Fótbolti

Ákærður fyrir að kasta bjórglasi í dómara

Sindri Sverrisson skrifar
Aðstoðardómarinn Christian Gittelmann fékk bjórglas í höfuðið.
Aðstoðardómarinn Christian Gittelmann fékk bjórglas í höfuðið. Getty/Bernd Thissen

Þýskur karlmaður, 38 ára gamall, hefur verið ákærður af lögreglunni í Bochum fyrir að verða þess valdur að aðstoðardómari á leik liðsins gegn Borussia Mönchengladbach endaði á sjúkrahúsi.

Maðurinn kastaði bjórglasi í höfuð aðstoðardómarans sem hlaut heilahristing og var sendur á sjúkrahús.

Atvikið átti sér stað fyrir tveimur vikum en eftir að hafa rætt við vitni, skoðað sjónvarpsmyndir af atvikinu og aflað frekari gagna hefur lögreglan nú gefið út ákæru.

Staðan í leiknum var 2-0 fyrir Mönchengladbach þegar leikurinn var stöðvaður vegna atviksins, á 68. mínútu. Mönchengladbach var svo í kjölfarið úrskurðaður 2-0 sigur í leiknum.

Aðeins eitt stig skilur að Mönchengladbach og Bochum í þýsku 1. deildinni en þau sitja í 11. og 12. sæti, sjö og sex stigum frá fallsæti en fjarri baráttunni um Evrópusæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×