Fótbolti

Aron tryggði Horsens stigin þrjú

Atli Arason skrifar
Aron Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu.
Aron Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty

Aron Sigurðarson skoraði sigurmark Horsens úr vítaspyrnu á 63. mínútu í 0-1 sigri liðsins á Helsingor í næst efstu deild í Danmörku í dag.

Aron og félagar spiluðu manni fleiri frá 59. mínútu eftir að Sebastian Mielitz, markvörður Helsingor fékk beint rautt spjald.

Efir sigurinn er Horsens komið með 43 stig í þriðja sæti, aðeins þremur stigum á eftir Lyngby sem er í því öðru. Helsingor er enn þá á toppnum með 51 stig en efstu tvö liðin fara upp í efstu deild.

Næst efsta deild í Danmörku er nú tvískipt þar sem efstu og neðstu sex liðin spila innbyrðis. Leikurinn í dag var í fyrstu umferð tvískiptu deildarinnar. Það eru því enn þá 9 leikir eftir og því 27 stig í pottinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×