Viðskipti innlent

Ágúst Hjörtur nýr for­stöðu­maður Rann­ís

Atli Ísleifsson skrifar
Ágúst Hjörtur Ingþórsson.
Ágúst Hjörtur Ingþórsson. Stjr

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skipað Ágúst Hjört Ingþórsson forstöðumann Rannsóknarmiðstöðvar Íslands frá 1. apríl.

Í tilkynningu fraá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að Ágúst Hjörtur hafi frá árinu 2020 starfað sem sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís og verið staðgengill forstöðumanns. 

„Ágúst Hjörtur réðst til starfa hjá RANNÍS árið 2013 og gegndi starfi sviðsstjóra mennta- og menningarsviðs til ársins 2020. Þar áður hafði hann m.a. stýrt Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands í 13 ár.

Ágúst er með BA próf í heimspeki og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, meistarapróf í heimspeki frá University of Ottawa og vinnur nú að doktorsritgerð samhliða starfi.

Ráðuneytið þakkar Hallgrími Jónassyni fráfarandi forstöðumanni fyrir framúrskarandi störf á liðnum árum. Rannís gegnir lykilhlutverki á sviði rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningarmála og hefur með ómældum metnaði stuðlað að mikilvægri framþróun þekkingar í íslensku samfélagi,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×