Elísabet hætti að stela bílum og gerðist þjálfari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 12:32 Elísabet Gunnarsdóttir var í ítarlegu viðtali. Twitter@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad, er í ítarlegu viðtali hjá sænska miðlinum Expressen. Þar ræðir hún meðal annars hvað gerði það að verkum að hún fór að þjálfa fótbolta og að hún hafi stolið bíl á sínum yngri árum. Elísabet, eða Beta eins og hún er nær alltaf kölluð, hefur þjálfað Kristianstad frá árinu 2009. Hún gerði Val að Íslandsmeisturum áður en hún hélt á vit ævintýranna. Eftir að hafa endað í 3. sæti undanfarin tvö tímabil er stefnan sett á að berjast um titilinn í Svíþjóð. „Við viljum berjast á toppi deildarinnar. Við höfum ekki enn bragðað á gulli eða silfri. Við erum með góðan og breiðan hóp sem er mjög metnaðarfullur.“ Svo hefst viðtal Betu á Expressen. Elisabet Gunnarsdottir avslöjar sitt förflutna var biltjuv på Island: Jag var förvirrad https://t.co/gwd05BZifr— SportExpressen (@SportExpressen) March 31, 2022 Veit ekki hvað hún gerir ef landsliðið býðst aftur Þegar staða þjálfara A-landsliðs kvenna losnaði á síðasta ári hafði Elísabet þegar samið við Kristianstad og gat hún því ekki tekið við því sem hún lýsir sem draumastarfi sínu. Á endanum tók Þorsteinn Halldórsson við starfinu og Beta var áfram í Svíþjóð. Aðspurð hvað hún geri ef henni býðst það í framtíðinni þá segist Elísabet ekki viss. „Ég veit það einfaldlega ekki. Að þjálfa kvennalandslið Íslands hefur lengi verið draumur hjá mér, en draumar breytast svo ég er ekki viss hvort ég myndi taka því.“ „Kvennaknattspyrnan fer ört stækkandi um heim allan, það eru bæði landslið og félög sem eru áhugasöm. Það er mikil eftirspurn eftir færum kvenþjálfurum,“ segir Elísabet einnig en hún var í viðræðum við bandarískt félagslið á síðasta ári. Elísabet í leik hjá Kristianstad. Á bakvið hana er Björn Sigurbjörnsson en hann þjálfar Selfoss í dag.Twitter@@_OBOSDamallsv Stal bíl sem táningur Hin 46 ára gamla Elísabet viðurkennir að hún hafi ekki verið hinn fullkomni unglingur. Eftir að hafa hnuplað smáhlutum á borð við mat og dagblöðum ákváðu hún og vinir hennar að stela bíl. Beta mælir engan veginn með því að feta sama veg og hún. Þegar hún var 16 ára gömul fótbrotnaði hún og lá heima í tvær vikur með fótinn í gipsi. Þá loksins fann Beta út hvað hún vildi helst gera í lífinu, „Pabbi gaf mér myndbandsspólu með fótboltaæfingum. Ég vildi læra allt sem ég sá og varð bitur yfir því að enginn hefði kennt mér allar þær æfingar sem voru á spólunni. Ég hugsaði með mér að ég gæti orðið þjálfari og mögulega kennt öðrum það sem ég sá.“ Eftir að Beta gat farið að ganga á ný fór hún upp á Hlíðarenda og bað um að fá að þjálfa. Hún var ráðin sem þjálfari stelpna 12 ára og yngri. „Ég hætti öllum vitleysisgang þá og ég hef verið að þjálfa síðan.“ Kristianstad vann Kalmar 4-0 í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar og er til alls líklegt í ár. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Elísabet, eða Beta eins og hún er nær alltaf kölluð, hefur þjálfað Kristianstad frá árinu 2009. Hún gerði Val að Íslandsmeisturum áður en hún hélt á vit ævintýranna. Eftir að hafa endað í 3. sæti undanfarin tvö tímabil er stefnan sett á að berjast um titilinn í Svíþjóð. „Við viljum berjast á toppi deildarinnar. Við höfum ekki enn bragðað á gulli eða silfri. Við erum með góðan og breiðan hóp sem er mjög metnaðarfullur.“ Svo hefst viðtal Betu á Expressen. Elisabet Gunnarsdottir avslöjar sitt förflutna var biltjuv på Island: Jag var förvirrad https://t.co/gwd05BZifr— SportExpressen (@SportExpressen) March 31, 2022 Veit ekki hvað hún gerir ef landsliðið býðst aftur Þegar staða þjálfara A-landsliðs kvenna losnaði á síðasta ári hafði Elísabet þegar samið við Kristianstad og gat hún því ekki tekið við því sem hún lýsir sem draumastarfi sínu. Á endanum tók Þorsteinn Halldórsson við starfinu og Beta var áfram í Svíþjóð. Aðspurð hvað hún geri ef henni býðst það í framtíðinni þá segist Elísabet ekki viss. „Ég veit það einfaldlega ekki. Að þjálfa kvennalandslið Íslands hefur lengi verið draumur hjá mér, en draumar breytast svo ég er ekki viss hvort ég myndi taka því.“ „Kvennaknattspyrnan fer ört stækkandi um heim allan, það eru bæði landslið og félög sem eru áhugasöm. Það er mikil eftirspurn eftir færum kvenþjálfurum,“ segir Elísabet einnig en hún var í viðræðum við bandarískt félagslið á síðasta ári. Elísabet í leik hjá Kristianstad. Á bakvið hana er Björn Sigurbjörnsson en hann þjálfar Selfoss í dag.Twitter@@_OBOSDamallsv Stal bíl sem táningur Hin 46 ára gamla Elísabet viðurkennir að hún hafi ekki verið hinn fullkomni unglingur. Eftir að hafa hnuplað smáhlutum á borð við mat og dagblöðum ákváðu hún og vinir hennar að stela bíl. Beta mælir engan veginn með því að feta sama veg og hún. Þegar hún var 16 ára gömul fótbrotnaði hún og lá heima í tvær vikur með fótinn í gipsi. Þá loksins fann Beta út hvað hún vildi helst gera í lífinu, „Pabbi gaf mér myndbandsspólu með fótboltaæfingum. Ég vildi læra allt sem ég sá og varð bitur yfir því að enginn hefði kennt mér allar þær æfingar sem voru á spólunni. Ég hugsaði með mér að ég gæti orðið þjálfari og mögulega kennt öðrum það sem ég sá.“ Eftir að Beta gat farið að ganga á ný fór hún upp á Hlíðarenda og bað um að fá að þjálfa. Hún var ráðin sem þjálfari stelpna 12 ára og yngri. „Ég hætti öllum vitleysisgang þá og ég hef verið að þjálfa síðan.“ Kristianstad vann Kalmar 4-0 í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar og er til alls líklegt í ár.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira