Lífið

Árshátíð snjóbrettaiðkenda á AK Extreme á Akureyri um helgina

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Emmsjé Gauti.
Emmsjé Gauti. Vísir/VIlhelm

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer nú fram á Akureyri. Hátíðin er haldin í Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Skátagili, Vamos og Sjallanum.

Ólíkt fyrri árum þá verður ekki gámastökk haldið í Gilinu heldur verða margir viðburðir í Hlíðarfjalli ásamt Red Bull Jib keppni sem haldin verður í Skátagilinu í miðbænum á laugardagskvöldinu. 

Emmsjé Gauti, einn af skipuleggjendum AK Extreme, segir að vegna óvissunnar í samfélaginu vegna heimsfaraldurs hafi þurft að plana hátíðina með skömmum fyrirvara og því ákveðið að sleppa gámastökkinu fræga. 

Öflug tónleikadagskrá verður í boði í Sjallanum föstudags- og laugardagskvöld en þar koma fram Aron Can, Birnir, Birgir Hákon, Big Baby, Bríet, Emmsjé Gauti, Gugusar, KÁ-AKÁ, Issi, Yung Nigo Drippin’ og fleiri.

Dagbjartur Ólafsson á AK Extreme mótinu fyrir nokkrum árum.

Miðasala á tónlistarviðburði AK Extreme fer fram á tix.is en einungis verður selt inn á tónlistarviðburðina í Sjallanum. Frítt er inn á opnunarkvöldið á fimmtudag þar sem DJ KARÍTAS sér um tónlistina á Vamos og einnig er frítt á Red Bull Jib mótið á laugardagskvöldinu. Nánari upplýsingar er að finna á vef hátíðarinnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×