Vaktin: Gæti tekið mörg ár að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 2. apríl 2022 07:38 Rússneskir hermenn skildu eftir sig gríðarlegan fjölda jarðsprengja þegar þeir hörfuðu frá svæðum í kringum Kænugarð. Þessi mynd var tekin í bænum Bucha í dag. AP Photo/Rodrigo Abd Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að rússneskar hersveitir hafi komið fyrir jarðsprengjum í íbúðum og líkum á sama tíma og þær hörfi rólega úr norðurhluta landsins. Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans til úkraínsku þjóðarinnar. Hann varaði sömuleiðis við því að staðan væri áfram gríðarlega erfið í austurhlutanum þar sem Rússar væru að undirbúa árásir í Kharkív og Donbas-héraði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Rússnesk flugskeyti hæfðu tvær borgir í miðhluta Úkraínu snemma í morgun og ollu skemmdum á innviðum og íbúðabyggingum, að sögn ráðamanns í Poltava-héraði. Bandarísk varnarmálayfirvöld hyggjast veita Úkraínumönnum aukna aðstoð í formi hergagnapakka sem inniheldur meðal annars eldflaugakerfi og dróna fyrir alls 300 milljónir bandaríkjadala. Alþjóða Rauði krossinn mun í dag reyna aftur að flytja fólk frá hinni stríðshrjáðu Maríupol eftir að hjálparstarfsmönnum var gert að yfirgefa svæðið í gær. Þrátt fyrir það tókst yfir þrjú þúsund íbúum að flýja borgina í gær. Rússar segja að úkraínskar þyrlur hafi gert árás á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi, nærri Kharkív, og eyðilagt olíutanka. Úkraínskir ráðamenn hafna því að hersveitir þeirra hafi átt þátt í árásinni. Úkraínumenn segja að minnst 158 börn hafi fallið í stríðsátökunum og 254 særst.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Rússnesk flugskeyti hæfðu tvær borgir í miðhluta Úkraínu snemma í morgun og ollu skemmdum á innviðum og íbúðabyggingum, að sögn ráðamanns í Poltava-héraði. Bandarísk varnarmálayfirvöld hyggjast veita Úkraínumönnum aukna aðstoð í formi hergagnapakka sem inniheldur meðal annars eldflaugakerfi og dróna fyrir alls 300 milljónir bandaríkjadala. Alþjóða Rauði krossinn mun í dag reyna aftur að flytja fólk frá hinni stríðshrjáðu Maríupol eftir að hjálparstarfsmönnum var gert að yfirgefa svæðið í gær. Þrátt fyrir það tókst yfir þrjú þúsund íbúum að flýja borgina í gær. Rússar segja að úkraínskar þyrlur hafi gert árás á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi, nærri Kharkív, og eyðilagt olíutanka. Úkraínskir ráðamenn hafna því að hersveitir þeirra hafi átt þátt í árásinni. Úkraínumenn segja að minnst 158 börn hafi fallið í stríðsátökunum og 254 særst.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira