Liechtenstein-leikirnir koma Arnari yfir Eyjólf og úr neðsta sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2022 09:31 Byrjun Arnars Þórs Viðarssonar með íslenska landsliðið hefur verið erfið og niðurstaðan er aðeins þrír sigrar úr sautján leikjum. Íslenska liðið hefur tvisvar fengið á sig fimm mörk í síðustu þremur leikjum. Getty/Alex Nicodim Það er óhætt að segja að byrjun Arnars Þór Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafi gengið sögulega illa. Stórt tap á móti Spánverjum var ekki til að hjálpa tölfræði Arnars en liðið hafði áður gert ágæta hluti á móti Finnum. Sigurmarkið datt þó aldrei inn í Finnaleiknum og það eru einkum fáir sigurleikir sem keyra sigurhlutfallið liðsins undir stjórn Hafnfirðingsins niður. Arnar Þór er nú með næstversta árangur allra þjálfara íslenska karlalandsliðsins frá árinu 1990. Það eru síðan bara þeir Jóhannes Atlason, Eyjólfur Sverrisson og Sigfried Held sem eru með slakara sigurhlutfall ef við förum aftur til ársins 1980. Jóhannes og Held stýrðu íslenska landsliðinu á níunda áratugnum en á síðustu þremur áratugum er aðeins Eyjólfur Sverrisson með verri árangur. Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu sautján leikjum sínum undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar og þar af komu tveir þeirra á móti Liechtenstein. Hinn sigurleikurinn er síðan á móti Færeyjum. Síðan Arnar Þór tók við hefur íslenska landsliðið því aðeins unnið þjóðir sem eru nú í 124. og 192. sæti á styrkleikalista FIFA. Liechtenstein-leikirnir bjarga kannski því sem bjargað verður. Arnar Þór er sem sagt með aðeins 27 prósent árangur og -22 í markatölu í fimmtán leikjum þegar landsliðið er ekki að spila við smáþjóðina í Ölpunum. 4-0 og 4-1 sigrar liðsins á Liechtenstein hjálpa honum mikið við að komst úr neðsta sætinu af listanum. Það er reyndar aðra sögu að segja þegar kemur að þjálfaranum sem vermir neðsta sætið yfir árangur íslenskra landsliðsþjálfara síðustu rúmu þrjá áratugi. Eyjólfur Sverrisson var nefnilega látinn fara eftir 3-0 tap á móti Liechtenstein árið 2007. Íslenska landsliðið náði aðeins í eitt stig af sex mögulegum á móti Liechtenstein undir hans stjórn. Liechtenstein leikirnir draga hann því niður. Næsta verkefni íslenska liðsins eru fjórir leikir í júní í Þjóðadeildinni en verða líklega þó bara þrír af því að einn þeirra er á móti Rússlandi sem verður líklega enn í banni í sumar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6% Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Sjá meira
Stórt tap á móti Spánverjum var ekki til að hjálpa tölfræði Arnars en liðið hafði áður gert ágæta hluti á móti Finnum. Sigurmarkið datt þó aldrei inn í Finnaleiknum og það eru einkum fáir sigurleikir sem keyra sigurhlutfallið liðsins undir stjórn Hafnfirðingsins niður. Arnar Þór er nú með næstversta árangur allra þjálfara íslenska karlalandsliðsins frá árinu 1990. Það eru síðan bara þeir Jóhannes Atlason, Eyjólfur Sverrisson og Sigfried Held sem eru með slakara sigurhlutfall ef við förum aftur til ársins 1980. Jóhannes og Held stýrðu íslenska landsliðinu á níunda áratugnum en á síðustu þremur áratugum er aðeins Eyjólfur Sverrisson með verri árangur. Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu sautján leikjum sínum undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar og þar af komu tveir þeirra á móti Liechtenstein. Hinn sigurleikurinn er síðan á móti Færeyjum. Síðan Arnar Þór tók við hefur íslenska landsliðið því aðeins unnið þjóðir sem eru nú í 124. og 192. sæti á styrkleikalista FIFA. Liechtenstein-leikirnir bjarga kannski því sem bjargað verður. Arnar Þór er sem sagt með aðeins 27 prósent árangur og -22 í markatölu í fimmtán leikjum þegar landsliðið er ekki að spila við smáþjóðina í Ölpunum. 4-0 og 4-1 sigrar liðsins á Liechtenstein hjálpa honum mikið við að komst úr neðsta sætinu af listanum. Það er reyndar aðra sögu að segja þegar kemur að þjálfaranum sem vermir neðsta sætið yfir árangur íslenskra landsliðsþjálfara síðustu rúmu þrjá áratugi. Eyjólfur Sverrisson var nefnilega látinn fara eftir 3-0 tap á móti Liechtenstein árið 2007. Íslenska landsliðið náði aðeins í eitt stig af sex mögulegum á móti Liechtenstein undir hans stjórn. Liechtenstein leikirnir draga hann því niður. Næsta verkefni íslenska liðsins eru fjórir leikir í júní í Þjóðadeildinni en verða líklega þó bara þrír af því að einn þeirra er á móti Rússlandi sem verður líklega enn í banni í sumar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6%
Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6%
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Sjá meira