Þegar upp er staðið! Þórdís Sigurðardóttir skrifar 1. apríl 2022 07:01 Það er aðdáunarvert að sjá hvað barátta Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar hefur skilað miklu. Á sama tíma og það er sorglegt að lögbundin réttindi fatlaðs fólks ná ekki öll fram að ganga. Réttindi til þátttöku Íslenska ríkið hefur staðfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveður á um að öll skuli njóta öryggis og hafa sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Það er því óboðlegt með öllu að stjórnvöld séu ekki komin lengra með að tryggja að fullu mannréttindi fatlaðs fólks.Viðreisn leggur áherslu á að lögfesta samning Sameinu þjóðanna, svo að það megi verða. Fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma fær ekki sömu tækifæri og aðrir, til að vera þátttakendur í samfélaginu. Þessu þarf að breyta. Þátttaka á að vera á þeim forsendum sem hvert og eitt okkar velur fyrir sig. Hafa atvinnutækifæri, aðgengi að menntun og húsnæði svo eitthvað sé nefnt. Fátæktin er líka fylgifiskur margra, sem skerðir enn frekar möguleika til þátttöku á eigin forsendum, því fylgifiskar fátæktar birtast til að mynda í skertri sjálfsmynd og sjálfsvirði. Raunveruleg þátttaka fólks með fötlun er aðkallandi mál og lykilatriði þegar kemur að raunverulegri hagsæld. Þegar velferð allra er tryggð þá erum við sterkara samfélag og þar liggja hin raunverulegu verðmæti - með þátttöku allra. Það dylst engum að margt hefur unnist í rétta átt en enn þá er verk óunnið. Eitt af því er að ríkið hafi gæfu til að standa við samninga og þannig standa með fötluðu fólki og öryrkjum. Það er vanvirðing við fatlað fólk að karpa um ábyrgð og verkakskiptingu í opinberri umræðu í stað þess að beina orku okkar og tíma í að ræða alvöru lausnir. Það liggur skýrt fyrir hvernig þetta á að vera og það er óboðlegt að láta fólk bíða með svikin loforð um líf án aðgreiningar. Hlutverk sveitarfélaga gagnvart ungu fólki Sveitarfélögin hafa líka tækifæri til að gera svo miklu betur í sinni þjónustu. Þau þurfa að fara í grundvallarendurskoðun á þjónustu sinni, af metnaði fyrir nýsköpun. Það þarf að aðlaga úrræði að nútímanum, sérstaklega að ungu fötluðu fólki sem lifir allt aðra tíma en eldra fatlað fólk. Ungt fatlað fólk hafa verið þátttakendur í samfélaginu frá fæðingu, gengið í leikskóla, grunnskóla og ákveðinn hópur útskrifast af starfsbrautum framhaldsskólanna. Kerfin okkar hafa þó sofnað á verðinum þegar kemur að atvinnuþátttöku og hafa ekki tekið þeim gríðarlega mikilvægu breytingum sem hafa orðið á stöðu fatlaðs fólks og réttindum þeirra. Of mörg fötluð ungmenni standa einfaldlega frammi fyrir afar skertum lífsgæðum sem felast í úrræðaleysi þegar kemur að tækifærum til náms, sem og til starfa á vinnumarkaði. Þetta er þrátt fyrir að lög um málefni fatlaðra kveði meðal annars á um forgang fatlaðra einstaklinga í störf hjá ríki og sveitarfélögum, sé hæfni þeirra jöfn eða meiri en annarra umsækjenda. Þegar upp er staðið Við í Viðreisn viljum samfélag með þátttöku allra. Við viljum að fatlað fólk geti tekið fullan þátt í samfélaginu og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé tryggður. Aðeins þannig sýnum við þá virðingu sem er undirstaða veldsældar fyrir alla.Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Heilbrigðismál Þórdís Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er aðdáunarvert að sjá hvað barátta Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar hefur skilað miklu. Á sama tíma og það er sorglegt að lögbundin réttindi fatlaðs fólks ná ekki öll fram að ganga. Réttindi til þátttöku Íslenska ríkið hefur staðfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveður á um að öll skuli njóta öryggis og hafa sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Það er því óboðlegt með öllu að stjórnvöld séu ekki komin lengra með að tryggja að fullu mannréttindi fatlaðs fólks.Viðreisn leggur áherslu á að lögfesta samning Sameinu þjóðanna, svo að það megi verða. Fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma fær ekki sömu tækifæri og aðrir, til að vera þátttakendur í samfélaginu. Þessu þarf að breyta. Þátttaka á að vera á þeim forsendum sem hvert og eitt okkar velur fyrir sig. Hafa atvinnutækifæri, aðgengi að menntun og húsnæði svo eitthvað sé nefnt. Fátæktin er líka fylgifiskur margra, sem skerðir enn frekar möguleika til þátttöku á eigin forsendum, því fylgifiskar fátæktar birtast til að mynda í skertri sjálfsmynd og sjálfsvirði. Raunveruleg þátttaka fólks með fötlun er aðkallandi mál og lykilatriði þegar kemur að raunverulegri hagsæld. Þegar velferð allra er tryggð þá erum við sterkara samfélag og þar liggja hin raunverulegu verðmæti - með þátttöku allra. Það dylst engum að margt hefur unnist í rétta átt en enn þá er verk óunnið. Eitt af því er að ríkið hafi gæfu til að standa við samninga og þannig standa með fötluðu fólki og öryrkjum. Það er vanvirðing við fatlað fólk að karpa um ábyrgð og verkakskiptingu í opinberri umræðu í stað þess að beina orku okkar og tíma í að ræða alvöru lausnir. Það liggur skýrt fyrir hvernig þetta á að vera og það er óboðlegt að láta fólk bíða með svikin loforð um líf án aðgreiningar. Hlutverk sveitarfélaga gagnvart ungu fólki Sveitarfélögin hafa líka tækifæri til að gera svo miklu betur í sinni þjónustu. Þau þurfa að fara í grundvallarendurskoðun á þjónustu sinni, af metnaði fyrir nýsköpun. Það þarf að aðlaga úrræði að nútímanum, sérstaklega að ungu fötluðu fólki sem lifir allt aðra tíma en eldra fatlað fólk. Ungt fatlað fólk hafa verið þátttakendur í samfélaginu frá fæðingu, gengið í leikskóla, grunnskóla og ákveðinn hópur útskrifast af starfsbrautum framhaldsskólanna. Kerfin okkar hafa þó sofnað á verðinum þegar kemur að atvinnuþátttöku og hafa ekki tekið þeim gríðarlega mikilvægu breytingum sem hafa orðið á stöðu fatlaðs fólks og réttindum þeirra. Of mörg fötluð ungmenni standa einfaldlega frammi fyrir afar skertum lífsgæðum sem felast í úrræðaleysi þegar kemur að tækifærum til náms, sem og til starfa á vinnumarkaði. Þetta er þrátt fyrir að lög um málefni fatlaðra kveði meðal annars á um forgang fatlaðra einstaklinga í störf hjá ríki og sveitarfélögum, sé hæfni þeirra jöfn eða meiri en annarra umsækjenda. Þegar upp er staðið Við í Viðreisn viljum samfélag með þátttöku allra. Við viljum að fatlað fólk geti tekið fullan þátt í samfélaginu og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé tryggður. Aðeins þannig sýnum við þá virðingu sem er undirstaða veldsældar fyrir alla.Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar