„Ekki hafa áhyggjur af guðinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 10:31 Kevin Durant átti góðan leik er Brooklyn Nets tapaði með minnsta mun fyrir Milwaukee Bucks í nótt. Al Bello/Getty Images Kevin Durant er samur við sig á samfélagsmiðlum. Það eru fáir íþróttamenn áhugaverðari á samfélagsmiðlum en körfuboltamaðurinn Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets. Ásamt því að vera einn besti körfuboltamaður samtímans þá er Durant með munninn fyrir neðan nefið. Ólíkt mörgum íþróttamönnum – og frægu fólki almennt – sem er með teymi sem sjá um samfélagsmiðla fyrir sig þá sér Durant um þetta alveg sjálfur. Situr hann ekki á skoðunum sínum og svarar fólki fullum hálsi ef hann telur ástæðu til. Honum fannst ástæða til í nótt eftir að fjölmiðlamaðurinn Nick Wright tísti að hann vorkenndi Durant. Wright tjáði sig á Twitter eftir leik Nets og Milwaukee Bucks í nótt. Giannis átti stórleik er meistarar Milwaukee unnu eins stigs sigur. Gríska goðið skoraði hvorki meira né minna en 44 stig og varð um leið stigahæsti leikmaður í sögu Bucks. Durant skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar. Wright tísti skömmu eftir leik að Durant hefði verið næstbesti leikmaður NBA-deildarinnar á eftir LeBron James undanfarinn áratug. Nú þegar Durant gæti loks tekið fram úr LeBron þá væri gríska goðið Giannis Antetokounmpo tekinn við keflinu sem besti leikmaður deildarinnar. Tapið sem og skoðun Wright hafði lítil áhrif á Durant sem svaraði fljótlega: „Það er óþarfi að vorkenna guðinum Nicky litli. Lífið hefur verið ótrúlegt.“ Don t feel bad for the god. Life has been incredible little Nicky https://t.co/fZ0jrPHXHm— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Wright lét þetta ekki á sig fá og velti fyrir sér ef „Ef KD er „Guð“ hvað er Giannis þá?“ Durant var að sjálfsögðu með svar á reiðum höndum: „Guð. Alveg eins og þú en þú vilt frekar vera peð.“ A god. Just like you are but u rather be a peasant https://t.co/ZSmUmhGl1D— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Hinn 33 ára gamli Kevin Durant hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Ásamt því að leika fyrir Brooklyn hefur hann einnig spilað fyrir Oklahoma City Thunder - áður Seattle SuperSonics - og Golden State Warriors þar sem hann varð tvívegis meistari. Durant hefur tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Einnig hefur hann tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður Stjörnuleiks NBA-deildarinnar. Alls hefur hann tekið þátt í Stjörnuleiknum tólf sinnum. Þá á Durant þrjú Ólympíugull (2012, 2016 og 2020) ásamt því að verða heimsmeistari árið 2010. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Það eru fáir íþróttamenn áhugaverðari á samfélagsmiðlum en körfuboltamaðurinn Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets. Ásamt því að vera einn besti körfuboltamaður samtímans þá er Durant með munninn fyrir neðan nefið. Ólíkt mörgum íþróttamönnum – og frægu fólki almennt – sem er með teymi sem sjá um samfélagsmiðla fyrir sig þá sér Durant um þetta alveg sjálfur. Situr hann ekki á skoðunum sínum og svarar fólki fullum hálsi ef hann telur ástæðu til. Honum fannst ástæða til í nótt eftir að fjölmiðlamaðurinn Nick Wright tísti að hann vorkenndi Durant. Wright tjáði sig á Twitter eftir leik Nets og Milwaukee Bucks í nótt. Giannis átti stórleik er meistarar Milwaukee unnu eins stigs sigur. Gríska goðið skoraði hvorki meira né minna en 44 stig og varð um leið stigahæsti leikmaður í sögu Bucks. Durant skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar. Wright tísti skömmu eftir leik að Durant hefði verið næstbesti leikmaður NBA-deildarinnar á eftir LeBron James undanfarinn áratug. Nú þegar Durant gæti loks tekið fram úr LeBron þá væri gríska goðið Giannis Antetokounmpo tekinn við keflinu sem besti leikmaður deildarinnar. Tapið sem og skoðun Wright hafði lítil áhrif á Durant sem svaraði fljótlega: „Það er óþarfi að vorkenna guðinum Nicky litli. Lífið hefur verið ótrúlegt.“ Don t feel bad for the god. Life has been incredible little Nicky https://t.co/fZ0jrPHXHm— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Wright lét þetta ekki á sig fá og velti fyrir sér ef „Ef KD er „Guð“ hvað er Giannis þá?“ Durant var að sjálfsögðu með svar á reiðum höndum: „Guð. Alveg eins og þú en þú vilt frekar vera peð.“ A god. Just like you are but u rather be a peasant https://t.co/ZSmUmhGl1D— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Hinn 33 ára gamli Kevin Durant hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Ásamt því að leika fyrir Brooklyn hefur hann einnig spilað fyrir Oklahoma City Thunder - áður Seattle SuperSonics - og Golden State Warriors þar sem hann varð tvívegis meistari. Durant hefur tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Einnig hefur hann tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður Stjörnuleiks NBA-deildarinnar. Alls hefur hann tekið þátt í Stjörnuleiknum tólf sinnum. Þá á Durant þrjú Ólympíugull (2012, 2016 og 2020) ásamt því að verða heimsmeistari árið 2010. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira