Innlent

Óli Björn storkar stjórnar­and­stöðunni

Jakob Bjarnar skrifar
Óli Björn lætur sig ekki muna um að höggva í sömu knérunn og Sigurður Ingi innviðaráðherra og saka stjórnarandstöðuna, allt að því hæðnislega, að vera dragbítur á störf þingsins með misgáfulegum málfundaæfingum sínum.
Óli Björn lætur sig ekki muna um að höggva í sömu knérunn og Sigurður Ingi innviðaráðherra og saka stjórnarandstöðuna, allt að því hæðnislega, að vera dragbítur á störf þingsins með misgáfulegum málfundaæfingum sínum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins nýr stjórnarandstöðunni því um nasir í grein í Morgunblaðinu í morgun að hún stundi málþóf og því sé þingið í hægagangi.

„Yf­ir­bragð þingstarfa síðustu vik­ur hef­ur í besta falli verið sér­kenni­legt og lík­lega ekki til þess fallið að auka traust eða virðingu þings­ins,“ segir Óli Björn í grein sinni. Og hann heldur áfram að væna stjórnarandstöðuna um að vera til vandræða:

Mismerkilegur málflutningur

„Í yf­ir­stand­andi mánuði hafa þing­menn stjórn­arn­and­stöðunn­ar talið nauðsyn­legt að taka nokk­ur hundruð sinn­um til máls vegna fund­ar­stjórn­ar for­seta – ekki til að ræða um form líkt og þingsköp mæla fyr­ir held­ur um efni máls.

Grein Óla Björns, sem finna má í Morgunblaðinu í dag, hefur þegar valdið ólgu meðal stjórnarandstöðuþingmanna. Sem kemur Óla Birni líkast til ekki á óvart.skjáskot

Og þeir hafa verið dug­leg­ir að spjalla við hvern ann­an í andsvör­um, milli þess sem þeir end­ur­taka efn­is­lega ræður hvers ann­ars í umræðum um þing­mál sem vissu­lega skipta land og þjóð mis­jafn­lega miklu,“ segir Óli Björn.

Þessi grein mun svo verða tekin til umræðu í liðnum Um fundarstjórn á þinginu nú á eftir. Óli Björn heggur þarna í sömu knérunn og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. En í gær voru harðar umræður á þinginu um hliðstæðar ásakanir hans. Þau orð ráðherra fóru öfugt ofan í þingmenn stjórnarandstöðunnar, leiddu til uppnáms á þinginu og nú skvettir Óli Björn olíu á þann eld.

Frumvörp sitja föst vegna mismerkilegra málfundaæfinga

„Þing­haldið allt er því í hæga­gangi,“ segir Óli Björn sem fullyrðir í grein sinni að svo sé það í hugum stjórnarþingmanna; að mismerkilegar málfundaæfingar stjórnarandstöðunnar séu dragbítur á ýmislegt það sem til framfara horfi fyrir land og þjóð.

„Tug­ir stjórn­ar­mála bíða umræðu. Mörg hafa verið á dag­skrá þings­ins dög­um sam­an án þess að ráðherr­ar hafi fengið tæki­færi til að mæla fyr­ir þeim. Efn­is­leg umræða fer ekki fram, frum­vörp og þings­álykt­un­ar­til­lög­ur kom­ast ekki til nefnda og því ekki send út til um­sagn­ar. Mis­jafn­lega merki­leg­ar mál­fundaæf­ing­ar í þingsal halda hins veg­ar áfram,“ segir Óli Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×