Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld.
Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld.

Utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa hafa framið fjöldamorð á almennum borgurum í bænum Bucha, Bútsja þar sem lík liggja eins og hráviði á götum eftir brotthvarf Rússa. Vestrænir leiðtogar fordæma Rússa fyrir voðaverk á svæðinu og saka þá sumir um stríðsglæpi. 

Við fjöllum um stríðið í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Þá kíkjum við í Vesturbæinn þar sem íbúar og fyrirtæki hafa tekið höndum saman við að útvega úkraínskum flóttamönnum sem dvelja á Hótel Sögu ýmsar nauðsynjar - þar á meðal sundkort. Við hittum flóttamann sem var með skilaboð til íslensku þjóðarinnar.

Þá segjum við frá umdeildum sýknudómi í kynferðisbrotamáli sem féll fyrir helgi. Dómurinn hefur vakið mikla reiði og komið af stað bylgju á samfélagsmiðlum en fólki þykir dómarinn velta því þar upp hvort konan hafi verið í of þröngum buxum til að brotið hafi getað átt sér stað.

Við höldum einnig áfram umfjöllun okkar um trúarofbeldi, segjum frá góðum árangri landsmanna í skógrækt og verðum í beinni útsendingu frá sýningu á blaðaljósmyndum ársins, þar sem kennir ýmissa grasa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×