Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2022 23:02 Úkraínumenn náðu fjölmörgum svæðum í grennd við Kænugarð aftur á sitt vald í dag. Til að mynda bæinn Bucha, þar sem Rússar hafa drepið ótal almenna borgara. AP Photo/Vadim Ghirda Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í á sjöttu viku en Úkraínumenn virðast nokkuð upplitsdjarfir. Oleksiy Arestovych, ráðgjafi Úkraínuforseta, segir hersveitir nærri Kænugarði nú hafa náð yfir þrjátíu bæjum og þorpum á sitt vald á ný - og að tekist hafi að hemja ásókn Rússa úr austri. Mjög hart verði þó barist í austur- og suðurhéruðum Úkraínu á komandi dögum, einkum í hinni stríðshrjáðu Maríupól. Samkomulag náðist um sjö mannúðarhlið út úr borgum Úkraínu í dag og þá freistaði Rauði krossinn þess enn einu sinni að bjarga fólki frá Maríupól. Tilraun til þess mistókst í gær - en úkraínsk stjórnvöld segjast þó hafa komið 3000 manns út úr borginni í gær. Þá eru rússneskir hermenn sagðir hafa gert stórskotaliðsárásir í úkraínsku borginni Enerhodar, þar sem finna má stærsta kjarnorkuver í Evrópu. Bæði borgin og kjarnorkuverið hafa verið á valdi Rússa síðan 4. mars. Úkraínska kjarnorkamálastofnunin segir íbúa í borginni hafa verið samankomna á friðsamlegum mótmæla gegn stríðinu þegar Rússar réðust á þá. Þá eru nú minnst 35 sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á stjórnarbyggingu í borginni Mykolaiv en björgunarfólk hélt áfram leit í rústunum í dag. Páfi kallaði Pútín pótintáta Frans páfi, sem nú er staddur í Möltu, segist nú íhuga heimsókn til Kænugarðs. Hann var gagnrýninn sem aldrei fyrr í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í ávarpi í dag - og lýsti innrásinni sem villimannslegri. „Enn á ný er einhver pótintáti, sem því miður er fastur í úreltum þjóðerniskröfum, að hvetja og efna til ófriðar þótt venjulegt fólk finni þörfina á að byggja upp framtíð sem verður annað hvort sameiginleg eða verður alls ekki,“ sagði Frans páfi í ávarpi. Innrás Rússa í Úkraínu Páfagarður Úkraína Rússland Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í á sjöttu viku en Úkraínumenn virðast nokkuð upplitsdjarfir. Oleksiy Arestovych, ráðgjafi Úkraínuforseta, segir hersveitir nærri Kænugarði nú hafa náð yfir þrjátíu bæjum og þorpum á sitt vald á ný - og að tekist hafi að hemja ásókn Rússa úr austri. Mjög hart verði þó barist í austur- og suðurhéruðum Úkraínu á komandi dögum, einkum í hinni stríðshrjáðu Maríupól. Samkomulag náðist um sjö mannúðarhlið út úr borgum Úkraínu í dag og þá freistaði Rauði krossinn þess enn einu sinni að bjarga fólki frá Maríupól. Tilraun til þess mistókst í gær - en úkraínsk stjórnvöld segjast þó hafa komið 3000 manns út úr borginni í gær. Þá eru rússneskir hermenn sagðir hafa gert stórskotaliðsárásir í úkraínsku borginni Enerhodar, þar sem finna má stærsta kjarnorkuver í Evrópu. Bæði borgin og kjarnorkuverið hafa verið á valdi Rússa síðan 4. mars. Úkraínska kjarnorkamálastofnunin segir íbúa í borginni hafa verið samankomna á friðsamlegum mótmæla gegn stríðinu þegar Rússar réðust á þá. Þá eru nú minnst 35 sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á stjórnarbyggingu í borginni Mykolaiv en björgunarfólk hélt áfram leit í rústunum í dag. Páfi kallaði Pútín pótintáta Frans páfi, sem nú er staddur í Möltu, segist nú íhuga heimsókn til Kænugarðs. Hann var gagnrýninn sem aldrei fyrr í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í ávarpi í dag - og lýsti innrásinni sem villimannslegri. „Enn á ný er einhver pótintáti, sem því miður er fastur í úreltum þjóðerniskröfum, að hvetja og efna til ófriðar þótt venjulegt fólk finni þörfina á að byggja upp framtíð sem verður annað hvort sameiginleg eða verður alls ekki,“ sagði Frans páfi í ávarpi.
Innrás Rússa í Úkraínu Páfagarður Úkraína Rússland Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira