Vaktin: Flugu með kjarnorkuvopn inn í lofthelgi Svíþjóðar Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 30. mars 2022 16:25 Orrustuþoturnar tvær í bakgrunni á myndinni hér að neðan eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn. Flugher Svíþjóðar Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskum orrustuþotum var fyrr í mánuðinum flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn, samkvæmt fjölmiðlum í Svíþjóð. Utanríkisráðherra Rússlands segir að Rússar, Kínverjar og bandamenn þeirra muni skapa nýja, „réttláta“ og „lýðræðislega“ heimsskipan. Bandaríkjamenn telja ráðgjafa Pútins hafa sagt honum ósatt um stöðuna í Úkraínu af ótta við forsetann. Talið er að þrátt fyrir að Rússar hyggist senda meirihluta herafla síns til austurhluta Úkraínu muni þeir halda árásum áfram á öðrum stöðum. Til að mynda heyrðust sprengingar í Kænugarði í gærkvöldi, þrátt fyrir að Rússar hefðu sagst ætla að draga úr aðgerðum þar. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum virðast fullir efasemda um yfirlýsingar Rússa og meintan árangur af friðarviðræðunum í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti var meðal þeirra sem sagðist vilja bíða og sjá hvað gerðist næstu daga. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virtist á sama máli í ávarpi sínu í nótt og sagðist ekki sjá ástæðu til þess að treysta orðum fulltrúa ríkis sem væri á sama tíma að reyna að tortíma Úkraínu. Úkraínumenn væru ekki kjánar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er kominn til Kína til að mæta á röð funda um Afganistan. Á fundunum verða sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskum orrustuþotum var fyrr í mánuðinum flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn, samkvæmt fjölmiðlum í Svíþjóð. Utanríkisráðherra Rússlands segir að Rússar, Kínverjar og bandamenn þeirra muni skapa nýja, „réttláta“ og „lýðræðislega“ heimsskipan. Bandaríkjamenn telja ráðgjafa Pútins hafa sagt honum ósatt um stöðuna í Úkraínu af ótta við forsetann. Talið er að þrátt fyrir að Rússar hyggist senda meirihluta herafla síns til austurhluta Úkraínu muni þeir halda árásum áfram á öðrum stöðum. Til að mynda heyrðust sprengingar í Kænugarði í gærkvöldi, þrátt fyrir að Rússar hefðu sagst ætla að draga úr aðgerðum þar. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum virðast fullir efasemda um yfirlýsingar Rússa og meintan árangur af friðarviðræðunum í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti var meðal þeirra sem sagðist vilja bíða og sjá hvað gerðist næstu daga. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virtist á sama máli í ávarpi sínu í nótt og sagðist ekki sjá ástæðu til þess að treysta orðum fulltrúa ríkis sem væri á sama tíma að reyna að tortíma Úkraínu. Úkraínumenn væru ekki kjánar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er kominn til Kína til að mæta á röð funda um Afganistan. Á fundunum verða sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira