominn til Kína til að mæta á röð funda um Afganistan. Á fundunum verða sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira