Vill húsnæðissáttmála á höfuðborgarsvæðinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. apríl 2022 19:06 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði eftir kynningarfund í morgun að hann myndi beita sér fyrir því að koma á húsnæðissáttmála á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill/Atli Borgarstjóri kallar eftir því að ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geri með sér sérstakan húsnæðissáttmála til að leysa stöðuna á húsnæðismarkaði. Borgin ætlar að tvöfalda árlegt lóðaframboð sitt næstu fimm árin. Þær íbúðir sem fara af stað í byggingu í Reykjavík í ár eru rétt tæplega þrjú þúsund talsins. Borgin ætlar nú að gera enn betur og kynnti í dag áform sín um að tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig út næstu fimm árin. Þannig verður ríflega tvö þúsund lóðum úthlutað í ár en ekki þúsund eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Úr offramboði í skort á tveimur árum „Við erum að senda skýr skilaboð inn á markaðinn að við séum klár. En það þarf samhent átak; önnur sveitarfélög, fjármálastofnanir og byggingariðnaður þarf auðvitað að koma inn í þetta af krafti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Brot af þeim íbúðum sem byrjað verður að byggja í ár.vísir Og Dagur hefur ákveðnar hugmyndir um hvað það sé sem þurfi að gera til að laga húsnæðismarkaðinn. Það þurfi að taka á húsnæðismálunum eins og tekið var á samgöngumálunum. „Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag að það komi meiri langtímahugsun inn í þetta. Og við fáum eins og er í samgöngumálunum; samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið. Í raun vantar húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið,“ segir Dagur. Hér þurfi að setjast niður og festa plan til lengri tíma. Skapa ákveðinn stöðugleika. „Þannig að það liggi fyrir hvar eigi að byggja, hvaða tegundir íbúða, hvaða fjölbreytni og í hvaða takti. Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist bara úr offramboði í skort á bara tveimur árum. Heldur þurfum við að hafa húsnæðismarkað eins og hjá siðuðum þjóðum með húsnæðissáttmála til lengri tíma,“ segir Dagur. Hann sér þó ekki fram á neina töfralausn á stöðunni á húsnæðismarkaði. Húsnæðissáttmáli er þó langtímalausn að hans mati sem hann kveðst ætla að beita sér fyrir að verði gerður strax í ár. Húsnæðismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Þær íbúðir sem fara af stað í byggingu í Reykjavík í ár eru rétt tæplega þrjú þúsund talsins. Borgin ætlar nú að gera enn betur og kynnti í dag áform sín um að tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig út næstu fimm árin. Þannig verður ríflega tvö þúsund lóðum úthlutað í ár en ekki þúsund eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Úr offramboði í skort á tveimur árum „Við erum að senda skýr skilaboð inn á markaðinn að við séum klár. En það þarf samhent átak; önnur sveitarfélög, fjármálastofnanir og byggingariðnaður þarf auðvitað að koma inn í þetta af krafti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Brot af þeim íbúðum sem byrjað verður að byggja í ár.vísir Og Dagur hefur ákveðnar hugmyndir um hvað það sé sem þurfi að gera til að laga húsnæðismarkaðinn. Það þurfi að taka á húsnæðismálunum eins og tekið var á samgöngumálunum. „Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag að það komi meiri langtímahugsun inn í þetta. Og við fáum eins og er í samgöngumálunum; samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið. Í raun vantar húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið,“ segir Dagur. Hér þurfi að setjast niður og festa plan til lengri tíma. Skapa ákveðinn stöðugleika. „Þannig að það liggi fyrir hvar eigi að byggja, hvaða tegundir íbúða, hvaða fjölbreytni og í hvaða takti. Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist bara úr offramboði í skort á bara tveimur árum. Heldur þurfum við að hafa húsnæðismarkað eins og hjá siðuðum þjóðum með húsnæðissáttmála til lengri tíma,“ segir Dagur. Hann sér þó ekki fram á neina töfralausn á stöðunni á húsnæðismarkaði. Húsnæðissáttmáli er þó langtímalausn að hans mati sem hann kveðst ætla að beita sér fyrir að verði gerður strax í ár.
Húsnæðismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira